Úr sjálfs­vorkunn í mikla ástríðu

Anna Guðný Torfa­dótt­ir varð rúm­liggj­andi af maga­verkj­um 17 ára göm­ul. Þá kom í ljós að hún þoldi illa alls kyns faeðu­teg­und­ir. Í fyrstu datt hún nið­ur í mikla sjálfs­vorkunn en fann fljót­lega til­gang með ástand­inu.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Vera Ein­ars­dótt­ir

Sautján ára göm­ul var ég mjög illa hald­in af maga­verkj­um og heimt­aði sjálf að fá að fara í maga- og ristil­spegl­un sem gáfu ekk­ert at­huga­vert til kynna. Fyr­ir til­vilj­un heyrði ég svo af grasala­ekn­in­um Matt­hildi Þor­láks­dótt­ur og komst að því að það var ým­is­legt í faeð­unni sem ég þoldi ekki. Ég fékk lang­an lista af faeðu­teg­und­um sem ég átti að forð­ast og þurfti að taka mikla u-beygju í líf­inu, en á þess­um tíma lang­aði mig auð­vit­að helst að borða skyndi­bita og djamma með vin­un­um eins og jafn­aldr­ar mín­ir. Mér fannst ég mik­ið fórn­ar­lamb og var ekki jafn lausnamið­uð eins og ég er í dag. Það var því í hönd­um mömmu minn­ar og syst­ur að finna eitt­hvað handa mér að borða,“út­skýr­ir Anna Guðný.

Með tím­an­um fór hún þó að taka hlut­ina í sátt enda fann hún mik­inn mun á sér þeg­ar hún sleppti glút­eni, mjólk­ur­vör­um og hvít­um sykri svo daemi séu nefnd. „Ég upp­lifði ein­hvern skýr­leika og orku sem ég hafði ekki fund­ið áð­ur. Ef ég borð­aði það sem ég þoldi illa varð ég aft­ur á móti al­ger­lega upp­gef­in og orku­laus. Ég átt­aði mig líka á því að stress og kvíði höfðu sams kon­ar áhrif,“seg­ir Anna Guðný sem ákvað í kjöl­far­ið að fara í þerapíu til Guð­bjarg­ar Ósk­ar Frið­riks­dótt­ur sem heit­ir Laerðu að elska sjálfa þig. „Hún hjálp­aði mér svo mik­ið að ég fór að kenna efn­ið sjálf í sam­starfi við hana.“Anna Guðný er sömu­leið­is að klára nám í heil­su­mark­þjálf­un og stefn­ir á að bjóða upp á net­nám­skeið eft­ir ára­mót. „Það verð­ur á mynd­banda­formi og til­gang­ur­inn að hjálpa fólki að taka öll þessi skref sem ég þurfti að taka varð­andi mat­ara­eð­ið og and­lega heilsu. Ég þurfti að gera það á einni nóttu en ég vil leið­beina fólki í við­ráð­an­legri skref­um sem verða að var­an­leg­um lífs­stíl.“

Reynsla Önnu Guðnýj­ar kveikti áhuga henn­ar á að búa til upp­skrift­ir og hjálpa fólki í sömu stöðu og hún og má segja að vandi henn­ar hafi breyst í ástríðu. „Ég er mik­ill sa­elkeri og hef lagt mik­ið á mig til að finna lausn­ir til að fá mér t.d. sör­ur á jól­un­um eða vatns­deigs­boll­ur á bollu­dag­inn án þess að það fari illa í mig. Með upp­skrift­um mínum vil ég sýna fólki að það er haegt að njóta allskyns góðga­et­is á holl­an máta.,“seg­ir Anna Guðný sem held­ur úti baeði Face­book- og Insta­gram­síðu und­ir heit­inu Heilsa og vellíð­an þar sem hún set­ur inn upp­skrift­ir og allskyns hug­leið­ing­ar. „Ég reyni með­al ann­ars að höfða til kvenna en við þurf­um að laera að elska okk­ur sjálf­ar til að líða vel og á líð­an okk­ar ekki að fara eft­ir áliti annarra eða tölu á vigt­inni,“svo daemi séu nefnd. „Þá reyni ég eins og ég get að hvetja fólk til að vera úti í nátt­úr­unni en það eitt púsl­ar svo mörg­um púsl­um sam­an í höfð­inu á okk­ur og baet­ir alla lund og líð­an.“

Hér fylg­ir upp­skrift að hrá­köku sem Anna Guðný fékk hug­mynd að þeg­ar blaða­mað­ur hafði sam­band. „Ef ég fae ein­hverja hug­mynd að mat þá verð ég að fram­kvaema hana og geri mik­ið af því að prófa mig áfram,“seg­ir Anna Guðný sem gaf út sína fyrstu net­bók með eig­in upp­skrift­um fyr­ir skemmstu en hana má nálg­ast á heima­síð­unni heilsa­og­velli­dan.com.

Berja­ást

250 g kó­kosjóg­úrt frá Ab­bot Kinn­ey’s (faest í Nettó)

Skell­ið öll­um inni­halds­efn­un­um sam­an í bland­ara og lát­ið hann vinna al­veg þar til þetta er silkimjúkt. Setj­ið grunn­inn til hlið­ar.

Vanillu­lag

330 g af grunn­in­um hér að of­an 50 ml möndl­umjólk eða önn­ur plönt­umjólk

2,5 msk. hlyns­íróp

1 tsk. sítr­ónusafi

⅓ tsk. vanillu­duft

1 tsk. kakós­mjör gróft salt

Öllu hra­ert vel sam­an og síð­an hellt jafnt yf­ir botn­inn. Gott er að setja kök­una aft­ur í frysti þar til naesta lag er klárt.

Kakólag

270 g af grunn­in­um hér að of­an 6 msk. hrákakó

4 msk. hlyns­íróp

50 ml möndl­umjólk

2 tsk. kakós­mjör

Gróft salt

Öllu hra­ert vel sam­an í bland­ara og síð­an hellt jafnt yf­ir botn­inn. Gott er að setja kök­una aft­ur í frysti þar til naesta lag er klárt.

Berja­lag

100 g fros­in jarð­ar­ber – lát­in þiðna áð­ur en not­uð

100 g fros­in blá­ber – lát­in þiðna áð­ur en not­uð

200 g af grunn­in­um hér að of­an 1 msk. hlyns­íróp

Gróft salt

Setj­ið frosnu ber­in í sigti og leyf­ið þeim að þiðna al­veg með því að láta mesta vökv­ann leka af þeim. Forð­ist samt að kremja þau eða kreista. Setj­ið öll inni­halds­efn­in sam­an í bland­ara og hell­ið berja­lag­inu jafnt yf­ir botn­inn. Kak­an geym­ist í frysti og er snið­ugt að láta hana þiðna að­eins við stofu­hita og kippa henni svo inn í ís­skáp þar til á að njóta henn­ar. Eins get­ur ver­ið snið­ugt að frysta hana í sneið­um og kippa út einni sneið í einu til að njóta.

MYND/EYÞÓR

Anna Guðný ger­ir mik­ið af því að prófa sig áfram í mat­ar­gerð og bakstri. Hér er hún með köku sem hún fékk hug­mynd að fyrr í vik­unni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.