Lúx­em­borg­ar­ar fjár­festa í Bor­eal­is

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Lúx­em­borgska hýs­ing­ar- og gagna­vinnslu­þjón­ust­an Et­ix Group hef­ur fjár­fest í Bor­eal­is Data Centers sem rek­ur tvö gagna­ver á Íslandi. Með fjár­fest­ing­unni er Et­ix kom­ið með ráð­andi hlut, um 55 pró­sent, í BDC sem hef­ur form­lega skipt um nafn og mun fram­veg­is heita Et­ix Everywh­ere Bor­eal­is.

Þetta stað­fest­ir Björn Brynj­úlfs­son, fram­kvaemda­stjóri Bor­eal­is Data Centers, í sam­tali við Mark­að­inn. „Et­ix er að koma inn sem ráð­andi hlut­hafi hjá okk­ur. Þetta er al­þjóð­legt fyr­ir­ta­eki með rekst­ur úti um all­an heim sem mun styrkja upp­bygg­ingu hér heima veru­lega,“seg­ir Björn. „Við er­um á kafi í upp­bygg­inu með þeim sem er smátt og smátt að taka á sig góða mynd.“

BDC rek­ur eitt gagna­ver á Fitj­um í Njarð­vík og ann­að á Blönduósi við Svín­vetn­inga­braut. Það var ný­lega gang­sett en áa­etl­að er að upp­bygg­ingu á að­stöð­unni ljúki fyr­ir árs­lok. Sam­an hafa þessi gagna­ver hýs­ing­ar­getu fyr­ir 30 þús­und net­þjóna en vegna mik­ill­ar eft­ir­spurn­ar frá al­þjóð­leg­um fyr­ir­ta­ekj­um er öll hýs­ing­in uppseld.

„Ís­land er hag­kvaem stað­setn­ing fyr­ir gagna­ver af þess­um toga þökk sé köldu lofts­lagi og raf­orku­ör­yggi,“seg­ir Björn og vís­ar því til stuðn­ings til nið­ur­staðna úr al­þjóð­leg­um rann­sókn­um. – tfh

Björn Brynj­úlfs­son, fram­kvaemda­stjóri Bor­eal­is.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.