Ára­tug­ur breyt­inga: Ert þú að nýta styrk­leika þína í starfi?

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Alda­móta­kyn­slóð­in svo­kall­aða kall­ar til að mynda í meiri maeli eft­ir að þró­ast í starfi og nýta styrk­leika sína en fyrri kyn­slóð­ir.

Vinnu­stað­ir standa frammi fyr­ir ae hrað­ari breyt­ing­um. Þró­un í upp­lýs­ingata­ekni, sjálf­virkni­vaeð­ing­in, breytt gild­is­mat nýrra kyn­slóða, auk­in at­vinnu­ta­ekifa­eri og ýms­ar sam­fé­lags­leg­ar breyt­ing­ar þýða að vinnu­stað­ir þurfa að maeta marg­vís­leg­um áskor­un­um. Ef vinnu­stað­ir aetla að ná ár­angri við þess­ar að­sta­eð­ur skipt­ir sköp­um að þeir skapi starfs­fólki eft­ir­sókn­ar­vert starfs­um­hverfi, til að laða að, virkja og halda í gott starfs­fólk.

Ein áhrifa­rík­asta leið­in til ár­ang­urs er að skapa starfs­fólki að­sta­eð­ur og taekifa­eri til að efla og nýta styrk­leika sína. Okk­ur er tamt að ein­blína um of á tak­mark­an­ir, eig­in veik­leika og annarra. En stað­reynd­in er sú að við er­um öll ólík; það er breyti­legt hvað hvet­ur okk­ur áfram og veit­ir okk­ur ána­egju, við nálg­umst verk­efni á ólík­an hátt og för­um ólík­ar leið­ir að sömu mark­mið­um. Í stað þess að steypa alla í sama mót aettu vinnu­stað­ir að leggja kapp á að skapa styrk­leikamið­að vinnu­um­hverfi. Um­hverfi þar sem fjöl­breytni er ekki ein­ung­is sam­þykkt, held­ur nýtt á mark­viss­an hátt. „Hve lík­legt er að við­kom­andi muni leita að öðru starfi á naestu 12 mán­uð­um.“ starfs­manna. Í grein­ing­un­um er með­al ann­ars lagt mat á taekifa­eri fólks til að nýta styrk­leika sína í starfi með stað­haef­ing­unni „Ég hef taekifa­eri til að gera það sem ég kann best á hverj­um degi“. Áhersla á nýt­ingu styrk­leika hef­ur auk­ist frá upp­hafi mael­inga, enda stjórn­un orð­in fag­mann­legri og marg­falt fleiri ljúka nú námi á sviði stjórn­un­ar og rekstr­ar en fyr­ir tveim­ur ára­tug­um. Í kjöl­far efna­hags­hrun­ins 2008 minnk­uðu mögu­leik­ar fólks til að nýta styrk­leika sína í starfi lít­il­lega, enda drógu mörg fyr­ir­ta­eki sam­an í mannauð­stengd­um mál­um á þeim tíma. Eft­ir 2012 hef­ur þró­un­in hins veg­ar ver­ið í jákvaeð.

Styrk­leikamið­að vinnu­um­hverfi

Gallup í Banda­ríkj­un­um kann­aði áhrif styrk­leikamið­aðr­ar nálg­un­ar á vinnu­stöð­um með alls­herj­ar­grein­ingu (e. meta-ana­lys­is) sem sýndi að nálg­un­in skil­ar vinnu­stöð­um marg­vís­leg­um ávinn­ingi, með­al ann­ars í formi hagn­að­ar, skil­virkni, betri þjón­ustu, minni starfs­manna­veltu og faerri fjar­vist­um. Þeg­ar skoð­uð eru gögn Gallup af ís­lensk­um vinnu­mark­aði sjá­um við ekki síð­ur áhrif. Starfs­fólk sem nýt­ir styrk­leika sína í starfi er til að mynda mun lík­legra til að maela með vinnu­stað sín­um við aðra, er ána­egð­ara í starfi og upp­lif­ir síð­ur streitu. Að­eins 17% starfs­fólks sem nýt­ir styrk­leika sína segj­ast lík­leg til að leita sér að öðru starfi, sam­an­bor­ið við 66% þeirra sem ekki nýta styrk­leika sína. Þessi mun­ur er áhuga­verð­ur í ljósi auk­inna at­vinnu­ta­ekifa­era og mik­ilvaegi þess að fyr­ir­ta­eki skapi sam­keppn­is­haeft vinnu­um­hverfi.

Mik­ilvaegt er að vinnu­stað­ir leggi kapp á að maeta breytt­um áskor­un­um. Alda­móta­kyn­slóð­in svo­kall­aða kall­ar til að mynda í meiri maeli eft­ir að þró­ast í starfi og nýta styrk­leika sína en fyrri kyn­slóð­ir. Nálg­un Gallup varð­andi efl­ingu og nýt­ingu styrk­leika er ein sú þekkt­asta á heimsvísu. Nú hafa rúm­lega 19 millj­ón­ir manna tek­ið styrk­leikamat Gallup og þar af um 1% ís­lensku þjóð­ar­inn­ar. Eins hafa um 90% af Fortu­ne 500 fyr­ir­ta­ekj­um nýtt styrk­leikamat Gallup í starf­semi sinni.

Gallup á Íslandi hef­ur unn­ið með fjölda ís­lenskra fyr­ir­ta­ekja að því að inn­leiða styrk­leikamið­að vinnu­um­hverfi. Styrk­leikamat Gallup gef­ur okk­ur tungu­tak til að af­marka, laera um, raeða og miðla þekk­ingu um styrk­leika okk­ar. Baeði til að efla eig­in sjálfs­þekk­ingu og þekk­ingu okk­ar á styrk­leik­um sam­starfs­fólks. Mark­viss nýt­ing styrk­leika skil­ar ár­angri, því framúrsk­ar­andi ár­ang­ur bygg­ir á því að fólk þekki styrk­leika sína og hafi taekifa­eri til að nýta þá – þannig ná­um við fram því besta hjá hverj­um og ein­um.

Marta Gall Jörgensen við­skipta­stjóri á sviði mannauðs­rann­sókna og ráð­gjafi hjá Gallup

Hauk­ur Ingi Guðna­son við­skipta­stjóri á sviði mannauðs­rann­sókna og ráð­gjafi hjá Gallup

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.