Ráð til að tryggja að börn njóti jóla og ára­móta

Sam­tök­in FRAE – Fra­eðsla og for­varn­ir eru á bak við for­varn­ar­verk­efni sem snýst um að minna fólk á að hafa hags­muni barna að leið­ar­ljósi yf­ir há­tíð­arn­ar og hlífa þeim við skað­leg­um áhrif­um áfeng­isneyslu.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Odd­ur Freyr Þor­steins­son

Mörg­um finnst það til­heyra jóla­há­tíð­inni að neyta áfeng­is, en áfeng­isneysla get­ur haft neikvaeð áhrif á börn, jafn­vel þótt hún sé í hófi. Það er mik­ilvaegt að tryggja börn­um jákvaeð­ar minn­ing­ar af há­tíða­höld­un­um í kring­um jól og ára­mót og því standa for­varn­ar­sam­tök­in FRAE – Fra­eðsla og for­varn­ir fyr­ir verk­efn­inu „Alls­gáð: Sýn­um ábyrgð og ár­vekni um jól og ára­mót“, þar sem tek­in eru sam­an nokk­ur góð ráð til að hjálpa fólki að setja börn­in í for­gang og vera alls­gáð um jól­in. Ráð­in er að finna á vef­síð­unni alls­gad.is.

„Hlut­verk FRAE er að koma á fram­fa­eri upp­lýs­ing­um um for­varn­ir sem vit­að er að hafa skil­að ár­angri,“seg­ir Árni Ein­ars­son, fram­kvaemda­stjóri FRAE. „Við þurf­um að safna og vinna úr upp­lýs­ing­um sem finn­ast hér inn­an­lands og í rann­sókn­um sem unn­ar eru víða um heim og koma þeim til skila til sam­fé­lags­ins.

Við kom­um efn­inu til skila með ýms­um haetti. Við stönd­um fyr­ir ýms­um fra­eðslu­nám­skeið­um og fyr­ir­lestr­um og gefum út tíma­rit einu sinni á ári sem heit­ir Áhrif, þar sem kom­ið er inn á ýmsa þa­etti sem snúa að for­varn­ar­mál­um,“seg­ir Árni. „Við tök­um líka þátt í ým­iss kon­ar sam­starfi með for­varn­ar­hóp­um og er­um með nokk­ur for­varn­ar­verk­efni í gangi.

Fólk sem hef­ur al­ist upp við áfeng­is­vanda­mál heima fyr­ir í aesku á oft sár­ar og slaem­ar minn­ing­ar um jóla­há­tíða­höld þar sem áfeng­isneysla hef­ur far­ið úr bönd­un­um,“seg­ir Árni. „En jól­in eru ekki síst há­tíð barn­anna og þetta á að vera ána­egju­leg upp­lif­un fyr­ir þau. Okk­ur fannst því ásta­eða til að vekja at­hygli á því að börn hugsa og skilja hlut­ina öðru­vísi en full­orðn­ir.

Við sett­um því sam­an fimm góð ráð fyr­ir upp­al­end­ur með það að mark­miði að tryggja börn­um jákvaeð­ar minn­ing­ar og upp­lif­un af jóla­haldi og ára­mótagleði,“seg­ir Árni. „Við viljum minna fólk á þá ábyrgð sem það ber gagn­vart börn­un­um og hvað það er jákvaett að búa til frá­ba­er­ar minn­ing­ar fyr­ir börn­in og leyfa þeim að njóta jóla­há­tíð­ar­inn­ar í botn. Við þurf­um að gera allt til að tryggja það.“

Gleði­leg jól og ára­mót alls­gáð

„Í fyrsta ráð­inu er bent á að jól­in og ekki síst und­ir­bún­ing­ur þeirra er streitu­vald­ur sem veld­ur mörg­um full­orðn­um kvíða. Þá grípa marg­ir til áfeng­is til að slaka á,“seg­ir Árni. „En við viljum minna fólk á að missa ekki sjón­ar á til­efni há­tíð­ar­hald­anna og að setja börn­in í for­gang til að tryggja þeim góð­ar minn­ing­ar frá há­tíða­höld­un­um.“

Virð­um rétt barna til vímu­lauss upp­eld­is

„Með þessu ráði viljum við minna á form­leg­ar skyld­ur okk­ar, sem koma til daem­is fram í Barna­sátt­mála Sa­mein­uðu þjóð­anna. Okk­ur ber að tryggja að hags­mun­ir barna séu ávallt í önd­vegi. Þar er með­al ann­ars tal­að um rétt barna til að þrosk­ast við bestu mögu­legu að­sta­eð­ur og það fel­ur með­al ann­ars í sér að börn eigi að njóta vernd­ar gegn skað­leg­um áhrif­um áfeng­is,“seg­ir Árni. „Sam­fé­lag­ið verð­ur að leyfa börn­um að njóta vaf­ans í þess­um mál­um.“

Börn líta áfeng­isneyslu öðr­um aug­um en full­orðn­ir

„Það hef­ur kom­ið mjög skýrt fram í rann­sókn­um að eitt­hvað sem full­orðn­um finnst vera létt­ur gleð­skap­ur veld­ur börn­um oft van­líð­an,“seg­ir Árni. „Þau sjá að fólk breyt­ist, en börn þurfa mikla festu og eru íhalds­söm. Það get­ur skap­að óör­yggi hjá barni ef það finn­ur breyt­ingu á for­eldr­um sín­um, jafn­vel þó ekki sé um mikla drykkju að raeða. Við full­orðna fólk­ið meg­um ekki gleyma þessu og valda börn­um kvíða að óþörfu.“

Veit­um óá­fengt um jól­in

„Þetta ráð teng­ist öðru verk­efni sem við er­um með, óá­fengt.is, þar sem er haegt að fá alls kon­ar ein­fald­ar upp­skrift­ir að spari­leg­um og bragð­góð­um óá­feng­um drykkj­um. Við feng­um upp­skrift­irn­ar frá ís­lensk­um kokk­um og bar­þjón­um og af net­inu og baet­um upp­skrift­um á síð­una fyr­ir hver jól,“seg­ir Árni. „Þeg­ar fólk er að halda há­tíð og vill veita vel þarf að tryggja að það séu óá­feng­ir val­kost­ir í boði sem eru ekki ómerki­legri en þeir áfengu, þannig að þeir sem drekka ekki af ein­hverj­um ásta­eð­um upp­lifi sig ekki sem ann­ars flokks gesti.“

Sýn­um ábyrgð og ör­yggi í um­gengni við flug­elda

„Um hver ára­mót verða flug­elda­slys og við viljum benda fólki á að áfeng­isneysla skerð­ir dómgreind­ina, þó mað­ur finni ekki alltaf fyr­ir því. Það get­ur ver­ið haettu­legt þeg­ar kem­ur að flug­eld­um,“seg­ir Árni. „Þeg­ar rétt er stað­ið að notk­un flug­elda er það haettu­lít­ið, en það þarf lít­ið til til að eitt­hvað fari úr­skeið­is þeg­ar dómgreind­in er skert.“

Gott að horfa á það jákvaeða við áfeng­is­leysi

„Mörg­um þyk­ir erfitt að halda sig frá áfengi á jóla­tím­an­um, þar sem það er oft stór hluti af há­tíða­höld­un­um. En ég bendi þeim sem vilja ekki drekka, hvort sem það er um lengri eða skemmri tíma, á að horfa á það jákvaeða og muna hvað vinnst með því að drekka ekki,“seg­ir Árni. „Þeir sem hafa ákveð­ið að haetta áfeng­isneyslu þurfa að muna eft­ir mark­mið­un­um sem þeir hafa sett sér og ein­blína á þau jákvaeðu áhrif sem það hef­ur á líf­ið að drekka ekki, í stað þess að hugsa bara um að forð­ast neikvaeð áhrif drykkj­unn­ar.“

MYND/STEFÁN

Árni Ein­ars­son, fram­kvaemda­stjóri sam­tak­anna FRAE – Fra­eðslu og for­varna, seg­ir að for­varn­ar­verk­efn­ið snú­ist um að hjálpa fólki að tryggja börn­um jákvaeð­ar minn­ing­ar af há­tíð­ar­höld­un­um í kring­um jól og ára­mót.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.