Airbnb „mein­varp“í við­skipta­líf­inu

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn - Helgi Víf­ill Júlí­us­son helgi­vif­ill@fretta­bla­did.is

„Okk­ar hógvaera ósk er að það verði heil­brigt rekstr­ar­um­hverfi í grein­inni,“seg­ir Kristó­fer Oli­vers­son, ný­kjör­inn formað­ur FHG – Fyr­ir­ta­ekja í hót­el- og gisti­þjón­ustu og fram­kvaemda­stjóri CenterHotels. Af­nema þurfi gistinátta­skatt, koma bönd­um á óleyfi­lega heimag­ist­ingu og haekk­un fast­eigna­gjalda sé af­ar íþyngj­andi fyr­ir hót­el­geir­ann.

Hót­el og gisti­hús hafa tek­ið hönd­um sam­an og stofn­að eig­in sam­tök. „Und­an­far­in 20 ár hafa Sam­tök ferða­þjón­ust­unn­ar hald­ið á okk­ar hags­muna­mál­um, en SAF eru nokk­urs kon­ar regn­hlíf­ar­sam­tök allra ferða­þjón­ustu­að­ila. Þar á und­an vor­um við í SVG, Sam­tök­um veit­inga- og gisti­húsa­eig­enda. Á öll­um Vest­ur­lönd­um eru starf­andi sér­stök sam­tök hót­ela og gista­húsa og í ljósi þess að um­fang ferða­þjón­ustu hef­ur vax­ið hratt hér­lend­is telj­um við að það sé nauð­syn­legt að halda bet­ur ut­an um okk­ar hags­muna­mál og láta rödd okk­ar heyr­ast,“seg­ir Kristó­fer Oli­vers­son, ný­kjör­inn formað­ur FHG – Fyr­ir­ta­ekja í hót­el- og gisti­þjón­ustu og fram­kvaemda­stjóri og eig­andi CenterHotels. Keðj­an rek­ur sex hót­el: Plaza, Mið­garð, Arn­ar­hvol, Þing­holt, Klöpp og Skjald­breið og er með tvö hót­el í und­ir­bún­ingi, sem verða opn­uð á naesta ári.

„Okk­ar hógvaera ósk er að það verði heil­brigt rekstr­ar­um­hverfi í grein­inni og það verð­ur meg­in­verk­efni FHG á naestu miss­er­um. Margt jákvaett hef­ur gerst en það er margt sem þarf að baeta eins og að af­nema gistinátta­skatt og koma bönd­um á óleyfi­lega heimag­ist­ingu auk þess sem haekk­un fast­eigna­gjalda er mjög íþyngj­andi fyr­ir hót­el­geir­ann. Flest­ir fé­lags­menn – ég þar með tal­inn – eru hins veg­ar í Sam­tök­um ferða­þjón­ust­unn­ar. Þetta fram­tak er ekki til höf­uðs þeim.“

Gistinátta­skatt­ur er ósann­gjarn

Hann seg­ir að það sé ósann­gjarnt að leggja gistinátta­skatt – sem upp­haf­lega hafi átt að fjár­magna upp­bygg­ingu á ferða­manna­stöð­um – á ein­ung­is hluta af ferða­mönn­um. „Lög­leg hót­el og gisti­heim­ili greiða skatt­inn en ekki leyf­is­laus gist­ing sem er um­fangs­mik­il, skemmti­ferða­skip, hús­bíl­ar eða or­lofs­hús. Að okk­ar mati eru eng­ar for­send­ur fyr­ir því að leggja sér­ta­ek­an skatt á hót­el­geir­ann um­fram aðr­ar at­vinnu­grein­ar.“

Að sögn Kristó­fers er ekki inn­heimt­ur gistinátta­skatt­ur í hinum norra­enu ríkj­un­um. „Rík­is­stjórn Jó­hönnu Sig­urð­ar­dótt­ur lagði hann á ár­ið 2012. Hann kom í kjöl­far erfiðra ára í ferða­þjón­ustu, skömmu eft­ir banka­hrun 2008 og eld­gos í Eyja­fjalla­jökli 2010. Hótel­in voru því enn í sár­um að reyna að byggja upp rekst­ur­inn. Upp­haf­lega var skatt­ur­inn ein­ung­is hundrað krón­ur á hverja selda gistiein­ingu en hann var þre­fald­að­ur á síð­asta ári. Það er göm­ul saga og ný að fyrst er lagð­ur á lág­ur skatt­ur og síð­an er hann snar­haekk­að­ur.

Nú er horft til þess í mál­efna­samn­ingi rík­is­stjórn­ar­inn­ar að hann verði hlut­fall af tekj­um, veltu­skatt­ur, og renni til sveit­ar­fé­laga. Sjáðu til: 65 pró­sent af gistinótt­um falla til í Reykja­vík. Það mun því verða til nýr Reykja­vík­ur­skatt­ur sem renn­ur að mestu leyti í borg­ar­sjóð, og síð­an þarf að búa til flók­ið millifa­erslu­kerfi ef flytja á hluta skatts­ins til annarra sveit­ar­fé­laga. Upp­haf­lega hug­mynd­in með skatt­in­um var að fjár­magna fjöl­sótta ferða­mannastaði. Nú hef­ur ver­ið sýnt fram á með­al ann­ars af Stjórn­stöð ferða­mála að ferða­þjón­ust­an er að skila gríð­ar­leg­um tekj­um í rík­is­sjóð. Við telj­um því ekki for­send­ur fyr­ir því að skatt­leggja lít­inn kima at­vinnu­lífs­ins sér­stak­lega með þess­um haetti.

Það gaet­ir mis­skiln­ings gagn­vart ferða­þjón­ustu. Ég hef starf­að í grein­inni í 25 ár. Af þeim hafa ver­ið 20 mjög erf­ið ár í rekstri. Nú koma þrjú, fjög­ur góð ár og það er eins og þjóð­fé­lag­ið fari á lím­ing­un­um að reyna að skatt­leggja starf­sem­ina og drepa í dróma aft­ur.

Þetta á ekki síst við úti á landi en lands­byggð­in hef­ur not­ið góðs af aukn­um ferð­manna­straumi, sem hef­ur skap­að störf og baett upp þá faekk­un starfa sem hef­ur orð­ið víða vegna auk­inn­ar sam­þjöpp­un­ar í sjáv­ar­út­vegi og sam­drátt­ar í land­bún­aði. Þess vegna er mik­ilvaegt að ferða­þjón­ust­an fái að blómstra, svo hún geti treyst byggð í land­inu. Það má því ekki skatt­leggja hana í þrot á þessu upp­bygg­ing­ar­skeiði. Rétt er að minna á að hagn­að­ur fyr­ir af­skrift­ir og fjár­magnsliði (EBITDA) var neikvaeð­ur hjá hót­el­un­um á lands­byggð­inni fyrri hluta árs­ins 2017, sam­kvaemt sam­an­tekt KPMG, sem kynnt var í sept­em­ber í fyrra. Nú er stað­an þannig að bank­ar hafa mik­ið til skrúf­að fyr­ir frek­ari lán­veit­ing­ar til hót­el­bygg­inga úti á landi og dreg­ið mjög í land á höf­uð­borg­ar­svaeð­inu.“

„Ferða­þjón­ust­an skil­ar geysi­lega há­um fjár­haeð­um í rík­is­sjóð með­al ann­ars í gegn­um virð­is­auka­skatt og vega­skatt o.fl. Það þarf því ekki að búa til sér­ta­ek­an skatt á hótel­in til þess að fjár­magna upp­bygg­ingu á fjöl­sótt­um ferða­manna­stöð­um.“

90 daga regl­an til trafala

Kristó­fer tel­ur óleyfi­lega heimag­ist­ingu á veg­um Airbnb og svip­aðra að­ila „mein­varp“í ís­lensku við­skipta­lífi. Hann seg­ir að hátt í helm­ing­ur fram­boð­inna her­bergja á höf­uð­borg­ar­svaeð­inu hafi ver­ið í leyf­is­lausri íbúða­g­ist­ingu. Það sé mun meira en þekk­ist í öðr­um borg­um. „Airbnb-gist­ing er sam­kvaemt ný­legri laga­breyt­ingu und­an­þeg­in virð­is­auka­skatti og gistinátta­skatti og er ekki und­ir op­in­beru eft­ir­liti. Það helg­ast af því að heim­ilt er að leigja íbúð­ir í 90 daga og hafa allt að 2 millj­ón­ir í tekj­ur án þess að greiða þessa skatta. Það er sami daga­fjöldi og þeg­ar gisti­verð er hvað haest yf­ir sum­ar­tím­ann. Reynd­in hef­ur því mið­ur ver­ið að úti­lok­að hef­ur reynst að fylgja þess­um lög­um og þau hafa rugl­að mark­að­inn og gert allt eft­ir­lit erf­ið­ara. Eng­in leið virð­ist vera að fylgj­ast með því hvort eign sé í leigu í fleiri en 90 daga auk þess sem boð­ið er upp á að tekj­urn­ar fari beint inn á reikn­ing er­lend­is.

Heimag­ist­ing­in reyn­ir mun meira á þol­mörk íbú­anna en hót­elg­ist­ing. Ferða­menn valda þeim sem búa í fjöl­býl­is­hús­um miklu óna­eði. Þeir draga inn tösk­ur dag og nótt og rek­ast illa með íbú­um. Það leið­ir til þess að Ís­lend­ing­ar tala illa um ferða­þjón­ustu. Það eru marg­ir hekt­ar­ar í raun und­ir í at­vinnu­starf­semi sem eru skipu­lagð­ir und­ir íbúð­ir í Reykja­vík. Borg­ar­yf­ir­völd hafa sett kvóta á bygg­ingu hót­ela í mið­ba­en­um. Það er því bú­ið að skil­greina hvar megi reka gisti­þjón­ustu og hvar ekki en með Airbnb er auð­velt að sneiða hjá regl­un­um. Airbnb hef­ur haft veru­leg áhrif á mið­borg­ina. Eft­ir­spurn eft­ir leik­skól­um og ann­arri þjón­ustu hef­ur minnk­að því íbú­arn­ir hverfa á braut. All­ir eiga að spila eft­ir sömu leik­regl­um og von­andi tekst okk­ur að fá borg­ina í lið með okk­ur að fást við hið raun­veru­lega vanda­mál í mið­borg­inni, sem er heimag­ist­ing­in.

Sveit­ar­stjóri í Mýr­dals­hreppi hef­ur sagt í fjöl­miðl­um að sveit­ar­fé­lag­ið hafi fyr­ir ein­hverj­um ár­um haett að veita gisti­leyfi í baen­um. Þeg­ar Airbnb ruddi sér til rúms var allt í einu haegt með lög­leg­um haetti að leigja út íbúð­ir til ferða­manna og það er erfitt fyr­ir baejar­yf­ir­völd að fylgj­ast með hverj­ir hafi leigt eign­ina leng­ur en í 90 daga. Þetta get­ur haft mik­il ruðn­ings­áhrif á sam­fé­lag­ið þeg­ar hluti baejar­búa kýs að flytja úr baen­um veru­leg­an hluta af ár­inu og leig­ir heim­il­in til ferða­manna.

Það er raun­ar líka haett­an í Reykja­vík. Eft­ir­spurn­in eft­ir heimag­ist­ingu í Reykja­vík er nefni­lega svo mik­il að haegt vaeri að leggja meira og minna all­ar íbúð­ir í mið­borg­inni und­ir ferða­menn. Það hef­ur veru­lega neikvaeð áhrif á sam­fé­lag­ið. Eitt versta daem­ið sem við þekkj­um eru Fen­eyj­ar á Ítal­íu, þar sem flest­ir íbú­arn­ir eru farn­ir og lít­il sem eng­in þjón­usta er fyr­ir baejar­búa. Ferða­menn flaeða yf­ir borg­ina í óþökk íbú­anna.

Hefði Airbnb-gist­ingu í borg­inni strax ver­ið sett eðli­leg mörk hefðu mögu­lega fleiri ferða­menn far­ið út á land og stuðl­að að hrað­ari upp­bygg­ingu þar, því hótel­in í Reykja­vík önn­uðu ekki eft­ir­spurn­inni. Það hefði ver­ið heilla­drjúgt fyr­ir lands­byggð­ina. Það voru mik­il mis­tök að breyta lög­un­um og veita svo víð­ta­ek­ar und­an­þág­ur fyr­ir heimag­ist­ingu. Gömlu lög­in voru ekki svo slaem ef grannt er skoð­að,“seg­ir Kristó­fer.

„Aðild að FHG geta átt fyr­ir­ta­eki sem starfa við hót­el- og gisti­þjón­ustu enda hafi þau til­skil­in leyfi í gildi. Þeir sem starfa í Airbnb þurfa ekki að afla rekstr­ar­leyfa og eru und­an­þegn­ir þeim lög­um sem gilda um fyr­ir­ta­ekj­a­rekst­ur.“

Kristó­fer seg­ir að það sé ekki sá mikli gróði af hót­el­rekstri sem marg­ir hafi gert sér í hug­ar­lund. „Fólk sér fjölda ferða­manna á hverju götu­horni og reikn­ar með að það drjúpi smjör af hverju strái hjá hót­el­um. Fram­legð­in af hót­el­rekstri er ekki meiri, ef vel tekst til, en hjá hverju öðru fyr­ir­ta­eki.“

„Ég er sann­faerð­ur um að ef það tekst að koma bönd­um á ólög­lega gist­ingu og all­ir á mark­aðn­um keppi á sömu for­send­um, verði eft­ir­spurn svar­að með frek­ari upp­bygg­ingu. En upp­bygg­ing­in þarf að vera á for­send­um hót­el­rek­enda þeg­ar það er spurn eft­ir henni. Á und­an­förn­um ár­um hafa hót­el oft ver­ið byggð á for­send­um bygg­ing­ar­verk­taka eða fast­eigna­eig­enda. Því naest er leit­að til rekstr­ar­að­ila og stund­um eru ekki for­send­ur fyr­ir við­kom­andi hót­el­bygg­ingu.“

Mun­um ná tök­um á ferða­þjón­ust­unni

„Á und­an­förn­um ár­um hafa hót­el oft ver­ið byggð á for­send­um bygg­ing­ar­verk­taka eða fast­eigna­eig­enda. Því naest er leit­að til rekstr­ar­að­ila,“seg­ir Kristó­fer Oli­vers­son, fram­kvaemda­stjóri og eig­andi CenterHotels. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.