Fag­mennska og gaeði í ferða­þjón­ustu

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Ís­lensk ferða­þjón­usta hef­ur vax­ið og dafn­að á alla vegu und­an­far­in ár. Ekki bara þeg­ar kem­ur að fjölda ferða­manna og gjald­eyris­tekj­um. Ferða­þjón­usta sem at­vinnu­grein hef­ur líka eflst þeg­ar kem­ur að þjón­ustu við okk­ar góðu gesti sem sa­ekja Ís­land heim. Um land allt starfa metn­að­ar­full fyr­ir­ta­eki sem dag­lega taka á móti ferða­mönn­um hvort held­ur sem er í af­þrey­ingu, í skipu­lagð­ar ferð­ir, í mat eða gist­ingu.

Upp­lif­un ferða­manna er enda mjög góð, en hún er síð­ur en svo sjálf­sögð. Í nýj­um Ferða­manna­púlsi sem Gallup held­ur úti í sam­starfi við Isa­via og Ferða­mála­stofu og birt­ur var fyrr í sum­ar maeld­ist heild­ar­upp­lif­un ferða­manna 83,4%, eða taep­um 2% meiri en á sama tíma í fyrra. Ferða­manna­púls­inn bygg­ir á spurn­ing­um sem snúa að heild­arána­egju ferða­manna, hvort ferð­in var pen­ing­anna virði, upp­fyllti vaent­ing­ar, lík­ur á með­ma­el­um og gest­risni okk­ar heima­manna.

Ís­lend­ing­ar hafa alla tíð ver­ið góð­ir gest­gjaf­ar og hafa gest­risni og jákvaeðni ein­kennt við­horf okk­ar til ferða­manna. Það er því ána­egju­legt að sjá að í nýrri könn­un MMR sem fram­kvaemd var fyr­ir Ferða­mála­stofu og birt var á dög­un­um kom fram að 68% lands­manna eru jákvaeð­ir gagn­vart er­lend­um ferða­mönn­um, sam­an­bor­ið við 64% í fyrra.

Við sem störf­um í ferða­þjón­ustu verð­um að halda áfram að vanda okk­ur á öll­um stig­um, baeði gagn­vart okk­ar góðu gest­um og ekki síð­ur heima­mönn­um. Ferða­þjón­usta á Íslandi er ekki eins og síld­ara­evin­týri. Hún er kom­in til að vera sem stönd­ug heils­árs­at­vinnu­grein. Við verð­um að hafa fag­mennsku og gaeði að leið­ar­ljósi í upp­bygg­ingu ferða­þjón­ust­unn­ar til fram­tíð­ar.

Þá hef­ur ver­ið frá­ba­ert að fylgj­ast með upp­bygg­ingu í ferða­þjón­ustu á und­an­förn­um ár­um sem nýt­ist baeði ferða­mönn­um og ekki síð­ur heima­mönn­um. Mik­ið ný­sköp­un­ar­starf á sér stað og er nú haegt að ganga inn í jökla, síga nið­ur í eld­fjöll, borða mat á heims­ma­eli­kvarða, baða sig í nátt­úru­leg­um heilsu­lind­um og fara í skipu­lagð­ar ferð­ir um land allt þar sem virð­ing er bor­in fyr­ir nátt­úru og sögu. Hér er þó alls ekki um taem­andi upp­taln­ingu að raeða.

Ferða­þjón­ust­an hef­ur þannig eflt byggð­ar­lög um allt land ásamt því að styðja við aðr­ar at­vinnu­grein­ar. Svo er hún líka bara svo skemmti­leg. Ef við höf­um fag­mennsku og gaeði ávallt að leið­ar­ljósi þá er fram­tíð ferða­þjón­ust­unn­ar björt.

Hall­dóra Gyða Matth­ías­dótt­ir Proppé rekstr­ar­stjóri hjá Kynn­is­ferð­um, stjórn­ar­mað­ur í SAF og í Leið­tog­aAuði FKA

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.