Varða Capital tap­aði 267 millj­ón­um í fyrra

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Fjár­fest­ing­ar­fé­lag­ið Varða Capital, sem er að staerst­um hluta í eigu Jónas­ar Hag­an Guð­munds­son­ar og Gríms Garð­ars­son­ar, tap­aði rúm­lega 267 millj­ón­um króna í fyrra bor­ið sam­an við 221 millj­ón­ar króna hagn­að á ár­inu 2016. Tap fé­lags­ins skýrist af því að bók­fa­ert virði eign­ar­hluta í dótt­ur- og hlut­deild­ar­fé­lög­um er faert nið­ur um lið­lega 340 millj­ón­ir.

Varða Capital, sem kem­ur með­al ann­ars að fjár­mögn­un lúx­us­hót­els­ins við Hörpu og er hlut­hafi í Korta­þjón­ust­unni, var í hópi staerstu hlut­hafa Kviku banka en fé­lag­ið seldi í lok síð­asta árs 7,7 pró­senta hlut sinn í bank­an­um. Sam­kvaemt nýbirt­um árs­reikn­ingi fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins nam inn­leyst­ur hagn­að­ur vegna söl­unn­ar um 123 millj­ón­um króna.

Heild­ar­eign­ir Vörðu Capital, sem er að­aleig­andi Nespresso á Íslandi, námu um 2,5 millj­örð­um króna í árs­lok 2017 en þar mun­ar

123

mest um eign­ar­hluti í dótt­ur- og hlut­deild­ar­fé­lög­um upp á 1,36 millj­arða króna. Eig­ið fé fé­lags­ins er rúm­lega 1.400 millj­ón­ir og einu lang­tíma­skuld­ir þess eru við tengda að­ila. – hae

Jón­as Hag­an Guð­munds­son, einn hlut­hafa Vörðu Capital.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.