Bú­in að stimpla sig raeki­lega inn

Ferða­þjón­ust­an hef­ur vax­ið hratt hér á landi síð­ustu ár og fyr­ir­ta­eki í grein­inni standa frammi fyr­ir ýms­um áskor­un­um. Nýsköp­un er mjög mik­ilvaeg í grein­inni og kröf­ur við­skipta­vina aukast sí­fellt.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - St­arri Freyr Jóns­son

Fyr­ir­ta­eki í ferða­þjón­ustu hér á landi standa frammi fyr­ir ýms­um áskor­un­um í rekstri sín­um um þess­ar mund­ir. Ferða­þjón­ust­an hef­ur vax­ið mjög hratt hér á landi und­an­far­in ár sem þýð­ir m.a. að fjár­fest­ing­ar hafa ver­ið mikl­ar á stutt­um tíma og vaxta­kostn­að­ur af húsna­eði, bíla­flota og öðr­um fjár­fest­ing­um er haerri en hjá helstu sam­keppn­is­að­il­um seg­ir Ásta Krist­ín Sig­ur­jóns­dótt­ir, fram­kvaemda­stjóri Ís­lenska ferðaklas­ans. „Launa­kostn­að­ur er nú þeg­ar með haesta móti á Íslandi sem þýð­ir aft­ur verri sam­keppn­is­stöðu við þau lönd sem við mið­um okk­ur við. Það er því lít­ið svig­rúm til launa­haekk­ana mið­að við þa­er rekstr­ar­for­send­ur sem nú eru uppi.“

Þá hafa ýms­ar aðr­ar ytri áskor­an­ir eins og gengi ís­lensku krón­unn­ar og stöð­ug umra­eða um aukn­ar op­in­ber­ar álög­ur veru­leg áhrif á rekst­ur ferða­þjón­ustu­fyr­ir­ta­ekja. „Það er oft lít­ið sem fyr­ir­ta­ek­in sjálf geta gert til að verj­ast ytri áskor­un­um og þess vegna mik­ilvaeg­ara en áð­ur að horfa í taekifa­er­in sem fel­ast í að leysa innri áskor­an­ir, baeði hjá stór­um og litl­um fyr­ir­ta­ekj­um í ferða­þjón­ustu. Taekifa­er­in fel­ast í að horfa inn í kjarna­þjón­ust­una sína og að huga bet­ur að sér­stöðu síns fyr­ir­ta­ekis. Fjár­festa í taekni, for­gangsr­aða verk­efn­um, stunda mark­vissa vöru­þró­un og síð­ast en ekki síst vinna á gaeð­um og af ábyrgð. Helsta áskor­un­in er og verð­ur að auka verð­ma­eta­sköp­un þess rekstr­ar sem er til stað­ar í dag til þess að standa und­ir skuld­bind­ing­um morg­undags­ins.“

Aukn­ar kröf­ur

Heim­ur­inn er sí­fellt að minnka þeg­ar kem­ur að því að koma upp­lýs­ing­um á fram­fa­eri, baeði jákvaeð­um og neikvaeð­um. Það sem áð­ur tók vik­ur eða mán­uði í und­ir­bún­ingi er núna fram­kvaemt á nokkr­um mín­út­um með taekni sem við þekkt­um varla fyr­ir nokkr­um mán­uð­um seg­ir Ásta. „Kröf­ur við­skipta­vina um hraða þjón­ustu, í raun­tíma eða helst í gaer, eykst og upp­lif­un og vaent­ing­ar að sama skapi hald­ast í hend­ur við nýja taekni. Við þekkj­um daemi úr deili­hag­kerfa­heim­in­um ein­sog Uber og Airbnb sem nýta sér kröf­ur um hraða nú­tíma­þjón­ustu þar sem fólk reið­ir sig á traust og umma­eli annarra gesta.“

Hún seg­ir að fyr­ir­ta­eki í ferða­þjón­ustu þurfi að leggja áherslu á stafra­ena taekni sem fyrst og fremst snúi að hagra­eð­ingu í rekstri fyr­ir­ta­ekja. „Þá á ég t.d. við hvernig þau geti nýtt hug­bún­að til að leysa mannafla­frek verk­efni og þannig nýtt mannauð­inn í að leysa verð­ma­et­ari verk­efni, hvernig auka megi arð­semi með að lesa og þekkja gögn til að byggja kynn­ing­ar­efn­ið sitt á, hvernig minnka megi hlut milli­liða í þókn­un­ar­kostn­aði og hvernig þróa megi lang­tíma­sam­band beint við við­skipa­vin­inn.“

Nýsköp­un er mik­ilvaeg

Nýsköp­un í ferða­þjón­ust­unni er mjög mik­ilvaeg á svo litl­um mark­aði sem Ís­land er seg­ir Ásta. „Nýsköp­un er jafn mik­ilvaeg og súr­efni. Þó Ís­land sé lít­ill mark­að­ur er al­þjóð­leg sam­keppni hörð og hafa ís­lensk fyr­ir­ta­eki ein­stakt lag á að sýna fram á sköp­un­ar­gleði og kraft. Ný­leg­asta daem­ið eru Bjór­böð­in á Ár­skógs­strönd sem fyr­ir skömmu fengu ný­sköp­un­ar­verð­laun SAF, ann­að daemi á Norð­ur­landi eru mögu­leg mjólk­ur­böð sem var hug­mynd í St­artup Tourism á ár­inu, Tra­vela­de er daemi um taeknifyr­ir­ta­eki í ferða­þjón­ustu sem teng­ir sam­an ferða­lang­inn og aevin­týri með ný­stár­leg­um haetti, Óbyggða­set­ur Ís­lands í Fljóts­dal er daemi um nýsköp­un þar sem gamli tím­inn lifn­ar við og Frið­heim­ar í upp­sveit­um Ár­nes­sýslu hafa bland­að sam­an hefð­bund­inni gra­en­met­isra­ekt, hesta­sýn­ing­um og heims­fra­egri tóm­atsúpu­gerð, svo fá­ein daemi séu tek­in. Eins eig­um við frá­ba­er daemi frá fyr­ir­ta­ekj­um sem hafa ver­ið star­fra­ekt til fjölda ára eins og Ferða­þjón­usta baenda og Bláa lón­ið sem hafa far­ið óhefð­bundn­ar leið­ir í að end­ur­baeta vörumerk­in sín.“

Burð­ar­at­vinnu­grein

Ferða­þjón­usta er sann­ar­lega ein af burð­ar­at­vinnu­grein­um Ís­lands og er kom­in til að vera. Til þess að geta ver­ið sam­keppn­is­haef til lengri tíma þarf þó að vanda sig sem aldrei fyrr seg­ir Ásta. „Ferða­menn gera sí­fellt meiri kröf­ur til upp­lif­un­ar og þjón­ustu og þar þurfa að fara sam­an verð og gaeði. Til við­bót­ar við aukna taekni og meiri kröf­ur þá hafa ferða­venj­ur breyst til muna og fleiri ferða­menn en áð­ur sem kjósa að skipu­leggja ferð­ir sín­ar sjálf­ir.“

Á naestu 3-5 ár­um verð­ur að ein­hverju leyti sam­þjöpp­un í grein­inni og þau fyr­ir­ta­eki sem munu ná ár­angri eru þau sem hafa sín mál á hreinu, þau haef­ustu lifa. „Þetta eru fyr­ir­ta­eki sem stunda ábyrg­an rekst­ur, vita hvert þau eru að stefna og hafa nýtt þann tíma sem er núna til þess að for­gangsr­aða í rekstr­in­um. Ég sé fyr­ir mér að fjöldi ferða­manna verði um og yf­ir þrjár millj­ón­ir á ári og að stjórn­völd muni stýra fjár­mun­um bet­ur í upp­bygg­ingu inn­viða. Ferða­menn gera aukn­ar kröf­ur til þess að fyr­ir­ta­eki stundi sjálf­ba­er­an rekst­ur og séu ábyrg gagn­vart um­hverfi, starfs­mönn­um og naer­sam­fé­lag­inu. Hótel­bygg­ing­ar og aðr­ar fjár­fest­ing­ar hafa náð jafn­vaegi og með auk­inni fjár­fest­ingu í taekni, beinu milli­landa­flugi á fleiri flug­velli og fjár­fest­ing­um í auk­inni af­þrey­ingu og vöru­fram­boði á lands­byggð­inni fara ferða­menn víð­ar og dvelja leng­ur.“

MYND/SIGTRYGGUR ARI

„Nýsköp­un er jafn mik­ilvaeg og súr­efni. Þó Ís­land sé lít­ill mark­að­ur er al­þjóð­leg sam­keppni hörð og hafa ís­lensk fyr­ir­ta­eki ein­stakt lag á að sýna fram á sköp­un­ar­gleði og kraft,“seg­ir Ásta Krist­ín Sig­ur­jóns­dótt­ir, fram­kvaemda­stjóri Ís­lenska ferðaklas­ans.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.