Hagn­ast um 900 millj­ón­ir við söl­una

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn - Helgi Víf­ill Júlí­us­son helgi­vif­ill@fretta­bla­did.is

„Þetta eru skyn­sam­leg kaup fyr­ir HB Gr­anda,“seg­ir Guð­mund­ur Kristjáns­son, for­stjóri HB Gr­anda, um kaup út­gerð­ar­inn­ar á Ög­ur­vík af Brimi. Fleiri en einn óháð­ur að­ili hafi met­ið kaup­verð­ið á Ög­ur­vík. Hlut­hafa­fund­ur muni þurfa að sam­þykkja kaup­in á út­gerð­inni.

Brim, sem er í eigu Guð­mund­ar Kristjáns­son­ar og fjöl­skyldu, mun hagn­ast um 900 millj­ón­ir króna við söl­una á Ög­ur­vík til HB Gr­anda. Brim keypti 34 pró­senta hlut í HB Gr­anda í vor og í kjöl­far­ið sett­ist Guð­mund­ur í stól for­stjóra út­gerð­ar­inn­ar.

Fram hef­ur kom­ið í Mark­aðn­um að Brim keypti Ög­ur­vík á 11,5 millj­arða króna með skuld­um ár­ið 2016 og er nú að selja út­gerð­ina á 12,4 millj­arða króna með skuld­um eða 900 millj­ón­um króna meira en fyr­ir tveim­ur ár­um. Við­ma­elend­ur Mark­að­ar­ins vekja at­hygli á að Guð­mund­ur hafi skap­að taep­lega millj­arð með söl­unni til að fjár­magna kaup­in á HB Gr­anda. Eft­ir því sem Markaðurinn kemst naest er kaup­verð­ið nú í takt við það sem afla­heim­ild­ir kosta á mark­aði.

Kaup­ir af sjálf­um sér

Sú spurn­ing hvort kaup HB Gr­anda á Ög­ur­vík af for­stjóra og að­aleig­anda HB Gr­anda orki tví­ma­el­is hef­ur vakn­að á með­al fólks í at­vinnu­líf­inu. Við­ma­elend­ur Mark­að­ar­ins segja að við­skipti tengdra að­ila er varða kaup skráðs fyr­ir­ta­ekis á hluta­bréfa­mark­aði séu við­kvaem.

„Þetta eru skyn­sam­leg kaup fyr­ir HB Gr­anda,“seg­ir Guð­mund­ur Kristjáns­son, for­stjóri HB Gr­anda, en fjöl­skylda hans fer fyr­ir 34 pró­senta hlut í út­gerð­ar­fé­lag­inu og á Brim að fullu. Hann vek­ur at­hygli á að fjöl­skylda hans fari ein­ung­is fyr­ir rúm­um 30 pró­sent­um í HB Gr­anda og að hlut­hafa­fund­ur muni taka end­an­lega ákvörð­un um hvort kaup­in á Ög­ur­vík gangi í gegn. Í ljósi þess að kaup­in þurfi að koma til kasta hlut­hafa­fund­ar sé kerf­ið, að sögn Guð­mund­ar, með inn­byggða varnagla þeg­ar keypt­ar séu eign­ir af tengd­um að­il­um.

Guð­mund­ur seg­ir að fleiri en einn óháð­ur að­ili hafi met­ið kaup­verð­ið á Ög­ur­vík. Hann seg­ist ekki geta tjáð sig nán­ar um hverj­ir önn­uð­ust verð­mat­ið því enn eigi eft­ir að upp­lýsa hlut­hafa­fund um það.

„Mín skoð­un er al­veg skýr: HB Gr­andi á að fjár­festa í veiði­heim­ild­um. Mér er al­veg sama hvort keypt er af mér eða öðr­um. HB Gr­andi er al­menn­ings­hluta­fé­lag í sjáv­ar­út­vegi og þarf að eiga veiði­heim­ild­ir,“seg­ir hann. „Kost­ur­inn við að kaupa afla­hlut­deild af fyr­ir­ta­eki í Reykja­vík er

að þá þarf HB Gr­andi ekki að flytja afla­hlut­deild á milli sveit­ar­fé­laga.“

Að sögn Guð­mund­ar hef­ur stjórn HB Gr­anda raett mögu­leg kaup á Ög­ur­vík í allt sum­ar. Sömu­leið­is hafi ver­ið raett við aðra stóra hlut­hafa í fyr­ir­ta­ek­inu um kaup­in. Sp­urð­ur hvort Vil­hjálm­ur Vil­hjálms­son, sem lét af störf­um sem for­stjóri HB Gr­anda í sum­ar, hafi sett sig upp á móti fyr­ir­hug­uð­um kaup­um seg­ir Guð­mund­ur að á síð­ustu ár­um hafi eig­enda­hóp­ur út­gerð­ar­inn­ar breyst veru­lega og að ný­ir eig­end­ur vilji fjár­festa í aukn­um afla­heim­ild­um. „Þetta snýst kannski ekki um hvað Vil­hjálm­ur vildi held­ur eru það eig­end­ur sem ráða.“ Við­ma­elend­ur Mark­að­ar­ins eru á einu máli um að kaup­in sem slík séu skyn­sam­leg. Með þeim megi nýta at­vinnu­ta­ek­in með betri haetti, sam­nýta sölu­leið­ir og fyr­ir­ta­ek­in geti skipst á afla­heim­ild­um inn­byrð­is. Aft­ur á móti sé tvennt ólíkt að gera réttu hlut­ina og gera hlut­ina rétt, eins og einn við­ma­elandi orð­aði það. Aug­ljóst sé að Guð­mund­ur sé að gera réttu hlut­ina með kaup­um á út­gerð en tím­inn muni leiða í ljós hvort um leið sé hann að gera hlut­ina rétt.

Rétt er að geta þess að kaup­verð­ið á Ög­ur­vík get­ur tek­ið leið­rétt­ing­um þeg­ar nið­ur­staða fjár­hags­upp­gjörs fé­lags­ins mið­að við 31. ág­úst ligg­ur fyr­ir. Kaup­verð­ið verð­ur greitt í pen­ing­um og verð­ur fjár­magn­að með eig­in fé og láns­fé. HB Gr­andi stefn­ir á að selja frysti­tog­ara sem út­gerð­in er með í smíð­um á Spáni til að fjár­magna kaup­in á Ög­ur­vík. Smíða­verð skips­ins er sex millj­arð­ar króna.

Brim og eign­ar­halds­fé­lag­ið Fiski­tangi, sem er í eigu Guð­mund­ar, keyptu 34 pró­senta hlut í HB Gr­anda fyr­ir 21,7 millj­arða króna af fé­lög­um sem Kristján Lofts­son er í for­svari fyr­ir. Fram hef­ur kom­ið í Mark­aðn­um að Lands­bank­inn lán­aði fyr­ir kaup­un­um og skuld­bind­ing Brims gagn­vart Lands­bank­an­um nemi yf­ir 45 millj­örð­um króna. Skuld­ir út­gerð­ar­inn­ar nemi orð­ið yf­ir 20 pró­sent­um af eig­in­fjár­grunni bank­ans eft­ir að bank­inn fjár­magn­aði kaup­in. Sam­kvaemt regl­um Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um stór­ar áhaettu­skuld­bind­ing­ar má áhaetta banka gagn­vart við­skipta­vini ekki fara yf­ir 25 pró­sent af eig­in­fjár­grunni bank­ans. Lán­ið hafi ver­ið veitt gegn ströng­um skil­yrð­um og þurfti út­gerð­in að ganga langt í að veð­setja eign­ir sín­ar.

Þurfa að selja eign­ir

Guð­mund­ur nefn­ir að Brim hygg­ist selja eign­ir til að fjár­magna kaup­in á HB Gr­anda. „Við sögð­um það strax í upp­hafi að við mynd­um selja eign­ir. Það er ekk­ert leynd­ar­mál.“Hann seg­ir að það sé nóg af kaup­end­um að Ög­ur­vík. „Þeg­ar út­gerð­ir eru seld­ar er fund­ið gang­verð þeirra og heima­menn fá for­gang að kaup­un­um. Ann­ars fara afla­heim­ild­ir úr sveit­ar­fé­lag­inu. Þannig hef­ur það ver­ið í fjölda ára.“

Brim á jafn­framt þriðj­ungs­hlut í Vinnslu­stöð­inni sem met­inn er á 11,5 millj­arða króna í bók­um út­gerð­ar­inn­ar og selja maetti til að fjár­magna kaup­in á ráð­andi hlut í HB Gr­anda. Aft­ur á móti er erf­ið­ara að selja hlut í út­gerð en út­gerð í heilu lagi, eins og í til­viki Ög­ur­vík­ur. Fram kem­ur í árs­reikn­ingi að stefnt sé að því að selja hlut­inn. Í árs­reikn­ingi Brims seg­ir að fram­kvaemt hafi ver­ið virð­is­mat á rekstr­ar­virði og upp­lausn­ar­virði og bók­fa­ert virði standi fylli­lega und­ir því auk þess sem for­svars­mönn­um Brims sé kunn­ugt um að meiri­hluta­eig­end­ur Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar hafi keypt í fé­lag­inu á svip­uðu gengi. Fram hef­ur kom­ið í Mark­aðn­um að Brim bók­fa­eri hlut­inn á naerri tvö­falt meira en sem nem­ur ný­legu mati sem gert var á Vinnslu­stöð­inni. Eig­ið fé Brims var 24 millj­arð­ar við árs­lok og eig­in­fjár­hlut­fall­ið 40 pró­sent.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.