Beita fyr­ir sig Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu í við­skipta­stríði um Vinnslu­stöð­ina

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Um ára­bil hef­ur stað­ið styr á milli Guð­mund­ar, sem hef­ur ver­ið minni­hluta­eig­andi í Vinnslu­stöð­inni í Vest­manna­eyj­um frá ár­inu 2005, og þeirra sem ráða för í út­gerð­inni. Brim seldi í gaer þriðj­ungs hlut sinn í Vinnslu­stöð­inni fyr­ir 9,4 millj­arða króna. Guð­mund­ur hef­ur, sam­kvaemt bréfi Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, set­ið í stjórn Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar með hlé­um frá ár­inu 2007. Hann hafi síð­ast ver­ið kjör­inn í stjórn vor­ið 2017 en eins og seg­ir í frétt­inni hér að of­an gekk hann úr henni í vor. Á sama tíma hafi hann gegnt starfi for­stjóra Brims. Í bréfi sem meiri­hluti stjórn­ar Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar sendi til Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins seg­ir að Guð­mund­ur hafi í krafti stöðu sinn­ar sem stjórn­ar­mað­ur í út­gerð­inni kall­að eft­ir ít­ar­leg­um og sund­ur­grein­an­leg­um upp­lýs­ing­um um rekst­ur­inn. Bréf­ið var skrif­að í því skyni að fá úr því skor­ið hvort það teld­ist eðli­legt að full­trúi hlut­hafa sem vaeri jafn­framt keppi­naut­ur fengi slík­ar upp­lýs­ing­ar í hend­ur.

Guð­mund­ur sagði í við­tali við Við­skiptaMogg­ann fyr­ir taepri viku að að­koma hans að Vinnslu­stöð­inni hefði í upp­hafi ver­ið hlut­laus. „En svo leidd­ist mér hvað þetta var lé­leg­ur rekst­ur hjá fé­lag­inu. Meiri­hluti eig­enda vildi ekki fjár­festa í nýj­um taekj­um og bún­aði. Þeir tóku þá stefnu að kaupa öll hluta­bréf sjálf­ir, sem losn­uðu í fyr­ir­ta­ek­inu, og af þeim sök­um hafa þeir þurft að greiða sér mik­inn arð. Það kem­ur nið­ur á fjár­fest­ing­unni inni í Vinnslu­stöð­inni og fyr­ir­ta­ek­ið hef­ur dreg­ist aft­ur úr sam­ba­eri­leg­um sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­ta­ekj­um,“sagði hann.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.