Meiri­hluti af­komu verði ut­an Ís­lands

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Jón Dið­rik hef­ur ver­ið stjórn­ar­formað­ur Skelj­ungs frá ár­inu 2014 og á um 1% hlut í fyr­ir­ta­ek­inu. „Skelj­ung­ur hef­ur ver­ið skemmti­legt verk­efni. Stefn­an er skýr og stjórn­endat­eym­ið öfl­ugt. Rekst­ur­inn geng­ur vel en það hef­ur tek­ið mörg ár að ná þeim ár­angri. Fyrsta verk­efni nýrra eig­enda var að ná tök­um á kostn­aði fyr­ir­ta­ek­is­ins og sam­þa­etta rekst­ur­inn við starf­sem­ina í Fa­ereyj­um auk þess að skrá fyr­ir­ta­ek­ið á mark­að. En okk­ur hef­ur tek­ist að laekka rekstr­ar­kostn­að Skelj­ungs mik­ið þrátt fyr­ir launa­haekk­an­ir og á sama tíma fjár­fest í ör­yggi og gaeð­um. Nú þeg­ar fyr­ir­ta­ek­ið er orð­ið ein­fald­ara og skil­virk­ara verð­ur lögð áhersla á þró­un­ar­starf og sókn á nýja mark­aði, nokk­uð sem við er­um bú­in að vera að und­ir­búa í mörg ár.“

Jón Dið­rik seg­ir að stefnt sé á að sa­ekja áfram fram á Norð­ur-Atlants­hafi, sem sé vax­andi mark­að­ur, og að vöxt­ur­inn í nán­ustu fram­tíð verði mest­ur þar og í kring­um nýja orku­gjafa í Fa­ereyj­um.

„Mín fram­tíð­ar­sýn er að meiri­hluti af­komu Skelj­ungs verði ut­an Ís­lands en stór hluti tekna er nú þeg­ar er­lend­is og vona ég að fyr­ir­ta­ek­ið verði fyr­ir vik­ið áhuga­verð­ara í aug­um er­lendra fjár­festa í fram­tíð­inni enda þjón­ustu­fyr­ir­ta­eki á Norð­ur-Atlants­hafi,“seg­ir hann.

Tal­ið berst að því að horf­ur eru á að bíl­ar haetti með tíð og tíma að brenna eldsneyti. „Það verð­ur far­in blönd­uð leið að okk­ar áliti. Þetta verð­ur ekki eins og með VHS-spól­urn­ar og Beta þeg­ar ein­ung­is önn­ur taekn­in stóð uppi með pálm­ann í hönd­un­um. Skelj­ung­ur veðj­ar á að bíl­ar verði einnig knún­ir áfram af vetni og mun hafa opn­að þrjár vetn­is­stöðv­ar um ára­mót. Vetni mun henta bet­ur fyr­ir staerri bíla og staerri flutn­inga. Sá orku­gjafi er góð­ur geymslu­kost­ur fyr­ir raf­magn. Það vaeri auk þess af­ar kostn­að­ar­samt varð­andi upp­bygg­ingu inn­viða ef öll ökuta­eki yrðu knú­in áfram af raf­magni. Vetni, met­an og raf­magn eru allt inn­lend­ir orku­gjaf­ar sem von­andi hafa all­ir hver sitt hlut­verk,“seg­ir hann.

Fa­steigna­þró­un fari vax­andi

Jón Dið­rik vek­ur at­hygli á því að með breytt­um orku­gjöf­um fyr­ir bíla muni bens­ín­stöðv­um að öll­um lík­ind­um faekka. Ann­að vaeri óhag­kvaemt. „Fyr­ir ut­an sókn á Norð­urAtlants­hafi og tengda orku­gjafa í Fa­ereyj­um mun ae staerri hluti af um­svif­um fyr­ir­ta­ek­is­ins í fram­tíð­inni tengj­ast fa­steigna­þró­un á fyrr­ver­andi bens­ín­stöðv­um sem ganga munu í end­ur­nýj­un lífdaga.“

Þú ert einn fárra stjórn­ar­manna í skráð­um fyr­ir­ta­ekj­um sem hafa fjár­fest mynd­ar­lega í við­kom­andi fyr­ir­ta­eki. Hvernig horf­ir það við þér?

„Ég vel yf­ir­leitt þrjú verk­efni til að sinna á hverj­um tíma,“seg­ir Jón Dið­rik sem er stjórn­ar­formað­ur og fjár­fest­ir í Hótel Húsa­felli og tengdri starf­semi auk fyrr­nefndra fyr­ir­ta­ekja. „Þá er eðli­legt að eiga eitt­hvað und­ir sjálf­ur því ég er svo hepp­inn að vera í þeirri stöðu að geta það. Það er hins veg­ar áhyggju­efni hvað það eru mörg fyr­ir­ta­eki á hluta­bréfa­mark­aði þar sem krafta einka­fjár­festa nýt­ur ekki við.

Það sem ég ótt­ast mest er að um­hverfi stjórna stýrist af því að gera ekki mis­tök. Við þa­er að­sta­eð­ur er auð­veld­ast að gera ekki neitt. Þá skap­ast sú haetta að stjórn­in ráð­ist ekki í þa­er breyt­ing­ar sem eru nauð­syn­leg­ar. Rekst­ur fyr­ir­ta­ek­is­ins mun líða fyr­ir það þeg­ar fram í sa­ek­ir. Að þessu sögðu hef ég ver­ið svo hepp­inn með sam­starfs­fólk í stjórn Skelj­ungs að það hef­ur vilj­að taka þátt í breyt­ing­un­um, ólík­ir ein­stak­ling­ar með fjöl­breytta reynslu auk þess að vera gott og skemmti­legt fólk.“

Með aukn­um um­svif­um er­lend­is von­ast Jón Dið­rik til þess að Skelj­ung­ur verði áhuga­verð­ari kost­ur í aug­um er­lendra fjár­festa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.