Að njóta mat­ar síns

Mat­ar­sóun vest­ur­landa­búa er geigvaen­leg og hlað­borð­s­veisl­ur eru haettu­svaeði því þar haett­ir fólki til að raða meiru á diska sína en það munu nokk­urn­tíma geta hest­hús­að í einu.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir

Jóla­hlað­borð svigna gjarna und­an dýr­ind­is kraes­ing­um sem erfitt er að stand­ast enda mik­ið lagt upp úr að hafa þau sem veg­leg­ust. Af því leið­ir að mat­ar­sóun get­ur orð­ið tölu­verð þeg­ar gest­ir hlaða hugs­un­ar­laust mat á diska sína sem þeir hafa síð­an jafn­vel hvorki áhuga á né tíma til að borða og kúf­að­ir disk­ar fara aft­ur inn í eld­hús og beint í rusl­ið og stuðla þannig að lofts­lags­breyt­ing­um. Nokkr­ar gulln­ar regl­ur geta hjálp­að hlað­borðs­gest­um til að koma í veg fyr­ir mat­ar­sóun og gert upp­lif­un þeirra af jóla­hlað­borð­inu ána­egju­legri. Ekki hlaða um of á disk­inn. Stór hrúga af óþekkj­an­leg­um mat er ekki girni­leg og alls kon­ar sós­ur í ein­um graut eru al­mennt ekk­ert sér­stak­lega góð­ar á bragð­ið.

Vand­aðu val­ið. Þú þarft ekk­ert að smakka allt. Not­aðu aug­un til að skoða mat­inn vel og vand­lega svo þú upp­götv­ir ekki þeg­ar að mat­borð­inu er kom­ið að þú ert með ofna­emi fyr­ir ein­hverju í helm­ingi rétt­anna.

Ekki ótt­ast að spyrja. Kokk­ar og starfs­fólk á hlað­borð­inu eru þar til að svara spurn­ing­um þín­um. Spurðu hvað er í matn­um og hvað­an það kem­ur til að hjálpa þér að velja vel á disk­inn. Góð regla er að blanda ekki sam­an óskyld­um mat­ar­teg­und­um. Ákveddu til daem­is að þú aetl­ir bara að fá þér fisk í fyrstu ferð­inni, eða jafn­vel bara síld og lax­inn svo í naestu ferð.

Mundu að það eru eng­in tak­mörk fyr­ir því hvað þú mátt fara marg­ar ferð­ir á jóla­hlað­borð og yf­ir­leitt er meira en nóg af mat í boði. Þú get­ur því al­veg tek­ið því ró­lega.

Rað­aðu fal­lega á disk­inn þinn og láttu lofta milli ólíkra teg­unda. Þannig verð­ur mat­ur­inn girni­legri og þú nýt­ur hans bet­ur. Ef þig lang­ar að smakka marg­ar teg­und­ir taktu þá lít­ið í einu. Ef eitt­hvað er ómót­sta­eði­lega gott get­urðu alltaf far­ið aft­ur og feng­ið þér meira.

Ekki vera með uppistand þeg­ar þú ert að fá þér af hlað­borð­inu. Skemmti­leg­ir vinnu­fé­lag­ar eða hlað­borðsnaut­ar geta orð­ið til þess að fólk gleym­ir sér og faer sér kannski sjö skeið­ar af kart­öflumús án þess að taka eft­ir því. Vertu í nú­inu þeg­ar þú vel­ur á disk­inn og spjall­aðu frek­ar við borð­ið. Ekki maeta með hung­ur­verki. Gl­or­hungr­að­ur hlað­borðs­gest­ur á á haettu að fá sér miklu meira á disk­inn af ein­hverju, sem við­kom­andi lang­ar kannski ekki í, en ann­ars. Ein brauð­sneið eða ávöxt­ur eyði­legg­ur ekki mat­ar­lyst­ina, bara held­ur henni í skefj­um svo bragð­lauk­arn­ir fái bet­ur að njóta.

Mundu að jóla­hlað­borð geng­ur ekki bara út á að borða held­ur ekki síð­ur góð­an fé­lags­skap og al­menna sam­gleði. Og jóla­skap­ið auð­vit­að sem alltaf þarf að vera með í för.

Jóla­hlað­borð svigna yf­ir­leitt und­an kraes­ing­um og til að njóta þeirra er betra að fara sér haegt og skemmta sér frek­ar með vin­um og vinnu­fé­lög­um, enda er leik­ur­inn ekki síð­ur til þess gerð­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.