Vog­un­ar­sjóð­ur­inn hyggst eiga Lyk­il áfram

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Vilji banda­ríska vog­un­ar­sjóðs­ins Da­vidson Kempner stend­ur til þess að eiga áfram hlut sinn í fjár­mögn­un­ar­fé­lag­inu Lykli til naestu ára. Eig­end­ur Lyk­ils hafa í hyggju að auka um­svif fé­lags­ins. TM vildi selj­endalán til að fjár­magna kaup­in.

817

Banda­ríski vog­un­ar­sjóð­ur­inn Da­vidson Kempner, sem á um 75 pró­senta hlut í Klakka, eign­ar­halds­fé­lagi sem held­ur ut­an um 100 pró­senta hlut í Lykli, áð­ur Lýs­ingu, áform­ar að eiga að óbreyttu hlut­inn í eigna­leigu­fyr­ir­ta­ek­inu til naestu ára eft­ir að viðra­eð­um um kaup TM á fyr­ir­ta­ek­inu var slit­ið fyrr í sum­ar.

Áformin voru kynnt hlut­höf­um Klakka, en ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir eiga sam­tals um sex pró­senta hlut í eign­ar­halds­fé­lag­inu, á að­al­fundi fé­lags­ins um miðj­an síð­asta mán­uð.

Ekki ligg­ur fyr­ir hve lengi Da­vidson Kempner hyggst halda á eign­ar­hlutn­um í Lykli en þó er tal­ið ljóst að hlut­ur­inn verði ólík­lega sett­ur í sölu­ferli á nýj­an leik inn­an að minnsta kosti tveggja ára.

Sam­kvaemt heim­ild­um Mark­að­ar­ins stend­ur vilji vog­un­ar­sjóðs­ins til þess að auka um­svif Lyk­ils hér á landi og breikka vöru­fram­boð fé­lags­ins. Lyk­ill starfar á sviði eigna­fjár­mögn­un­ar og fjár­magn­ar með­al ann­ars bíla-, véla- og taekj­a­kaup.

Áform Klakka um að selja Lyk­il runnu út í sand­inn eft­ir að það slitn­aði upp úr viðra­eð­um fé­lags­ins við TM í júlí. Ásta­eða viðra­eðuslit­anna var einkum sú að til­boð trygg­inga­fé­lags­ins, sem hljóð­aði upp á 10,6 millj­arða króna, var ekki í samra­emi við vaent­ing­ar stjórn­enda og eig­enda Lyk­ils.

Að sögn kunn­ugra hafði stjórn Klakka gert sér von­ir um að selja Lyk­il á verði sem end­ur­spegl­aði að fullu bók­fa­ert eig­ið fé eigna­leigu­fé­lags­ins en það var ríf­lega 13,2 millj­arð­ar í lok júní. Til sam­an­burð­ar var til­boð TM á geng­inu 0,8 mið­að við eig­ið fé fé­lags­ins. Tals­verð­ur hluti eigna Lyk­ils er í formi reiðu­fjár, eða um 5,5 millj­arð­ar í árs­lok 2017, og með­al ann­ars af þeim sök­um þótti stjórn Klakka ekki ásta­eða til að selja fé­lag­ið á mikl­um af­slaetti mið­að við eig­ið fé þess.

Fór fram á selj­endalán

Sam­kvaemt heim­ild­um Mark­að­ar­ins fór TM jafn­framt fram á að fá selj­endalán til þess að fjár­magna kaup­in en full­trú­ar Klakka vildu ekki fall­ast á það.

Þá hjálp­aði það ekki til í sölu­ferl­inu, að sögn við­ma­elenda Mark­að­ar­ins, að á sama tíma og á ferl­inu stóð hafi 29 pró­senta hlut­ur í öðru fjár­mála­fyr­ir­ta­eki, Ari­on banka, ver­ið seld­ur á geng­inu 0,67 fyr­ir hverja krónu eig­in fjár. Er tal­ið að gengi bank­ans í hluta­fjárút­boð­inu, sem lauk um miðj­an júní, hafi sett við­mið í verð­lagn­ingu sem fjár­fest­ar tóku til­lit til þeg­ar þeir gerðu til­boð í Lyk­il. Hluta­bréf í Ari­on banka ganga nú kaup­um og söl­um á geng­inu 0,81 sinn­um eig­ið fé bank­ans.

Klakki setti Lyk­il í sölu­ferli í des­em­ber í fyrra en norra­eni fjár­fest­ing­ar­bank­inn Ber­in­ger Fin­ance hafði um­sjón með ferl­inu.

Sig­urð­ur Við­ars­son, for­stjóri TM, sagði á af­komufundi með fjár­fest­um í lok síð­asta mán­að­ar að slitn­að hefði upp úr viðra­eð­un­um þar sem „menn náðu ekki sam­an um stór at­riði“. Mik­il vinna hefði ver­ið lögð í mál­ið af hálfu fé­lags­ins og það vaeri vinna sem gaeti nýst áfram í fram­tíð­inni. Stjórn­end­ur hefðu lit­ið á kaup­in sem „strategíska“fjár­fest­ingu og myndu áfram horfa til þess að auka vöru­úr­val þess.

„Þar er fjár­mögn­un­ar­starf­semi klár­lega eitt­hvað sem við lít­um til ásamt fleiri fjár­mála­tengd­um af­urð­um,“nefndi Sig­urð­ur.

Staersti eig­andi Klakka er sem fyrr seg­ir vog­un­ar­sjóð­ur­inn Da­vidson Kempner, í gegn­um írska skúffu­fyr­ir­ta­ek­ið Burlingt­on Mana­gement, með um 75 pró­senta hlut. Sjóð­ur­inn var einn staersti kröfu­hafi föllnu bank­anna en sá sem hef­ur stýrt starf­semi sjóðs­ins hér á landi er sem kunn­ugt er Jeremey Clement Lowe, einnig þekkt­ur sem „Herra Ís­land“.

Auk ým­issa líf­eyr­is­sjóða eru aðr­ir hlut­haf­ar Klakka með­al ann­ars fé­lög á veg­um bra­eðr­anna Ág­ústs og Lýðs Guð­munds­sona og Sig­urð­ar Val­týs­son­ar, við­skipta­fé­laga þeirra og fyrr­ver­andi for­stjóra Ex­ista. hor­d­ur@fretta­bla­did.is, krist­inn­ingi@fretta­bla­did.is

Lyk­ill hef­ur á síð­ustu ár­um með­al ann­ars selt hluti sína í VÍS, Sím­an­um, Kviku og Bakka­vör. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.