Mark Car­ney fram­leng­ir

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Mark Car­ney verð­ur áfram seðla­banka­stjóri Eng­lands­banka en hann hef­ur fram­lengt samn­ing sinn til janú­ar­loka 2020 í sam­ráði við Phil­ip Hammond fjár­mála­ráð­herra.

Þeg­ar til­kynnt var að Car­ney sa­eti áfram í stóln­um sagði Hammond að hann hefði áhyggj­ur af því að úr­sögn Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu, Brex­it, gaeti reynst breska hag­kerf­inu erf­ið. Nauð­syn­legt vaeri að „tryggja sam­fellu yf­ir tíma­bil sem gaeti orð­ið storma­samt“. Hammond sagði jafn­framt að Car­ney myndi „styðja við mjúka úr­sögn úr Evr­ópu­sam­band­inu“en í bréfa­skrift­um á milli þeirra tveggja mun Car­ney hafa heit­ið því að vinna að far­sa­elu Brex­it.

Fram­leng­ing á setu Car­neys í seðla­banka­stjóra­stóln­um gef­ur rík­is­stjórn­inni lengri frest til að finna eft­ir­mann hans. Í frétt breska rík­is­út­varps­ins um mál­ið seg­ir að áhyggj­ur séu af því að fá­ir vilji taka

Nauð­syn­legt er að tryggja sam­fellu yf­ir tíma­bil sem gaeti orð­ið storma­samt.

Phil­ip Hammond, fjár­mála­ráð­herra Bret­lands við kefl­inu á jafn ófyr­ir­sjá­an­leg­um tím­um í Bretlandi.

Car­ney tók við af Mervyn King ár­ið 2013 en hann starf­aði áð­ur hjá Goldm­an Sachs í New York, fjár­mála­ráðu­neyti Kan­ada og sem seðla­banka­stjóri Kan­ada­banka. Hann samdi til fimm ára en samn­ing­ur­inn kvað á um mögu­leika á að fram­lengja um þrjú ár. – tfh

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.