Bjart­sýni í grein­inni

Emma Kjart­ans­dótt­ir held­ur ut­an um skemmti­skipa­deild Ice­land Tra­vel. Hún hlaut al­þjóð­lega við­ur­kenn­ingu fyr­ir vel unn­in störf.

Fréttablaðið - FOLK - - FÓLK KYNNINGARBLAÐ -

Emma Kjart­ans­dótt­ir, deild­ar­stjóri skemmti­ferða­skipa­deild­ar Ice­land Tra­vel, var ný­lega út­nefnd einn af fjöru­tíu fram­tíð­ar­leið­tog­um í skemmti­ferða­skipa­iðn­að­in­um í heim­in­um. Val­ið var úr yf­ir 100 til­nefn­ing­um og nið­ur­stað­an til­kynnt á Seatra­de ráð­stefn­unni í Lissa­bon í sept­em­ber. „Þetta er ána­egju­leg­ur og hvetj­andi heið­ur,“seg­ir Emma.

Hún hef­ur starf­að hjá Ice­land Tra­vel í tíu ár. Hún tók til starfa um það leyti sem skemmti­ferða­skipa­deild­in var stofn­uð og tók þátt í upp­bygg­ingu henn­ar. „Ég hef síð­an flakk­að að­eins inn­an­húss en var svo ráð­in deild­ar­stjóri skemmti­ferða­skipa­deild­ar­inn­ar ár­ið 2016. Þar starfa nú tíu manns á vet­urna en tutt­ugu á sumr­in þeg­ar að­al­ver­tíð­in stend­ur yf­ir. Að­spurð seg­ir Emma starf­ið af­ar fjöl­breytt, skemmti­legt og krefj­andi en deild­in tek­ur á móti mörg þús­und er­lend­um ferða­mönn­um sem koma hing­að til lands á skemmti­ferða­skip­um á hverju ári.

„Við störf­um í tutt­ugu og tveim­ur höfn­um um allt land og höf­um ver­ið með í kring­um 150 þús­und far­þega í ferð­um á okk­ar veg­um á ári,“upp­lýs­ir Emma. Hún seg­ir mik­inn fjölda skipa­fé­laga koma hing­að til lands og að Ice­land Tra­vel bjóði far­þeg­um þeirra upp á ým­iss kon­ar ferð­ir. „Við er­um með dags­ferð­ir út frá öll­um höfn­um en líka ferð­ir þar sem gist er yf­ir nótt. Þá er tals­vert um far­þega­skipti þar sem far­þeg­ar fljúga til lands­ins og byrja sigl­ing­una sína í Reykja­vik eða á Akur­eyri.“

Emma seg­ir boð­ið upp á ýms­ar uppá­kom­ur í kring­um komu skip­anna og að sí­fellt sé ver­ið að baeta við nýj­um af­þrey­ing­ar­mögu­leik­um. „Í fyrra vor­um við til að mynda með svo­kall­að „Presi­dent’s Cruise“en þá er for­seti við­kom­andi skipa­fé­lags með um borð og boð­ið upp á sigl­ingu fyr­ir sér­staka vild­ar­vini. Við vor­um með Eld­borg tví­setna og flott pró­gramm með Grétu Salome svo daemi sé nefnt.“

Emma sit­ur í stjórn Cruise Ice­land sem eru hags­muna­sam­tök fyr­ir að­ila sem koma að skemmti­ferða­skipa­iðn­að­in­um á Íslandi.

Þar er unn­ið að ýms­um um­bóta­verk­efn­um og með­al ann­ars að því að kynna hafn­ir, byggja þa­er upp og taka nýj­ar í notk­un. Við vinn­um með­al ann­ars með Um­hverf­is­stofn­un og AECO-sam­tök­un­um en á með­al verk­efna er að búa til leið­ar­vísa fyr­ir leið­ang­urs­skip yf­ir hvað má og hvað ekki í ís­lensk­um höfn­um.

Emma laerði ferða­mála­fra­eði á Nýja-Sjálandi og þó hún hafi ekki endi­lega aetl­að sér að starfa í skemmti­ferða­skipa­iðn­að­in­um sér hún ekki eft­ir því að hafa fetað þá slóð. „Það rík­ir mik­il bjart­sýni í grein­inni og mik­ið um að ver­ið sé að smíða ný skip enda falla mörg hinna eldri ekki að nýrri um­hverf­is­lög­gjöf sem tek­ur gildi ár­ið 2020. Það eru því spenn­andi tím­ar fram und­an.

MYND/SIGTRYGGUR ARI

Emma var ný­lega út­nefnd einn af fjöru­tíu fram­tíð­ar­leið­tog­um í skemmti­ferða­skipa­iðn­að­in­um í heim­in­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.