Einu spari­föt­in sem þú þarft

Þeir sem eiga þjóð­bún­ing aettu að kla­eð­ast hon­um 1. des. þeg­ar hald­ið er upp á 100 ára full­veldisaf­ma­eli Ís­lands. Heim­il­is­iðn­að­ar­fé­lag­ið býð­ur fólki að­stoð við að kla­eð­ast bún­ing­um sín­um.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Sól­veig Gísla­dótt­ir

Við hjá Heim­il­is­iðn­að­ar­fé­lag­inu kenn­um bún­ingasaum og er mjög annt um að fólk eign­ist eig­in þjóð­bún­inga, og ekki síð­ur að það taki gamla bún­inga í brúk. Í ár höf­um við ver­ið með verk­efni í gangi í til­efni af hundrað ára full­veldisaf­ma­eli Ís­lands, sem við köll­um Út úr skápn­um, þjóð­bún­ing­ana í brúk. Til­gang­ur­inn með verk­efn­inu var að draga fram alla þá bún­inga sem til eru í skáp­um, kist­um og köss­um og fá fólk til að kla­eð­ast þeim,“seg­ir Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir, formað­ur Heim­il­is­iðn­að­ar­fé­lags­ins.

Hún seg­ist verða vör við að fólk sé feimið við að kla­eða sig í þjóð­bún­inga og fara í þeim í veisl­ur og á manna­mót enda séu bún­ing­arn­ir glaesi­leg­ir og veki ávallt at­hygli. „Við ákváð­um því að hvetja fólk til að kla­eða sig upp á full­veldisaf­ma­el­inu á laug­ar­dag­inn og bjóða því að hitt­ast við Aðalstra­eti 10 til að sam­ein­ast öðr­um sem einnig verða í bún­ingi og fá þannig mór­alsk­an stuðn­ing. Einnig vefst fyr­ir mörg­um að hnýta slifsi eða festa húf­ur og því ákváð­um við að bjóða fram að­stoð við það,“seg­ir Mar­grét en fé­lag­ar í Heim­il­is­iðn­að­ar­fé­lag­inu verða í sínu fín­asta pússi í Aðalstra­eti 10 á laug­ar­dag­inn og að­stoða gesti við að kla­eð­ast eig­in þjóð­bún­ing­um milli klukk­an 11 og 12.30. Síð­an mun hóp­ur­inn ganga sam­an að Stjórn­ar­ráðs­hús­inu klukk­an 12.30 þar sem Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sa­et­is­ráð­herra set­ur full­veld­is­há­tíð­ina kl. 13 að við­stödd­um Guðna

Th. Jó­hann­es­syni, for­seta Ís­lands, Mar­gréti II Dana­drottn­ingu og Lars Løkke Ra­smus­sen, for­sa­et­is­ráð­herra Dana.

„Fé­lag­ar í Heim­il­is­iðn­að­ar­fé­lag­inu verða í Aðalstra­eti 10 all­an dag­inn og fólk get­ur lit­ið til okk­ar ef það er for­vit­ið að vita eitt­hvað um þjóð­bún­inga.“

Þjóð­bún­ing­ar fram í dags­ljós­ið

Verk­efn­ið Út úr skápn­um hef­ur hlot­ið góð­ar við­tök­ur að sögn Mar­grét­ar en því hef­ur ver­ið hald­ið á lofti víða á land­inu. Mar­grét seg­ir þjóð­bún­inga víða að finna en helsta áskor­un­in sé að fá fólk til að kla­eð- ast þeim. „Fólk þarf oft að­stoð eða stuðn­ing við að koma sér af stað til að nota þjóð­bún­inga sem spari­föt því oft hafa bún­ing­arn­ir leg­ið lengi óhreyfð­ir, kannski bún­ing­ar sem ömm­ur áttu en passa ekki leng­ur. Til okk­ar hef­ur einnig kom­ið fólk með marga bún­inga og veit ekki hvað pass­ar og heyr­ir sam­an, og við get­um veitt ým­is góð ráð.“

Mar­grét seg­ir þjóð­bún­inga mjög þa­egi­leg­an fatn­að enda séu þeir oft kla­eð­skerasniðn­ir og passi full­kom­lega. „Ef þú átt einn slík­an þarftu ekki önn­ur spari­föt,“seg­ir hún glað­lega.

Unga fólk­ið áhuga­samt

„Við verð­um vör við mik­inn áhuga hjá unga fólk­inu sem er mjög skemmti­legt,“seg­ir Mar­grét og

MYND/ ANTON BRINK

Mar­grét Vald­mars­dótt­ir og aðr­ir fé­lag­ar í heim­il­is­iðn­að­ar­fé­lag­inu taka á móti fólki í Aðalstra­eti 10 á laug­ar­dag­inn milli klukk­an 11 og 12.30 og að­stoða það við að kla­eð­ast þjóð­bún­ing­um sín­um.

Mar­grét seg­ir ungt fólk hafa tölu­verð­an áhuga á þjóð­bún­ing­um. Hér eru kát og prúð­bú­in ung­menni á Ár­baejarsafni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.