Heilsu­ráð fyr­ir há­tíð­arn­ar

Jóla­tím­inn er ein­hver óholl­asti tími árs­ins. Marg­ir eyða mikl­um tíma uppi í sófa, borða og drekka mik­ið og haetta að passa upp á heils­una. En það er lít­ið mál að huga að­eins að heils­unni um jól­in.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Odd­ur Freyr Þor­steins­son

Jól­in eru alla jafna ekki heilsu­sam­leg­asti tími árs­ins. Nú þeg­ar jóla­tíma­bil­ið er að hefjast byrja all­ar sam­komurn­ar þar sem mis­holl­ar veit­ing­ar eru á borð­um og þeg­ar jóla­frí­ið tek­ur við liggja marg­ir í leti og neyta mik­ils af áfengi, sa­elga­eti og þung­um mat. En það er haegt að temja sér nokkr­ar ein­fald­ar venj­ur til að vernda heils­una, án þess að sleppa því að hafa það gott.

Ekki sitja all­an dag­inn

Það er freist­andi að koma sér fyr­ir á sóf­an­um und­ir teppi með sa­elga­eti við hönd­ina og jóla­mynd á skján­um, sér­stak­lega þeg­ar það er kalt eða vont veð­ur úti. En það er gott að temja sér að vera eitt­hvað virk­ur á hverj­um degi, eða að minnsta kosti flesta daga. Bara það að fara í göngu­túr, til daem­is eft­ir mat­inn, get­ur haft mik­ið að segja. Það get­ur líka ver­ið ynd­is­legt að ganga um og drekka í sig jóla­stemn­ing­una.

Drekk­ið var­lega

Fólk sem er gef­ið fyr­ir að sötra áfengi um jól­in get­ur inn­byrt mik­ið magn áfeng­is yf­ir jóla­há­tíð­ina, jafn­vel þótt það sé ekki á neinu fylle­ríi. Pass­ið að halda yf­ir­sýn yf­ir neysl­una og drekka líka hell­ing af vatni.

Ekki troða í ykk­ur

Það er mjög al­gengt að fólk borði yf­ir sig í jóla­veisl­um, sem get­ur vald­ið van­líð­an og mik­illi syfju. Því er ága­ett að byrja á að borða mál­tíð af venju­legri staerð og bíða svo í 20 mín­út­ur til að sjá hvort mað­ur sé enn svang­ur eða svöng. Það er alltaf haegt að baeta við.

Vernd­ið óna­em­is­kerf­ið

Það er ekki óal­gengt að veikj­ast um jól­in. Marg­ir eru á ferða­lagi, fólk kem­ur sam­an í alls kyns veisl­um og marg­ir hafa veikt óna­em­is­kerfi vegna álags, áfeng­isneyslu og þreytu. Til að vernda heils­una er gott að passa að gefa lík­am­an­um hollt eldsneyti. Jafn­vel þótt það sé kannski ver­ið að gaeða sér á

Borð­ið ávexti

Ekki vanra­ekja manda­rínu­kass­ann. Gra­en­meti og ávext­ir eru oft ekki í stóru hlut­verki á jól­un­um en það haett­ir samt ekki að vera mik­ilvaegt að fá víta­mín­in sín. Reynd­ar er það jafn­vel mik­ilvaeg­ara en venju­lega vegna alls álags­ins og áfeng­isneysl­unn­ar.

Borð­ið með­vit­að

Í kring­um jól­in eru mjög oft alls kyns kraes­ing­ar á borð­um sem er freist­andi að stinga upp í sig og um leið og mað­ur byrj­ar að maula yf­ir dag­inn verð­ur erfitt að haetta. Það er því gott að staldra við and­ar­tak áð­ur en mað­ur faer sér og hugsa hvort þetta sé í al­vöru eitt­hvað sem mann lang­ar í, eða hvort mað­ur sé bara að borða þetta af því að það er í boði.

Virk­ið heil­ann

Í stað þess að slökkva al­veg á hausn­um og stara á sjón­varp­ið er mik­ilvaegt að finna leið­ir til að virkja haus­inn í hvíld­inni. Það er til daem­is upp­lagt að spila með fjöl­skyld­unni, ekki síst spil eins og Skrafl og Tri­vial Pursuit, sem fá fólk til að brjóta heil­ann. Það er líka haegt að nýta frí­tím­ann til að rann­saka mál­efni sem mað­ur hef­ur ekki haft tíma til að kynna sér, byrja á ein­hverju skemmti­legu verk­efni eða finna sér tölvu­leiki sem virkja heil­ann.

MYND­IR/NORDICPHOTOS/GETTY

Það get­ur ver­ið auð­velt að missa tök­in á neysl­unni yf­ir jól­in, þannig að það er um að gera að temja sér nokkr­ar góð­ar venj­ur um jól­in til að vernda heils­una.

Það er hollt að vera dug­leg­ur að borða manda­rín­ur og aðra ávexti yf­ir jól­in.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.