Klementín­ur í jóla­skapi

Flest­ir eru hrifn­ir af klementín­um þeg­ar þa­er koma í versl­an­ir fyr­ir jól­in. Marg­ir kalla þa­er frek­ar manda­rín­ur en fyr­ir jól­in eru það þó klementín­ur sem eru á boð­stól­um.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Elín Al­berts­dótt­ir

Klementín­urn­ar minna okk­ur á að það stytt­ist til jóla. Hér áð­ur fyrr kom jóla­lykt­in með epl­un­um en núna eru það klementín­urn­ar. Það eru nokk­ur kíló af klementín­um sem renna nið­ur á hverju heim­ili fyr­ir jól­in. Í Nor­egi var gerð könn­un og sam­kvaemt svör­um borð­ar hver og einn Norð­mað­ur um 5 kíló af klementín­um fyr­ir jól­in.

Manda­rín­ur eru frek­ar í boði á sumr­in. Manda­rín­ur og klementín­ur eru svip­að­ir ávext­ir. Engu að síð­ur eru manda­rín­ur með þynnri berki og ör­lít­ið bragð­meiri en klementín­ur. Hins veg­ar eru klementín­ur safa­rík­ari, sa­et­ari og yf­ir­leitt stein­laus­ar. Sta­erst­ur hluti þeirra kem­ur hing­að til lands frá Spáni. Fyr­ir jól­in í fyrra voru flutt um 620 tonn af klementín­um til Ís­lands.

Sag­an seg­ir að ef klementín­ur eru með stein­um hafi orð­ið kross­frjóvg­un. Þá hef­ur bý­flug­an frjóvg­að sítr­ónu á und­an og tek­ið með sér frae af henni yf­ir í klementín­una.

Ef þú borð­ar þrjár klementín­ur á dag faerðu í þig 130% af dags­þörf C-víta­míns ásamt 14% af trefja­þörf dags­ins. Þa­er eru því af­ar holl­ar og góð­ar fyr­ir lík­amann. Klementín­ur má einnig nota í mat­ar­gerð, þa­er eru góð­ar í sal­at, þa­er henta sömu­leið­is vel með kjöti, baeði nýju og reyktu. Þá get­ur ver­ið gott að nota rif­inn börk af klementín­um í bakst­ur. Hér kem­ur mjög góð­ur rétt­ur sem ein­falt er að út­búa.

Svína­lund með app­el­sín­um, klementín­um, fenn­el og rós­maríni

sker­ið í sneið­ar. Hit­ið stóra pönnu og brún­ið kjöt­ið á báð­um hlið­um í olíu og smjöri. Ba­et­ið hvít­lauk og fersku rós­marín á pönn­una og steik­ið. Tak­ið af pönn­unni og setj­ið á disk.

Ba­et­ið smjöri og olíu á pönn­una og steik­ið lauk­inn og fenn­el­ið. Lát­ið malla og bragð­ba­et­ið með salti og pip­ar. Ba­et­ið við smátt skorn­um chili-pip­ar, app­el­sínu- og klementínu­sneið­um og steik­ið áfram í þrjár til fjór­ar mín­út­ur.

Hit­ið ofn­inn í 200 gráð­ur. Setj­ið gra­en­met­ið ásamt ávöxt­um og safa úr einni app­el­sínu og tvaer msk. af sítr­ónusafa yf­ir. Legg­ið kjöt­ið þar of­an á og einnig kjötsaf­ann sem hef­ur mynd­ast. Steik­ið í ofn­in­um í um 15 mín. Tak­ið úr ofn­in­um og lát­ið hvíla í 5-10 mín. á borð­inu áð­ur en það er skor­ið í sneið­ar. Rétt­inn má bera fram með soðn­um kart­öfl­um eða fersku sal­ati.

Klementín­ur eru fal­leg­ar á borði og ekki síð­ur jóla­leg­ar.

Klementín­ur passa með kjöti, sér­stak­lega reyktu kjöti en ekki síð­ur ost­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.