Með sjón­varp í loft­inu

Kristján Ólaf­ur Sig­ríð­ar­son spreytti sig í inn­an­húss­hönn­un þeg­ar hann keypti sér par­hús í Urriða­holti í mars. Hon­um fórst það vel úr hendi en nú hygg­ur hann á að kaupa lóð og vera með í hús­bygg­ing­ar­ferl­inu frá upp­hafi til enda.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK -

Kristján er eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Wok On og hef­ur í gegn­um tíð­ina unn­ið tölu­vert með inn­an­hús­hönn­uð­um. „Mér hef­ur alltaf þótt gam­an að fylgj­ast með þeim vinna og það var gam­an að spreyta sig á þessu sjálf­ur.“Hann keypti sér par­hús í Mosa­götu í Urriða­holti í vet­ur. „Það var til­bú­ið til inn­rétt­inga og svo gerði ég rest sjálf­ur. Eða þeg­ar ég segi sjálf­ur þá meina ég að ég lét vini mína hjálpa mér og borg­aði smið­um,“seg­ir Kristján og hla­er. „Ég hann­aði hins veg­ar flest og valdi hús­gögn­in inn í íbúð­ina.“

Flest all­ir inn­an­stokks­mun­ir eru ný­ir fyr­ir ut­an nokkra muni eft­ir upp­á­halds hús­gagna­hönn­uð Kristjáns, Örn Hackert, sem einnig hef­ur hann­að inn­rétt­ing­ar í Wok On. Kristján heill­að­ist af út­sýn­inu úr íbúð­inni en hann naer að horfa á sól­ina koma upp og setj­ast út um stofu­glugg­ann. „Það er rosa­lega fal­legt að horfa hér út, sér­stak­lega á sumr­in.“

En Kristján mun ekki njóta afrakst­urs­ins mjög lengi því hann hef­ur sett hús­ið á sölu. „Ég aetla að kaupa mér lóð hér í Urriða­holti og láta teikna fyr­ir mig hús eft­ir mínu eig­in höfði. Það verð­ur mjög skemmti­legt að geta hann­að allt frá a til ö.“

Kristján Ólaf­ur Sig­ríð­ar­son seg­ir vinn­una við inn­an­húss­hönn­un húss­ins síns góða aef­ingu. Nú aetl­ar hann að selja slot­ið og kaupa sér lóð í Urriða­holti þar sem hann aetl­ar að vera með í hönn­un­ar­ferl­inu frá a til ö. Mynd­ir/Ey­þór

Va­sk­ur­inn og vask­borð­ið er úr granít frá Stein­prýði.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.