Mike As­hley stór­tap­ar á De­ben­hams

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Einn af staerstu eig­end­um De­ben­hams er Mike As­hley sem fer með 30 pró­senta hlut í gegn­um íþrótta­vöru­keðj­una Sports Direct. Markaðurinn greindi frá því að Sports Direct hefði keypt 60 pró­senta eign­ar­hlut Sig­urð­ar Pálma Sig­ur­björns­son­ar og fjöl­skyldu í versl­un Sports Direct á Íslandi í fe­brú­ar fyr­ir 2,5 millj­ón­ir breskra punda eða sem jafn­gild­ir um 345 millj­ón­um króna. As­hley hef­ur tap­að veru­lega á fjár­fest­ingu sinni í De­ben­hams en Fin­ancial Ti­mes greindi frá því um miðj­an júlí að bók­fa­ert virði hlut­ar­ins hefði dreg­ist sam­an um 85 millj­ón­ir punda á tólf mán­uð­um. Þá stóð hluta­bréfa­verð­ið í um 13 pund­um en nú er það kom­ið nið­ur í 12,20 pund. sem hef­ur dreg­ist sam­an um tvo þriðju frá byrj­un árs og meira en 90 pró­sent frá því að fé­lag­ið var skráð á mark­að ár­ið 2006.

Sam­kvaemt áa­etl­un­um De­ben­hams frá því í fyrra gaeti tíu af þeim 165 versl­un­um sem eru rekn­ar und­ir merkj­um þess í Bretlandi ver­ið lok­að á naestu fimm ár­um. Nú þeg­ar hef­ur tveim­ur í suð­ur­hluta London ver­ið lok­að en fram­tíð hinna átta er enn til skoð­un­ar. Auk þess kem­ur til greina að sma­ekka 30 aðr­ar versl­an­ir og end­ur­semja um leigu við leigu­sal­ana. Ný­lega skil­aði De­ben­hams fimmt­ungi af versl­un­ar­rými sínu í Uxbridge til leigu­sal­ans sem ráð­staf­aði því til versl­ana­keðj­unn­ar Zara. Þá er danska keðj­an Magasin du Nord kom­in í sölu­ferli og er bú­ist við að De­ben­hams afli 200 millj­óna punda með söl­unni.

Versl­un De­ben­hams á Íslandi, sem var til húsa í 4.500 fer­metra versl­un­ar­rými í Smáralind, var lok­að í árs­byrj­un 2017. Tug­um starfs­manna var sagt upp í tengsl­um við lok­un­ina en sa­enski tísku­vör­uris­inn H&M kom í henn­ar stað. Rekst­ur­inn var und­ir hatti Haga en haft var eft­ir Finni Árna­syni, for­stjóra Haga, að ekki hefði náðst sam­komu­lag við eig­end­ur Smáralind­ar um áfram­hald­andi leigu.

Smá­söl­uris­ar á und­an­haldi

Vandra­eði De­ben­hams eru fjarri því að vera eins­da­emi í Bretlandi en marg­ar rót­grón­ar versl­ana­keðj­ur þar í landi hafa glímt við rekstr­ar­erf­ið­leika und­an­far­in miss­eri. Er sú þró­un rak­in til harðn­andi sam­keppni við net­versl­an­ir, veik­ara punds, dvín­andi eft­ir­spurn­ar og skulda­byrða.

Á með­al þeirra eru Hou­se of Fraser sem ósk­aði eft­ir greiðslu­stöðv­un um miðj­an ág­úst og Toys ‘R’ Us sem mun loka öll­um 75 versl­un­um sín­um í Banda­ríkj­un­um og Bretlandi á naestu mán­uð­um.

Versl­ana­keðj­ur af þess­um toga eru vinsa­el­ar á með­al skort­sala sem fá hluta­bréf í fyr­ir­ta­ekj­un­um að láni í von um verð­fall. Fimmt­ung­ur af út­gefn­um hluta­bréf­um í De­ben­hams hef­ur ver­ið lán­að­ur til skort­sala sam­kvaemt um­fjöll­un Fin­ancial Ti­mes.

Harðn­andi sam­keppni við net­versl­an­ir hef­ur gert rót­grón­um versl­ana­keðj­um á borð við De­ben­hams og Hou­se of Fraser erfitt um vik.NORDICPHOTOS/GETTY

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.