Mik­il hvatn­ing og við­ur­kenn­ing

Guðný Haf­steins­dótt­ir hlaut Skúla­verð­laun­in 2018 sem af­hent voru á sýn­ing­unni Hand­verk og hönn­un um síð­ustu helgi. Verð­laun­in fékk hún fyr­ir tappa sem kall­ast Beware og eru ís­bjarn­ar­höf­uð úr steyptu postu­líni.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - St­arri Freyr Jóns­son

Guðný Haf­steins­dótt­ir, kera­miker og hönn­uð­ur, hlaut Skúla­verð­laun­in 2018 sem af­hent voru á sýn­ing­unni Hand­verk og hönn­un sem hald­in var í Ráð­húsi Reykja­vík­ur um síð­ustu helgi. Verð­laun­in fékk hún fyr­ir tappa fyr­ir flösk­ur sem kall­ast Beware en þeir eru ís­bjarn­ar­höf­uð úr steyptu postu­líni. Tapp­arn­ir eru kón­ísk­ir og ganga því í alls kon­ar gerð­ir af flösk­um að henn­ar sögn. „Hvíta­björn­inn vakti auð­vit­að mikla at­hygli á Hand­verki og hönn­un og það var ekki slaemt að fá Skúla­verð­laun­in því þau er í senn mjög mik­il hvatn­ing og við­ur­kenn­ing. Hug­mynd­in með tapp­ana er að gera dýr sem staf­ar ógn af en kveik­ir um leið jákvaeð­ar til­finn­ing­ar. Fyrsta dýr­ið sem ég not­aði var kött­ur, nán­ar til­tek­ið jóla­kött­ur­inn, en hann kveik­ir ákveð­in hug­hrif hjá t.d. katta­vin­um og jóla­börn­um. Í ár er það hvíta­björn­inn en mér fannst vel við haefi að velja hann á ald­araf­ma­eli full­veld­is­ins, því frosta­vet­ur­inn mikla 1918 komu 27 hvíta­birn­ir að landi. Á naesta ári mun ég síð­an kynna fugl til sög­unn­ar. Flösk­urn­ar end­ur­vinn ég með því að sand­blása en þa­er eru frá Eim­verki.“Verð­laun­in, sem eru styrkt af Sam­tök­um iðn­að­ar­ins, eru kennd við Skúla Magnús­son fógeta sem var frum­kvöð­ull smá­iðn­að­ar í Reykja­vík.

Nostal­g­ía í verk­un­um

Guðný seg­ist vinna á mörk­um mynd­list­ar og hönn­un­ar þar sem hand­verk­ið gegni mik­ilvaegu hlut­verki en hún vinn­ur alla sína hluti sjálf. „Ég held að segja megi að það sé oft ein­hvers kon­ar nostal­g­ía í verk­um mín­um og á stund­um til­vís­un í sög­una og menn­ing­ar­arf­inn. Ann­ars sa­eki ég inn­blást­ur í um­hverf­ið, t.d. arki­tekt­úr og nátt­úru­form hvers kon­ar. Vél­ar­hlut­ir og ým­iss kon­ar mann­gerð form geta líka ver­ið áhrifa­vald­ar og auð­vit­að hafa lit­ir nátt­úr­unn­ar og sam­spil áhrif á mig þeg­ar kem­ur að glerj­un.“

Hvetj­andi fé­lags­skap­ur

Guðný er faedd í Vest­manna­eyj­um en flutti í Kópa­vog­inn sjö ára göm­ul þar sem hún ólst upp og hef­ur starf­að alla tíð. „Þar hef ég rek­ið vinnu­stof­una Skruggu­stein í Auð­brekku 4 ásamt fleir­um síð­an ég lauk námi. Að reka vinnu­stofu í sam­vinnu við aðra ger­ir það að verk­um að auð­veld­ara og hag­kvaem­ara er að búa vinnu­stof­una vel úr garði með taekj­um og nýt­ing á rými verð­ur betri. Þar fyr­ir ut­an er fé­lags­skap­ur­inn mjög hvetj­andi og við laer­um hvert af öðru.“

Góð­ur vett­vang­ur

Hún seg­ist alla tíð hafa ver­ið virk í sýn­ing­ar­haldi, baeði heima og er­lend­is. „Und­an­far­in ár hef ég tek­ið þátt í Hönn­un­ar­M­ars og Hand­verki og hönn­un í Ráð­hús­inu en hvort tveggja finnst mér vera góð­ur vett­vang­ur til kynn­ing­ar og til að vekja at­hygli á því sem ég stend fyr­ir. Á sýn­ing­unni í Ráð­hús­inu síð­ustu helgi sýndi ég t.d. baug­ana mína sem eru í senn kerta­stjak­ar og vegg­verk. Einnig sýndi ég þar bolla, skál­ar, vasa og snaga. Þar vakti líka mikla at­hygli hönn­un sem ég kalla Spor­in og sýndi fyrst á Hönn­un­ar­M­ars á síð­asta ári, en þau eru í senn kerta­stjak­ar og vas­ar og gefa mögu­leika á ým­iss kon­ar upp­röð­un og leik.“

Hönn­un Guðnýj­ar má skoða á gudnyhaf.is og á Insta­gram (gudnyhaf).

MYND/ANTON BRINK

„Ég held að segja megi að það sé oft ein­hvers kon­ar nostal­g­ía í verk­um mín­um,“seg­ir Guðný Haf­steins­dótt­ir, kera­miker og hönn­uð­ur.

Með­al verka Guðnýj­ar eru boll­ar, skál­ar, vas­ar, kerta­stjak­ar og snag­ar. Hún fékk Skúla­verð­laun­in 2018 fyr­ir ís­bjarn­artapp­ana sem sjást hér til haegri og kall­ast Beware.

MYND/ANTON BRINK

Hér nostr­ar Guðný við hvíta­bjarn­ar­höf­uð áð­ur en það fer í hrá­brennslu. Hvíta­bjarn­ar­höf­uð­in not­ar hún við gerð Beware tapp­anna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.