Bók­un met­in á rúm­lega millj­arð króna ár­ið 2017

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Nor­vik, sem er í eigu fjöl­skyldu Jóns Helga Guð­munds­son­ar sem oft er kennd­ur við By­ko, keypti taep­lega 24 pró­senta hlut í hug­bún­að­ar­fyr­ir­ta­ek­inu Bók­un fyr­ir um tvaer millj­ón­ir evra, jafn­virði um 255 millj­óna króna, ár­ið 2017. Virði alls hluta­fjár Bók­un­ar var því 1,1 millj­arð­ur króna á þeim tíma mið­að við þa­er upp­lýs­ing­ar sem birt­ast í árs­reikn­ingi Nor­vik og nú­ver­andi gengi gjald­miðla.

Upp­lýst var í apríl síð­ast­liðn­um að TripAd­visor, sem rek­ur heims­þekkta ferð­a­síðu, hefði keypt Bók­un. Hug­bún­að­ur fyr­ir­ta­ek­is­ins er mest not­aða sölu- og birgða­kerf­ið í ís­lenskri ferða­þjón­ustu.

Áð­ur en fjöl­skylda Jóns Helga gekk í hlut­hafa­hóp­inn áttu Hjalti Bald­urs­son, for­stjóri Bók­un­ar, og Ólaf­ur Gauti Guð­munds­son taekn­i­stjóri fé­lag­ið að fullu. Í fyrra laekk­aði hlut­ur Hjalta í Bók­un úr 62,5 pró- sent­um í 44,7 pró­sent. Fram kem­ur í árs­reikn­ingi HIBB Hold­ing, sem er í eigu Hjalta, að fé­lag­ið hafi selt hluta af eign sinni í Bók­un og tek­ið þátt í hluta­fjáraukn­ingu í fé­lag­inu.

Hjalti var fram­kvaemda­stjóri Straum­borg­ar, fjár­fest­ing­ar­fé­lags fjöl­skyldu Jóns Helga, á ár­un­um 2005-2012.

Með kaup­un­um á Bók­un mun TripAd­visor út­víkka vöru­fram­boð sitt með því að þjón­usta ferða­þjón­ustu­að­ila með rekstr­ar- og stjórn­un­ar­hug­bún­aði til við­bót­ar við að star­fra­ekja staersta dreif­ing­ar­net í heim­in­um fyr­ir ferð­ir. – hvj

Hjalti Bald­urs­son, for­stjóri Bók­un­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.