Kon­ung­ur sólgler­augn­anna

Elt­on John á áhrifa­mik­ið safn sólgler­augna sem hann hef­ur við­að að sér í ára­tugi. Tal­ið er að hann eigi í kring­um 250 þús­und gler­augu og hluti þeirra er geymd­ur í sér­smíð­uð­um skáp.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK -

Tíska er í hug­um sumra leið til tján­ing­ar, í hug­um annarra lífs­stíll og lífs­við­horf. Elt­on John, sem varð 71 árs á ár­inu, hef­ur ávallt til­heyrt seinni hópn­um.

Frá því hann stökk fram á sjón­ar­svið­ið seint á sjö­unda ára­tugn­um og þar til nú, fimm ára­tug­um síð­ar, hef­ur hann ávallt ver­ið sjálf­um sér sam­kvaem­ur í ást sinni á föt­um og fylgi­hlut­um.

Í upp­hafi var stíll hans of­hlað­inn og flúr­að­ur en með tím­an­um hef­ur hann tón­að nið­ur fata­skáp­inn en held­ur þó í sér­kenn­andi stíl sinn með ein­kenn­andi sólgler­aug­um. Hann er ein­stak­ur áhuga­mað­ur um furðu­leg sólgler­augu og hef­ur safn­að þeim í naerri hálfa öld. Í Woodsi­de, mik­il­feng­legu húsi Elt­on John í Berks­hire í Suð­ur-Englandi, hef­ur tón­list­ar­mað­ur­inn lát­ið út­búa her­bergi á háa­lofti húss­ins. Hill­ur voru hann­að­ar og smíð­að­ar inn í turn­her­bergi og þar er að finna hluta af risa­stóru sólgler­augna­safni Elt­on John. Í allt er tal­ið að hann eigi í kring­um 250 þús­und gler­augu þó sú tala sé ekki stað­fest.

Söngv­ar­inn í hvít­um jakka­föt­um og með ein af sín­um per­sónu­leikagler­aug­um ár­ið 1973. Elt­on John er þekkt­ur fyr­ir fata­safn­ið sitt. Hér er hann í fata­skápn­um á heim­ili sínu í London ár­ið 1975.

Sólgler­augna­skáp­ur Elt­on John á heim­ili hans Woodsi­de í Suð­ur-Englandi.

Elt­on John á Grammy verð­launa­há­tíð­inni í New York í janú­ar á þessu ári.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.