Gjöf sem held­ur áfram að gefa

Fréttablaðið - FOLK - - FORSÍÐA -

Hjá Smart Socks er haegt að fá áskrift að fjöl­breytt­um og lit­rík­um sokk­um sem koma inn um lúg­una í hverj­um mán­uði. Þar er einnig haegt að kaupa áskrift­ir handa öðr­um og gefa gjöf sem gleð­ur lengi.

Hjá Smart Socks er haegt að kaupa áskrift að nýj­um sokk­um. Það er baeði haegt að skrá sig í áskrift og vera rukk­að­ur mán­að­ar­lega eða kaupa gjafa­áskrift handa öðr­um og bjarga þeim frá jóla­kett­in­um.

„Þetta er flott gjöf milli vina eða við­bót við gjaf­ir til maka eða barna,“seg­ir Gunn­steinn Geirs­son, ann­ar stofn­anda Smart Socks. „Þetta get­ur líka ver­ið snið­ugt í skó­inn, ekki síst að morgni að­fanga­dags. Svo held­ur þetta nátt­úru­lega áfram að koma eft­ir jól í hverj­um mán­uði, þannig að ef mað­ur gef­ur 12 mán­aða áskrift er mað­ur í raun­inni að gefa jóla­gjöf sem held­ur áfram að gefa fram að naestu jól­um.

Við er­um ný­komn­ir með marg­ar mis­mun­andi týp­ur af geggj­uð­um jóla­sokk­um í vef­versl­un­ina okk­ar,“seg­ir Gunn­steinn. „Fyr­ir ut­an að vera snið­ug­ar gjaf­ir í skó­inn get­ur líka ver­ið gam­an að kaupa sokka fyr­ir fjöl­skyld­una, svo all­ir séu í jóla­sokk­um á að­fanga­dag.“

Lágt verð og góð end­ing

„Það er haegt að velja á milli þess að fá eitt eða tvö pör á mán­uði, í þrjá, sex eða tólf mán­uði. Það er líka haegt að skrá sig hjá okk­ur í hefð­bundna áskrift, en þá vel­ur mað­ur hvort mað­ur vill eitt eða tvö pör á mán­uði og er svo rukk­að­ur mán­að­ar­lega,“seg­ir Gunn­steinn. „Eitt par kost­ar 990 krón­ur á mán­uði og tvö pör kosta 1.790 krón­ur. Svo eru gjafa­áskrift­irn­ar frá 2.970 krón­um, en þá faer mað­ur eitt par á mán­uði í þrjá mán­uði. Við telj­um okk­ur vera með frek­ar lág verð og það kom okk­ur á óvart að okk­ur tókst að vera ódýr­ari en sam­ba­eri­leg þjón­usta í Banda­ríkj­un­um.

All­ir sokk­arn­ir eru úr 100% bóm­ull og ég er enn að nota sokka sem við pönt­uð­um inn sem pruf­ur fyr­ir einu og hálfu ári, þó ég setji þá yf­ir­leitt í þurrk­ar­ann, þannig að þeir end­ast rosa­lega vel,“seg­ir Gunn­steinn. „Við­skipta­vin­ir hafa líka tal­að um að þeir séu ána­egð­ir með end­ing­una.“

Lífg­ar upp á dag­inn

„Það sem ger­ir sokk­ana okk­ar ein­staka er lita­dýrð­in og gleð­in í sokk­un­um. Við er­um ekki með hefð­bundna svarta eða hvíta sokka, held­ur reyn­um við að kaupa sokka sem mörg­um finnst kannski djarf­ir, en okk­ur finnst lífga upp á dag­inn,“seg­ir Gunn­steinn. „Við höf­um mik­ið úr­val, en frá því að við byrj­uð­um höf­um við selt um 400 ólík­ar gerð­ir af mis­djörf­um sokk­um. Ef mað­ur kaup­ir áskrift er það frek­ar til­vilj­ana­kennt hvað fólk faer, en við reyn­um að hafa þetta fjöl­breytt, þannig að það fái ekki all­ir eins sokka í hverj­um mán­uði.

Þetta get­ur hrist upp í stíln­um hjá fólki sem hef­ur kannski ver­ið hik­andi við að kaupa sér lit­ríka eða fjöl­breytta sokka. Fyr­ir fólk eins og mig, sem er að vinna í banka og er þar af leið­andi alla jafna í jakka­föt­um eða álíka form­leg­um kla­eðn­aði er þetta til­val­ið til að lífga upp á dag­inn og brjóta upp kla­eðn­að­inn,“seg­ir Gunn­steinn. „Þú ert svo­lít­ið rúðustrik­að­ur í dökk­um jakka­föt­um alla daga og það er gam­an að geta hresst að­eins upp á kla­eðn­að­inn og sett smá líf í hann.“

Sp­ar­ar tíma og faer­ir gleði

„Ef mað­ur kaup­ir sokka í áskrift þarf mað­ur aldrei að hugsa um að kaupa sokka. Þú skrá­ir þig bara í áskrift og svo koma sokk­arn­ir inn um lúg­una,“seg­ir Gunn­steinn. „Það er skemmti­legt að fá alltaf send­an glaðn­ing heim í hverj­um mán­uði og mörg­um finnst stemn­ing í því að sjá hvaða sokka þeir fá hverju sinni.

Svo er al­veg glat­að að standa í því að para sam­an sokka eft­ir þvott ef mað­ur á mik­ið af svip­uð­um sokk­um,“seg­ir Gunn­steinn. „En þeg­ar fólk kaup­ir sokka frá okk­ur faer það aldrei eins sokka, svo það er auð­velt að ganga frá þeim, sem sp­ar­ar hell­ing af tíma.“

Vilja baeta við barna­sokk­um

„Við er­um með staerð­ir nið­ur í 34 og fá­um reglu­lega fyr­ir­spurn­ir um barna­sokka, sem er svona það sem vant­ar helst hjá okk­ur, en við er­um að reyna að finna hent­uga sokka í það,“seg­ir Gunn­steinn. „Það veit­ir kannski ekki síst af svona þjón­ustu fyr­ir krakka, sem fara hratt í gegn­um sokka og týna þeim auð­veld­lega.

Það eru líka ýms­ar hug­mynd­ir á kreiki hjá okk­ur um að staekka við okk­ur,“seg­ir Gunn­steinn. „Við höf­um áhuga á því að selja Smart Socks víð­ar en bara á Íslandi og er­um að reyna að baeta við fleiri vör­um, sér­stak­lega naer­föt­um.“

Nán­ari upp­lýs­ing­ar, kaup á áskrift og mynd­ir af sokk­un­um eru á heima­síð­unni www.smart­socks.is.

MYND/EYÞÓR

Smart Socks selja lit­skrúð­uga og djarfa sokka sem geta baeði lífg­að upp á dag­inn og brot­ið upp kla­eð­a­burð­inn.

MYND/EYÞÓR

Hjá Smart Socks er mik­ið úr­val af lit­rík­um jóla­sokk­um og þar er haegt að fá sokka fyr­ir alla sem hafa náð skóstaerð 34.

MYND/SMART­SOCKS

Gjafa­áskrift frá Smart Socks er jóla­gjöf sem held­ur áfram að gefa. Það er haegt að gefa fólki áskrift í 3, 6 eða 12 mán­uði.

MYND/EYÞÓR

Það sp­ar­ar tíma að fá senda til sín nýja sokka á hverj­um mán­uði og mörg­um finnst stemmn­ing í því að vita ekki hvaða sokka þeir fá.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.