Fjalla­foss til styrkt­ar Ljós­inu

Seinnipart­inn í dag verð­ur fag­urt um að lit­ast í Esj­unni þeg­ar Ljósa­foss Ljóss­ins fell­ur nið­ur hlíð­arn­ar. Von­andi fell­ur þó eng­inn bók­staf­lega þar sem foss­inn sam­an­stend­ur af göngu­fólki með höf­uð­ljós sem ár­lega geng­ur upp að Steini til að geta tek­ið þátt

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir

Ljósa­foss­gang­an fer nú fram í ní­unda sinn. Við þurft­um að fresta vegna veð­urs um dag­inn en aetl­um að ganga í dag,“seg­ir Sól­veig Kol­brún Páls­dótt­ir, mark­aðsog kynn­ing­ar­stjóri Ljóss­ins. Hún seg­ir að upp­haf hefð­ar­inn­ar megi rekja til árs­ins 2009 þeg­ar Þor­steinn Jak­obs­son fór sjö ferð­ir upp á Esj­una og til­eink­aði þa­er Ljós­inu en Þor­steinn hafði kynnst starfi Ljóss­ins í gegn­um vin­konu sína sem sótti sér end­ur­haef­ingu þang­að. „Ár­ið eft­ir, eða 2010, var Ljós­ið fimm ára og það ár gekk hann á

365 tinda til stuðn­ings Ljós­inu og end­aði á Esju­göngu og fékk fólk í lið með sér,“seg­ir Sól­veig. „Hann bað alla að taka með sér höf­uð­ljós sem var kveikt á á leið­inni nið­ur og mynda svona ljósa­foss. Hann fékk mik­inn hóp með sér og ákvað að gera þetta að ár­leg­um við­burði, að búa til ljósa­foss til að vekja at­hygli á Ljós­inu og mik­ilvaegi end­ur­haef­ing­ar fyr­ir krabba­meins­greinda.“

Í ár aetl­ar hóp­ur­inn að hitt­ast við Esjura­et­ur um þrjú­leyt­ið. „Við byrj­um með smá dag­skrá, hit­um upp og eitt­hvert fjör verð­ur á svaeð­inu og svo er lagt af stað upp að Steini klukk­an fjög­ur,“seg­ir Sól­veig. „Björg­un­ar­sveit­in Kjöl­ur verð­ur þarna með okk­ur eins og und­an­far­in ár til að tryggja ör­yggi allra. Upp úr klukk­an fimm er myrkr­ið að skella á og þeg­ar nógu marg­ir eru komn­ir upp þá er geng­ið af stað nið­ur og pass­að að hafa pass­legt bil á milli svo foss­inn verði jafn og flaeði fal­lega.“

Sól­veig seg­ir að á bil­inu tvö til þrjú hundruð manns gangi ár­lega en nokk­ur ár hafi þó ver­ið fleiri. „Það kem­ur á óvart hversu marg­ir vilja fara í fjall­göngu á myrku síð­degi um miðj­an vet­ur til styrkt­ar góðu mál­efni,“seg­ir hún og baet­ir við að ein­hverj­ir í hópn­um fari til að fagna per­sónu­leg­um ár­angri í bar­átt­unni við krabba­mein. „Það er ákveð­inn áfangi í bata að geta far­ið í þessa göngu og fólki finnst oft gott að geta þakk­að fyr­ir sig með því að styðja við Ljós­ið og vekja at­hygli á starf­sem­inni með þess­um haetti.“

Sól­veig seg­ir ým­is­legt á döf­inni hjá Ljós­inu. „Við vilj­um samt alltaf fyrst og fremst halda áfram að gera bet­ur fyr­ir þá sem eru greind­ir með krabba­mein, ná til fleiri og bjóða upp á aukna þjón­ustu,“seg­ir hún. „Með hverju ár­inu sem líð­ur sjá­um við hvað end­ur­haef­ing­in er að skila miklu en það er svo margt til við­bót­ar sem haegt er að gera til að baeta heilsu fólks og líð­an á með­an það er í krabba­meins­með­ferð.“

Hún bend­ir á að Ljós­ið er að hluta til rík­is­styrkt end­ur­haef­ing en þarf samt að safna fyr­ir um helm­ingi kostn­að­ar svo að öll fjár­fram­lög eru vel þeg­in. „All­ir pen­ing­ar sem við fá­um í hús fara beint í end­ur­haef­ingu. Við er­um ekki með bið­lista eða há­an kostn­að held­ur er Ljós­ið op­ið öll­um. Við er­um með um 400 manns hjá okk­ur í hverj­um mán­uði sem eru að njóta þess góða stuðn­ings sem við fá­um en við þurf­um meira til að geta gert meira.“

Hún seg­ir naesta markmið Ljóss­ins að fá fólk fyrr inn í end­ur­haef­ingu. „Það skipt­ir okk­ur gríð­ar­lega miklu máli að sér­haefa end­ur­haef­ingu eft­ir hverj­um og ein­um. Og við vilj­um að fólk sé í stuðn­ingi sam­hliða með­ferð en ekki bara á eft­ir. Einnig skipti máli að ná bet­ur til þeirra sem eru með skurð­ta­ek krabba­mein og sleppa lyfja­með­ferð því þeir ein­stak­ling­ar virð­ast lenda frek­ar í því að heyra ekki af Ljós­inu. Svo lang­ar okk­ur mik­ið að huga bet­ur að lands­byggð­inni en það er allt á teikni­borð­inu. Það er sem sagt nóg um að vera og við gef­umst ekki upp við að veita öll­um krabba­meins­greind­um fag­lega end­ur­haef­ingu sér­sniðna að þeirra þörf­um.“

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um Ljós­ið og Ljósa­foss­inn má finna á ljosid.is.

MYND/RAGNAR TH. SIGURÐSSON

Foss­inn á ferð nið­ur Esj­una í Ljósa­göng­unni 2015.

MYND/SIGTRYGGUR ARI

Sól­veig Kol­brún Páls­dótt­ir er mark­aðs- og kynn­ing­ar­stjóri Ljóss­ins og tek­ur að sjálf­sögðu þátt í Ljósa­foss­in­um í dag.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.