Sjóð­ir í stýr­ingu Eat­on Vance selt stór­an hlut í N1

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Fjár­fest­ing­ar­sjóð­ir á veg­um banda­ríska eign­a­stýr­ing­ar­fyr­ir­ta­ek­is­ins Eat­on Vance hafa á síð­ustu vik­um selt naerri fimm pró­senta hlut í N1 fyr­ir hátt í 1,5 millj­arða króna mið­að við nú­ver­andi gengi hluta­bréfa í olíu­fé­lag­inu.

Sjóð­ir í stýr­ingu Eat­on Vance eru ekki leng­ur í hópi tutt­ugu staerstu hlut­hafa N1 sam­kvaemt nýj­um hlut­hafal­ista, dag­sett­um 23. ág­úst, sem birt­ist í ný­út­gef­inni lýs­ingu olíu­fé­lags­ins. Tveir sjóð­ir á veg­um eign­a­stýr­ing­ar­fyr­ir­ta­ek­is­ins, ann­ars veg­ar Global Macro Ab­solu­te Ret­urn Ad og hins veg­ar Global Macro Port­folio, áttu sam­an­lagt taep­lega fimm pró­senta eign­ar­hlut í N1 um miðj­an júlí­mán­uð en mark­aðsvirði hlut­ar­ins, mið­að við nú­ver­andi gengi bréfa fé­lags­ins, er taep­lega 1,5 millj­arð­ar króna.

Kaup­end­ur að hlutn­um voru með­al ann­ars fjár­fest­ing­ar­sjóð­ir á veg­um Well­ingt­on Mana­gement, ann­ars banda­rísks eign­a­stýr­ing­ar­fyr­ir­ta­ekis, en umra­edd­ir sjóð­ir fara nú sam­an­lagt með 9,6 pró­senta hlut í N1 að virði taepra þriggja millj­arða króna. Ís­lenski líf­eyr­is­sjóð­ur­inn og sjóð­ir í stýr­ingu Akta hafa einnig baett við sig í olíu­fé­lag­inu á und­an­förn­um vik­um.

Sam­kvaemt heim­ild­um Mark­að­ar­ins hafa sjóð­ir á veg­um Eat­on Vance minnk­að við sig í nokkr­um skráð­um fé­lög­um á síð­ustu vik­um. Þannig seldu sjóð­irn­ir sam­an­lagt ríf­lega tveggja pró­senta hlut í Icelanda­ir Group fyrr í þess­um mán­uði en aetla má að sölu­verð hlut­ar­ins hafi ver­ið rúm­lega 900 millj­ón­ir króna ef mið­að er við gengi hluta­bréfa í ferða­þjón­ustu­fé­lag­inu á þeim tíma þeg­ar við­skipt­in gengu í gegn. Kaup­end­ur að bréf­un­um voru dreifð­ur hóp­ur fjár­festa.

Sjóð­ir Eat­on Vance seldu sem kunn­ugt er ríf­lega hálf pró­sents hlut í TM í síð­ustu viku, en eft­ir við­skipt­in fara þeir með um 4,7 pró­senta hlut í trygg­inga­fé­lag­inu, og þá herma heim­ild­ir Mark­að­ar­ins að sjóð­irn­ir hafi einnig minnk­að við sig í trygg­inga­fé­lög­un­um Sjóvá og VÍS.

Á móti hafa sjóð­irn­ir baett lít­il­lega við hlut sinn í Ari­on banka í sum­ar og þá tóku þeir þátt í ný­af­stöðnu skulda­bréfa­út­boði Eik­ar fast­eigna­fé­lags, eft­ir því sem heim­ild­ir Mark­að­ar­ins herma, en Foss­ar mark­að­ir höfðu um­sjón með út­boð­inu.

Eat­on Vance hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið um­svifa­mesti er­lendi fjár­fest­ir­inn á ís­lensk­um hluta­bréfa­mark­aði en fé­lag­ið hóf inn­reið sína á mark­að­inn ár­ið 2015. – hae, kij

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.