Mið­borg­in var „ís­köld“við stofn­un CenterHotels

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Kristó­fer hef­ur ásamt eig­in­konu sinni, Svan­fríði Jóns­dótt­ur, ver­ið í eig­in rekstri í gisti­þjón­ustu frá ár­inu 1994. „Ég gegndi áð­ur starfi fram­kvaemda­stjóra frysti­húss, sem gerði út tvo tog­ara. Þeg­ar rekst­ur­inn rann inn í aðra út­gerð hóf ég störf hjá Hagvangi og PriceWa­ter­hou­seCoo­pers og var ae­tíð að líta í kring­um mig eft­ir taekifa­er­um, einkum í sjáv­ar­út­vegi. Þetta var á tí­unda ára­tugn­um; kvóta­kerf­inu hafði ver­ið kom­ið á og því erfitt að koma sér fyr­ir á þeim vett­vangi. Ár­ið 1994 keypt­um við hjón­in gisti­heim­ili í Reykja­vík. Ári síð­ar tók ég þátt, sem starfs­mað­ur Hagvangs, í vinnu við fram­tíð­ar­stefnu­mót­un í ferða­mál­um fyr­ir sam­göngu- og ferða­mála­ráðu­neyt­ið, sem þá var stýrt af Hall­dóri Blön­dal. Á þeim tíma voru öll sta­erstu hót­el Reykja­vík­ur tvo kíló­metra frá mið­borg­inni. Það vant­aði því hót­el í mið­borg­ina. Þarna kvikn­aði hug­mynd­in að CenterHotels-vörumerk­inu. Þrem­ur ár­um síð­ar opn­uð­um við fyrsta hót­el­ið að Lauga­vegi 16, Hót­el Skjald­breið, sem við rek­um enn og síð­an baett­ust hótel­in við koll af kolli.“

Á þess­um ár­um var mið­borg­in „ís­köld“að hans sögn. „Mið­borg­inni hnign­aði mjög á ár­un­um frá 1970-2000. Öll gömlu stóru fyr­ir­ta­ek­in fluttu á ný at­hafna­svaeði í aust­ur­borg­inni og víð­ar og starfs­menn fyr­ir­ta­ekj­anna áttu ekki leng­ur er­indi í mið­borg­ina. Þjón­ustu­að­il­um faekk­aði, versl­un hnign­aði og mið­borg­in fór í mikla laegð. Síð­an kem­ur smám sam­an hót­el­geir­inn og ferða­þjón­ust­an og bygg­ir upp aft­ur. Við njót­um öll góðs af því hvað mið­borg­in er orð­in miklu skemmti­legri. Þeg­ar ég var í mennta­skóla var það ekki óal­gengt að eng­inn vaeri á ferli í mið­ba­en­um að vetri til og það var ein­ung­is eitt kaffi­hús í rekstri, Kaffi Mokka.“

Þetta hljóm­ar eins og áhaettu­söm fjár­fest­ing á sín­um tíma, ef­laust hef­ur ferða­manna­tím­inn ver­ið stutt­ur?

„Já, þetta var gríð­ar­lega erf­ið­ur rekst­ur. Tekj­urn­ar fóru eft­ir sól­ar­gang­in­um og það var mik­ið tap all­an vet­ur­inn. Rekst­ur­inn gekk út á að draga sam­an segl­in eins mik­ið og haegt var yf­ir vet­ur­inn. Þá byggði rekst­ur­inn einkum á sum­ar­starfs­fólki en nú get­um við haft sama starfs­fólk­ið ár­ið um kring sem er ólíkt skemmti­legra. Það baet­ir mjög þjón­ust­una að hafa reynt og vel þjálf­að starfs­fólk.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.