Rétti tím­inn til að njóta

Nú er tími jóla­hlað­borða og jóla­mat­seðla á veit­inga­hús­um lands­ins. Þrír þekkt­ir mat­ar­blogg­ar­ar segja frá fyrsta jóla­hlað­borði sínu og hvað er helst fram und­an á að­vent­unni.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK -

Berg­lind Guð­munds­dótt­ir

Gul­ur rauð­ur graenn & salt (grgs.is)

Hvena­er sótt­ir þú fyrsta jóla­hlað­borð­ið?

AEtli það hafi ekki ver­ið á Ar­g­entínu steik­húsi fyr­ir 20 ár­um. Mig minn­ir að mér hafi fund­ist for­rétt­irn­ir mest spenn­andi og það á í raun enn við í dag. Ég fae mesta ána­egju út úr því að borða smá­rétti eða mat sem mað­ur deil­ir með borð­inu. Svona lif­andi borð­hald. Sa­ek­ir þú jóla­hlað­borð reglu­lega? Ég er ekki vana­föst en mér finnst nostal­g­ía fólg­in í því að fara á Jóm­frúna á að­vent­unni. En lík­lega mun ég prófa eitt­hvað ann­að líka þetta ár­ið enda er úr svo mörg­um flott­um veit­inga­stöð­um að velja.

Hvaða jóla­mat­ur er best­ur?

Mér finnst voða­lega gott að fá anda­bring­ur eða hrein­dýr í jóla­mat­inn. Humar­vefj­urn­ar eru virki­lega góð­ur for­rétt­ur og eft­ir mat­inn alltaf pláss fyr­ir eft­ir­rétt og þá kem­ur ris à l’am­ande – à la mamma með heitri jarð­ar­berjasósu sterk­ur inn og jafn­vel heima­gerð­ur ís.

Leyf­ir þú þér eitt­hvað sér­stakt yf­ir jól­in?

Síð­ustu ár hef ég boð­ið vin­kon­un­um heim og við höf­um bak­að sör­ur sam­an og feng­ið okk­ur jólag­lögg. Það er mik­il stemn­ing fólg­in í því. Einnig er voða­lega gam­an að baka með krökk­un­um.

Hvað er fram und­an á að­vent­unni?

Ég held mat­reiðslu­nám­skeið í heima­hús­um og vinnu­stöð­um sem hafa sleg­ið í gegn og er nóg að gera til ára­móta. Ann­ars er plan­ið að fara á ein­hverja tón­leika á að­vent­unni. Eina vanda­mál­ið er að það er svo margt spenn­andi í boði að loks­ins þeg­ar ég hef ákveð­ið mig er orð­ið upp­selt.

Þröst­ur Sig­urðs­son

Töddi bras­ar (toddi­bras­ar.com)

Hvena­er sótt­ir þú fyrsta jóla­hlað­borð­ið?

Ég fór á geggj­að jóla­hlað­borð á Hótel Búð­um fyr­ir um tíu ár­um. Þar var alls kon­ar villi­bráð í boði sem mað­ur smakk­ar ekki á hverj­um degi. Sa­ek­ir þú jóla­hlað­borð reglu­lega? Ég er lít­ið hrif­inn af hefð­bundn­um jóla­hlað­borð­um með síld, ham­borg­ar­hrygg og því öllu en er sökk­er fyr­ir halla­er­is­legri og rosa am­er­ískri jóla­stemn­ingu. Því aetla ég að prófa Haust restaurant í ár. Svo er líka bara naes að fara í góð­an jóla­kokteil.

Hvaða jóla­mat­ur er best­ur?

Ég er alltaf minna og minna hrif­inn af öllu þessu reykta og brimsalta. Að vera hangi­kjöts­þrút­inn er ekk­ert of­ar­lega á vinsa­eldal­ist­an­um. Kalk­únn og Well­ingt­on með sa­etri an­ískart­öflumús finnst mér geggj­að. Ég var einu sinni með nautarif sem leit út eins og risa­eðlu­steik á mat­ar­borð­inu, það var skemmti­legt. Leyf­ir þú þér eitt­hvað sér­stakt yf­ir jól­in?

Ég „baka“hvít­hyskiss­ör­urn­ar mín­ar, það má bara á jól­un­um. Svo er af­ar mik­ilvaegt að eiga Cocoa Puffs á jóla­dag.

Hvað er fram und­an á að­vent­unni?

Ég elska að­vent­una og hef rosa róm­an­tíska og kannski barna­lega sýn á þetta allt sam­an. Ég vil láta að­vent­una um­vefja mig, fara á tón­leika, drekka kakó í kvöld­göngu­túr, hitta vini og fjöl­skyldu, kíkja í púrt­vín­sog ostasmakk og vera al­menni­leg­ur. Mér finnst að all­ir aettu að vera al­menni­leg­ir á að­vent­unni.

Helena Gunn­ars­dótt­ir

Eld­húsperl­ur Helenu (eld­husperl­ur.com).

Hvena­er sótt­ir þú fyrsta jóla­hlað­borð­ið?

Ég hugsa að það hafi ver­ið með kaer­ast­an­um, nú eig­in­manni, á La­ekj­ar­brekku þeg­ar við vor­um um tví­tugt. Ég man ekki eft­ir til­tekn­um rétt­um en í minn­ing­unni var þetta mjög gott og frek­ar hefð­bund­ið. En ég man að mér fannst gríð­ar­lega full­orð­ins­legt skref að við faer­um sam­an á jóla­hlað­borð.

Sa­ek­ir þú jóla­hlað­borð reglu­lega?

Síð­ustu ár­in hef ég hall­ast meira að jóla­mat­seðl­um veit­inga­staða frek­ar en hefð­bundn­um hlað­borð­um og finnst voða nota­legt að smakka nokkra jóla­lega rétti sem eru born­ir á borð.

Hvaða jóla­mat­ur er best­ur?

Vel út­faerð Well­ingt­on-steik, nýr lambahrygg­ur og kalk­únn kem­ur allt sterkt inn sem upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn minn. Reykta kjöt­ið fer aft­ar á list­ann.

Leyf­ir þú þér eitt­hvað sér­stakt yf­ir jól­in?

Pip­ar­kök­ur með mjúk­um gorgonzola, val­hnet­um og hun­angi eru til daem­is un­aðs­legt að­ventu- og jól­anasl með góðu rauð­víns­glasi. Hvað er fram und­an á að­vent­unni? Ég aetla að skella mér í stutta borg­ar­ferð og soga inn smá jóla­stemn­ingu í Berlín. Þeg­ar naer dreg­ur jól­um aetla ég að syngja á jóla­tón­leik­um með kórn­um mín­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.