Fjöl­breyti­leiki er lyk­ill­inn

Gunn­ar Bein­teins­son, fyrr­ver­andi lands­liðs­mað­ur í hand­bolta, seg­ir lyk­il­inn að góðri heilsu sinni vera fjöl­breytta hreyf­ingu. Í dag býr hann í Sviss og kepp­ir í hand­bolta, stund­ar lang­hlaup og hjól­reið­ar og fer með fjöl­skyld­unni á skíði. CrossFit skip­ar þ

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - St­arri Freyr Jóns­son

Áhuga­fólk um íþrótt­ir man vel eft­ir hand­bolta­mann­in­um Gunn­ari Bein­teins­syni sem lék lengst­um með liði FH hér á landi og um leið með ís­lenska lands­lið­inu á löng­um og far­sa­el­um ferli. Í dag er Gunn­ar 52 ára gam­all og bú­sett­ur í baen­um Hün­en­berg í Sviss ásamt eig­in­konu sinni og tólf ára dótt­ur og hef­ur sann­ar­lega ekki lagt íþrótta­skóna á hill­una því und­an­far­in ár hef­ur hann keppt í hand­bolta, stund­að lang­hlaup, hjól­reið­ar og CrossFit auk þess sem fjöl­skyld­an fer reglu­lega á skíði í Sviss og Aust­ur­ríki. Hann er því sann­ar­lega góð fyr­ir­mynd þeg­ar kem­ur að hreyf­ingu og holl­um lífs­hátt­um en hann seg­ist eyða 1-2 tím­um á dag í ein­hvers kon­ar hreyf­ingu. „Eins og alltaf er það fé­lag­skap­ur­inn sem er lyk­il­at­rið­ið. Hann hef­ur með­al ann­ars hjálp­að mér að laera tungu­mál­ið og kynn­ast bet­ur sviss­nesku sam­fé­lagi. Það er svo magn­að hvað margt er líkt í dag og þeg­ar ég spil­aði með FH í gamla daga, það er helst tón­list­in í bún­ings­klef­an­um sem er breytt, mik­ið breytt!“

CrossFit í fyrsta sa­eti

Í dag set­ur hann CrossFit í fyrsta sa­et­ið en er auk þess far­inn að hjóla meira en áð­ur. „Ég get stund­að CrossFit með Þuru kon­unni minni en hún er CrossFit-þjálf­ari hjá CrossFit Zug. Fyr­ir vik­ið aef­um við og hjól­um tals­vert sam­an. Það var í Sviss sem ég hóf fyr­ir al­vöru að aefa CrossFit en segja má að und­an­far­in 5-6 ár hafi sú íþrótt ver­ið að­allík­ams­ra­ekt­in mín, með­an hand­bolti og hlaup hafa skip­að laegri sess.“Það sem heill­ar hann mest við CrossFit er hvað aef­ing­arn­ar eru fjöl­breytt­ar sem um leið hafa auk­ið styrk hans og lið­leika. „Da­et­ur mín­ar eru reynd­ar ekki al­veg sam­mála mér þeg­ar kem­ur að lið­leik­an­um. CrossFit-aef­ing­arn­ar hjálp­uðu mér líka mik­ið þeg­ar ég tókst á við Jung­frau-mara­þon­hlaup­ið sem er fjallam­ara­þon í sviss­nesku Ölp­un­um. Ha­ekk­un­in þar er 1.800 metr­ar, upp í 2.300 metra, og þá kom sér vel að hafa stund­að CrossFit en ég tók þátt ár­in 2012 til 2017.“

Bland­ar öllu sam­an

Fyr­ir Gunn­ar er lyk­ill­inn að góðri heilsu að stunda fjöl­breytta hreyf­ingu. „Þess vegna blanda ég þessu öllu sam­an. Á vet­urna reyn­um við að fara um hverja helgi á skíði, enda bara 30 mín­útna til þriggja klukku­stunda akst­ur í al­gjör­ar skíðap­ara­dís­ir í sviss­nesku og aust­ur­rísku Ölp­un­um. Ég er ekki að reyna að verða best­ur í ein­hverri íþrótta­grein, mér finnst bara of ein­haeft að stunda bara eina grein. Fjöl­breyti­leiki er lyk­ill­inn fyr­ir mig og síð­an verð­ur jú líka að vera bolti til að elta.“

Aft­ur í hand­bolt­ann

Haust­ið 2015 var stofn­uð ný hand­bolta­deild fyr­ir karla í kantón­unni Zug, þar sem fjöl­skyld­an býr, sem ber heit­ið HSG Ba­ar Super Bulls en svaeð­ið er þekkt fyr­ir mjög sterk­an kvenna­hand­bolta. Sviss­nesk­ur aef­inga­fé­lagi Gunn­ars í CrossFit vissi um bak­grunn hans og bað hann að slást í hóp­inn. „Ég sló til en þá var ég 49 ára gam­all að spila með strák­um sem voru 20-30 ára gaml­ir. Við hóf­um leik í 4. deild fyrsta ár­ið, unn­um hana og 3. deild­ina ári síð­ar ásamt því að verða bikar­meist­ar­ar neðri deilda. Í fyrra og í ár er­um við í 2. deild. Á þess­um tíma er ég bú­inn að spila um 60 leiki en þetta er fjórða tíma­bil­ið mitt. Eins og alltaf er hand­bolti lík­am­lega erf­ið íþrótt þannig að ég er bú­inn að brjóta fram­tenn­ur, slíta lið­band í þum­alputta og lent í öðr­um minni hátt­ar pústr­um.“

Alltaf eitt­hvað nýtt

Hann legg­ur áherslu á mik­ilvaegi þess að stunda hreyf­ingu þeg­ar kom­ið er á miðj­an ald­ur. „Það sem ger­ir CrossFit svona skemmti­legt er að ég er alltaf að laera eitt­hvað nýtt og ná ein­hverj­um nýj­um mark­mið­um. Það þurfa all­ir að halda áfram að hreyfa sig, leika sér og vinna á móti vöðvarýrn­un og stirð­leika. Allt þetta hjálp­ar til þeg­ar við verð­um eldri, til daem­is við að standa upp úr stól, fara út úr bíl, labba upp stiga og önn­ur grunn­atriði sem við tök­um sem sjálf­sögð­um hlut­um.“

Gott að búa í Sviss

Í dag starfar Gunn­ar sem fram­kvaemda­stjóri hjá sviss­neska lyfja­fyr­ir­ta­ek­inu Xant­is Pharma en fjöl­skyld­an hef­ur bú­ið í Sviss í átta ár. „Sviss er mjög gott land til að búa í. Það er mun ró­legra yf­ir­bragð yf­ir öllu hér mið­að við heima á Íslandi. Hér eru til daem­is all­ar búð­ir lok­að­ar á sunnu­dög­um, það er minni at­vinnu­þátt­taka kvenna og nem­end­ur fara heim milli kl. 12 og 13.30 alla daga. Yngsta dótt­ir­in er tólf ára og er í sviss­nesk­um skóla og þar eru mikl­ar kröf­ur gerð­ar. Hún aef­ir hand­bolta með LK Zug en það er oft tals­vert púsl að láta skóla og aef­ing­ar ganga upp, vegna krefj­andi heima­náms og tíðra prófa, eitt­hvað sem mað­ur paeldi aldrei í heima á Íslandi með eldri stelp­urn­ar okk­ar. Héð­an er stutt að fara til margra fal­legra staða, baeði í Sviss og öðr­um nála­eg­um lönd­um eins og Ítal­íu, Frakklandi, Þýskalandi og Aust­ur­ríki. Það sem er tals­vert betra hér er veðr­ið því hér eru góð sum­ur og al­vöru snjór í fjöll­un­um á vet­urna.“

Ár­in 2012-2017 tók Gunn­ar þátt í Jung­frau-mara­þon­hlaup­inu sem er fjallam­ara­þon í sviss­nesku Ölp­un­um. Ha­ekk­un­in þar er 1.800 metr­ar, upp í 2.300 metra, og þá kom sér vel að hafa stund­að CrossFit um nokk­urra ára skeið.

Gunn­ar Bein­teins­son, ásamt eig­in­konu sinni Þuríði Eddu Gunn­ars­dótt­ur, á CrossFit-aef­ingu. Þuríð­ur er auk þess CrossFit-þjálf­ari hjá CrossFit Zug.

Gunn­ar tók fram hand­bolta­skóna ár­ið 2015, þá 49 ára gam­all.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.