Lát­um taekn­ina vinna fyr­ir okk­ur

Ný rann­sókn gef­ur til kynna að það sé hollt að tak­marka notk­un sam­fé­lags­miðla og flest snjallta­eki bjóða nú þann mögu­leika að setja tíma­tak­mörk á notk­un for­rita.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Odd­ur Freyr Þor­steins­son

Það er vel þekkt að mik­il sam­fé­lags­miðla­notk­un get­ur haft neikvaeð áhrif á and­lega heilsu og vellíð­an. Sum­ir segja að fólk aetti að sleppa þeim al­far­ið, en fyr­ir marga er það ein­fald­lega ekki raun­haef­ur mögu­leiki, þar sem við treyst­um á þessi tól við vinnu eða til að halda sam­bandi við fólk á fjar­la­eg­um stöð­um. En það er haegt að tak­marka notk­un sam­fé­lags­miðla og sam­kvaemt nýrri rann­sókn frá há­skól­an­um í Penn­sylvan­íu gaeti ver­ið gott að miða við há­mark 30 mín­útna notk­un á dag.

Rann­sókn­in var leidd af sálfra­eð­ingn­um Mel­issa G. Hunt og hún birt­ist í des­em­berút­gáfu ritrýnda sálfra­eði­tíma­rits­ins Journal of Social and Cl­inical Psychology. Til­gang­ur henn­ar var að skoða hvernig Face­book, Insta­gram og Snapchat auka van­líð­an.

Rann­sókn­in náði til 143 há­skóla­nema á aldr­in­um 18-22 ára og þeim var skipt í tvo hópa, ann­ar þeirra not­aði sam­fé­lags­miðla að vild, á með­an hinn fékk bara að eyða 10 mín­út­um á dag í hverju for­riti. Í þrjár vik­ur gáfu þátt­tak­end­ur rann­sak­end­um skjá­skot af raf­hlöðu­notk­un­inni á iPho­nesím­um sín­um, þar sem kom fram hversu mikl­um tíma var eytt í for­rit­un­um.

Að því loknu var skoð­að að hve miklu leyti þátt­tak­end­urn­ir þjáð­ust af van­líð­an sem er tengd við sam­fé­lags­miðla, svo sem ótt­an­um við að missa af, kvíða, þung­lyndi og ein­mana­leika. Það leiddi í ljós að þeim sem tak­mörk­uðu sam­fé­lags­miðla­notk­un­ina leið bet­ur en hinum.

Hunt seg­ir að þetta sýni ein­fald­lega að ef mað­ur not­ar sam­fé­lags­miðla minna en venju­lega minnki það ein­kenni baeði þung­lynd­is og ein­mana­leika tölu­vert. Hún seg­ir að eft­ir því sem fólk var þung­lynd­ara þeg­ar það kom inn í rann­sókn­ina eigi þetta bet­ur við.

Það er ekk­ert sem seg­ir að þess­ar nið­ur­stöð­ur eigi við fólk sem er ut­an þessa ald­urs­hóps og rann­sókn­in náði bara til þriggja for­rita, sem eru samt reynd­ar þau allra vinsa­el­u­stu. Rann­sókn­in gef­ur samt góða vís­bend­ingu um að við aett­um kannski að hafa ein­hver mörk á tím­an­um sem við eyð­um á sam­fé­lags­miðl­um.

Ta­ekn­iris­arn­ir hjálpa til

Sem bet­ur fer eru fram­leið­end­ur snjallta­ekja með­vit­að­ir um þetta og í flest­um sím­um er nú haegt að fylgj­ast með því hvað er bú­ið að eyða mikl­um tíma í sím­an­um og hversu mikl­um tíma hef­ur ver­ið var­ið í ákveðn­um for­rit­um. Þau bjóða þá líka þann mögu­leika að loka á ákveð­in for­rit þeg­ar bú­ið

NORDICPHOTOS/GETTY

Marg­ir lenda í vandra­eð­um með sam­fé­lags­miðla­notk­un sína þannig að hún byrj­ar að valda kvíða, þung­lyndi og ótta við að missa af.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.