Myrkr­ið kla­eð­ir mig vel

Bl­aða­kon­an Anna Mar­grét Björns­son elsk­ar skamm­deg­ið. Hún er róm­uð fyr­ir kven­leg­an þokka og rokk­að­an fata­stíl og tefl­ir nú fram sinni fyrstu barna­bók sem hún von­ar að vinni bug á myrk­fa­elni.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Þór­dís Lilja Gunn­ars­dótt­ir

Hvernig er stíll­inn þinn?

AEtli hann sé ekki frek­ar ein­fald­ur. Svart­ur, inn­blás­inn af 7. ára­tugn­um, rokki og róli, og pínu stráka­leg­ur. Miðna­et­ur­kú­reki með vott af frönsk­um og bresk­um áhrif­um. Mér finnst ein­fald­ur fatn­að­ur ná langt. Góð­ar galla­bux­ur og skyrta, eða bara ein­fald­ur stutterma­bol­ur, og nota frek­ar skemmti­legt skart, lit­rík stíg­vél, hatt eða yf­ir­höfn við.

Hver er tísku­fyr­ir­mynd­in?

Tónlist hef­ur mest áhrif á stíl­inn minn. Til daem­is fra­eg „screen test“An­dys War­hol af Lou Reed, Nico og Edie Sed­gwick. Líka töffar­ar eins og Blondie, Kim Gor­don, Ja­ne Birk­in og daet­ur henn­ar, Poi­son

Ivy, Nick Ca­ve og Blixa Barg­eld. Hvað viltu að stíll­inn segi um þig? Kannski að ég sé dul­ar­full og smá töff án þess að ég sé að reyna það alltof mik­ið.

Í hvað ferðu þeg­ar þú vilt stela sen­unni?

Mínípils.

Hver er upp­á­halds­flík­in í skápn­um?

Þa­er sem hafa til­finn­inga­legt gildi. Ljós­blá leð­ur­kápa sem mamma mín átti frá ár­inu 1962 og svört kápa af ömmu. Í sum­ar áskotn­að­ist mér hefð­bund­inn mar­okkósk­ur kjóll, svart­ur með hvítri bróder­ingu, og ég held mik­ið upp á hann. Og gamli leð­ur­jakk­inn minn. Svo get ég ekki ver­ið án gríska sjó­mannaka­skeit­is­ins sem ég hef átt ár­um sam­an.

Hvert er besta tísku­ráð­ið sem þú hef­ur feng­ið og hver gaf þér það?

Henrik bróð­ir minn sagði mér eitt sinn að það vaeri mik­ilvaegt að vera alltaf töff. En kannski var hann að djóka.

Hvað er það dýr­asta sem þú hef­ur nokkru sinni keypt þér á kropp­inn?

Ég kaupi ekki dýr föt held­ur að­al­lega fatn­að í „second hand“búð­um. Senni­lega er það kjóll frá snill­ingn­um Hildi Yeom­an sem ég aetla að kla­eð­ast á ára­mót­un­um. Fín­ustu flík­urn­ar sem ég á eru vinta­ge merkja­föt eða pels­ar frá mömmu og ömmu.

Hvaða stíl aettu all­ar kon­ur að prófa um aevina? Að vera goth! Hvað gleð­ur þig mest? Ynd­is­legu börn­in mín og Jón, kaerast­inn minn, gleðja hjarta mitt alla daga og mín­ir traustu vin­ir og fjöl­skylda. Kvöld­stund við Þing­valla­vatn fyr­ir fram­an ar­in­eld­inn að hlusta á góða tónlist. Og ferða­lög til fjar­la­egra landa. Ég aetla að reyna að gera meira af því á ný. Og kött­ur­inn okk­ar, hann Amon Dúll.

Hvaða flík aetti að banna?

Enga, þótt per­sónu­lega þyki mér ljótt svona merkja­dót, bol­ir með risa­stóru lógói (nema mað­ur sé rapp­ari) og svo þoli ég ekki spand­ex-íþrótta­dót og hvað þá í ska­er­um lit­um. Ég veit að ég aetti að fíla þetta því all­ar mið­aldra kon­ur eru hjólandi og hlaup­andi út um all­ar triss­ur, en ég held að ég fari aldrei þang­að. Það sem mér finnst þó ljót­ast í tísk­unni eru ekki flík­ur held­ur þessi brjála­eðis­lega mikla förð­un sem sést á svo mörg­um kon­um núna, ein­hvers kon­ar Insta­gram-förð­un og mik­ið meik sem er bara „scary“í dags­birtu, með lit­uð­um auga­brún­um og alls kon­ar gervi-ein­hverju. Uppá­halds­munstr­ið þitt? Hlé­barða­munst­ur! Og svart­hvíta munstr­ið á gólf­inu í Black log­de í Tw­in Peaks.

Hvað eitt gaeti bjarg­að jól­un­um hjá hverri konu?

The Pe­anuts Christ­mas Alb­um með Vince Gir­aldi Trio.

Fylg­irðu tísku­drós á Insta­gram?

Já, ég fylgi Susie Bick. Hún er kona Nicks Ca­ve og fata­hönn­uð­ur sem kall­ar sig The Vampire’s Wi­fe. Líka Lou Doillon, dótt­ur Ja­ne Birk­in. Ég mundi þó ekki kalla þa­er tísku­drós­ir held­ur bara töff kon­ur með fal­leg­an stíl. Hvaða flík keypt­irðu þér síð­ast? Ára­móta­kjól­inn frá Hildi Yeom­an. Hann er al­sett­ur pallí­ett­um og svona Bar­bar­ellu-kjóll. Nátt­kjóll eða nátt­föt?

Uhmm … hvor­ugt.

Hvað hefð­irðu vilj­að vita um eig­in stíl þeg­ar þú varst yngri?

Að mað­ur þyrfti ekki að fylgja tísku­straum­um og að best vaeri að finna sinn eig­in stíl og halda sig við hann. Það er alltaf flott­ast.

Hvort ertu týp­an sem kla­eðist eins krumpugalla og kaerast­inn, eða eins jólapeysu og kött­ur­inn?

Af tvennu illu kysi ég peys­una ef hún má vera með hlé­barða­munstri.

Hvort lét­irðu þig hafa, að kla­eð­ast kjól sem vaeri þak­inn katt­ar­hár­um eða mat­ar- og kaffi­blett­um?

Katt­ar­hár­um býst ég við. Það er nóg af þeim á heim­il­inu.

Hvort vaeri verra, að hafa lífs­haettu­legt ofna­emi fyr­ir leðri eða blúnd­um?

Leðri!

Hvort freist­ar þín meira; að fara í tusku­búð­ir með Brigitte Bar­dot eða Ka­te Moss?

Þa­er eru báð­ar ör­ugg­lega rosa hress­ar. Bar­dot er kannski orð­in dá­lít­ið klikk­uð og gift fas­ista, þannig að ég vel Ka­te og við mynd­um þá pott­þétt enda á Kaffi­barn­um.

Hvernig kom sag­an Á milli svefns og vöku til þín?

Hug­mynd­in kom frá yngri dótt­ur minni sem var hra­edd við að fara ein að sofa og sak­aði það sem hún kall­aði leynigest­inn um að gera alls kon­ar skrýtna hluti á heim­il­inu. Sag­an varð að sam­starfs­verk­efni okk­ar Lauf­eyj­ar Jóns­dótt­ur sem teikn­aði mynd­irn­ar svo lista­vel.

Fyr­ir­finnst tíska í bók­inni?

Já, það maetti segja það, þótt það hafi ekki ver­ið aetl­un­in. Lauf­ey er mennt­að­ur fata­hönn­uð­ur og kenn­ir teikn­ingu við fata­hönn­un­ar­deild LHÍ. Því má greina vott af áhrif­um tísku­teikn­inga í bók­inni.

Áttu þér tísku­fyr­ir­mynd á með­al rit­höf­unda?

Ekki sér­stak­lega en nefni þó Simo­ne de Beau­vo­ir og Lord Byron. Fyr­ir hvern er bók­in?

Ég vona að sem flest­ir sjái eitt­hvað við hana, en sag­an er hugs­uð fyr­ir börn á aldr­in­um 5 til 9 ára. Kynd­ir hún und­ir myrk­fa­elni?

Ég held frek­ar að hún tali til barna sem eru myrk­fa­el­in. Oft nenn­um við full­orðna fólk­ið ekki að hlusta á börn og hra­eðslu þeirra við myrkr­ið og segj­um það vera vit­leysu. Ég vona að bók­in hjálpi börn­um að skilja hvað myrkr­ið er og að all­ir upp­lifi stund­um þessi óskýru mörk á milli draums og vöku, ímynd­un­ar og raun­veru­leika.

Rökkr­ið um­lyk­ur sögu­þráð­inn; hvernig líð­ur þér í skamm­deg­inu?

Ég er mjög hrif­in af myrkri, það kla­eð­ir mig vel. Ég elska árs­tím­ann frá októ­ber og fram í janú­ar. Mér finnst þessi dimmi tími á norð­ur­hjara ver­ald­ar vera heill­andi, ró­andi og dul­ar­full­ur í senn; mað­ur fyll­ist sköp­un­ar­orku og ímynd­un­ar­afl­ið fer á flug. Svo er mað­ur enn meira stemmd­ur í að hafa það kósí með fólk­inu sem mað­ur elsk­ar.

Anna Mar­grét seg­ist ekki mundu slá hend­inni á móti því að fara í tusku­búð­ir með töffar­an­um og of­ur­fyr­ir­sa­et­unni Ka­te Moss og klárt mál að þa­er myndu enda búð­ar­ráp­ið á Kaffi­barn­um. MYND/SAGA SIG

MYND/ÁSTA KRISTJÁNS

Stíll­inn henn­ar Önnu er und­ir frönsk­um og bresk­um áhrif­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.