Eng­ar olíula­ekk­an­ir í spá­kort­un­um

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Grein­end­ur bú­ast við því að heims­mark­aðs­verð á olíu hald­ist yf­ir 80 döl­um á fat­ið á naestu mán­uð­um. Við­skipta­þving­an­ir Banda­ríkja­stjórn­ar gegn Írön­um munu minnka veru­lega fram­boð á olíu frá Ír­an. OPEC-ríkj­un­um ekki tek­ist að vega á móti fram­boðs­skort­in­um.

Ef staerstu olíu­fram­leiðslu­ríkj­um heims mistekst að baeta upp þverr­andi olíu­fram­leiðslu í Venesúela og Ír­an gaeti skort­ur á fram­boði leitt til þess að heims­mark­aðs­verð á Brent-hrá­ol­íu haekki vel yf­ir 80 dali á fat­ið, að mati sér­fra­eð­inga Al­þjóða­orku­mála­stofn­un­ar­inn­ar.

Þeir benda á að þrátt fyr­ir mikla eft­ir­spurn eft­ir olíu á heimsvísu sé með öllu óvíst hvort ríki inn­an OPEC, sam­taka ol­íu­út­flutn­ings­þjóða, sem og ríki sem standa þar fyr­ir ut­an, eins og Rúss­land, geti ann­að eft­ir­spurn­inni með því að auka olíu­fram­leiðslu sína. „Við er­um að ganga í gegn­um af­ar ör­laga­ríkt tíma­bil,“seg­ir í ný­legri mán­að­ar­skýrslu stofn­un­ar­inn­ar. Verð á Brent-hrá­ol­íu fór í síð­ustu viku yf­ir 80 dali á fat­ið í fyrsta sinn frá því í apríl. Nálg­ast olíu­verð nú fjög­urra ára há­mark og telja grein­end­ur lík­ur standa til þess að verð­ið haldi áfram að haekka naestu mán­uði og hald­ist jafn­vel nokk­uð yf­ir 80 döl­un­um.

Ha­ekk­an­ir síð­ustu mán­aða stafa að­al­lega af þeirri ákvörð­un Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta að draga Banda­rík­in út úr kjarn­orku­samn­ingn­um sem rík­ið, ásamt Frökk­um, Bret­um, Rúss­um, Kín­verj­um, Þjóð­verj­um og Evr­ópu­sam­band­inu, gerði við Írani ár­ið 2015. „Stað­an í Ír­an er ráð­andi þátt­ur í verð­þró­un­inni,“seg­ir Helima Croft, grein­andi

hjá Royal Bank of Can­ada, í sam­tali við Fin­ancial Ti­mes.

Í samn­ingn­um umra­edda fólst að Ír­an­ir tak­mörk­uðu kjarn­orku­fram­leiðslu sína gegn því að heimsveld­in felldu nið­ur refsi­að­gerð­ir sín­ar gegn þeim. Við­skipta­þving­an­ir Banda­ríkja­stjórn­ar gagn­vart Ír­an taka gildi á ný í nóv­em­ber og

verða af­leið­ing­arn­ar lík­ast til þa­er að olíu­fram­leiðsla rík­is­ins mun drag­ast veru­lega sam­an, með til­heyr­andi smitáhrif­um á al­þjóð­lega ol­íu­mark­aði. Ol­íu­út­flutn­ing­ur Ír­ana hef­ur þeg­ar dreg­ist sam­an um 500 þús­und föt á dag frá því í maí en ekki þyk­ir ólík­legt að út­flutn­ing­ur­inn muni að end­ingu minnka í eina millj­ón fata á dag. Til sam­an­burð­ar hef­ur Ír­an á síð­ustu miss­er­um fram­leitt hátt í fjór­ar millj­ón­ir olíufata á dag eða um fjög­ur pró­sent af allri olíu á heims­mark­aði.

Skap­ar „mikla óvissu“

Tal­ið er að flest fyr­ir­ta­eki, sér í lagi í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu, muni hlíta við­skipta­þving­un­um Banda­ríkja­stjórn­ar og haetta við­skipt­um við Ír­an af ótta við að missa ann­ars dýrma­et­an að­gang að Banda­ríkja­mark­aði og banda­rísku fé. Hins veg­ar er óvíst til hvaða bragðs önn­ur ríki kunna að taka. Al­ex­and­er Novak, orku­mála­ráð­herra Rúss­lands, var­aði þannig við því í síð­ustu viku að refsi­að­gerð­ir Banda­ríkj­anna myndu skapa „mikla óvissu“á mörk­uð­um á með­an ekki laegi ljóst fyr­ir hvaða ríki hefðu í hyggju að hlíta kröf­um Banda­ríkj­anna.

Suð­urkór­esk fyr­ir­ta­eki hafa til daem­is þeg­ar haett að kaupa ír­anska olíu og þá hafa fyr­ir­ta­eki á Indlandi og í Kína dreg­ið úr kaup­um sín­um und­an­far­ið, þvert gegn yf­ir­lýs­ing­um ráða­manna ríkj­anna um ann­að. Frétta­skýr­andi Fin­ancial Ti­mes bend­ir á að þó svo að Sá­di-Ara­bar og banda­menn þeirra baeði inn­an og ut­an OPEC, eins og til daem­is Rúss­ar, hafi heit­ið því að auka fram­boð á olíu á heims­mark­aði hafi aukn­ing­in hing­að til ver­ið „mun minni“en bú­ist var við.

Trump hef­ur einnig lagt orð í belg og hvatt staerstu ol­íu­ríki heims til þess að auka við fram­leiðslu sína, og þannig vega á móti minni fram­leiðslu í Ír­an, en ákall for­set­ans hef­ur litlu skil­að. Stjórn­mála­grein­end­ur telja að hátt olíu­verð geti kom­ið for­set­an­um í koll í þing­kosn­ing­um sem fara fram í land­inu í nóv­em­ber en í því sam­bandi hef­ur ver­ið bent á að um tíu pró­senta laekk­un á heims­mark­aðs­verði geti spar­að banda­rísk­um neyt­end­um á bil­inu 38 til 76 millj­arða dala á ári.

Í frétta­skýr­ingu Fin­ancial Ti­mes er einnig tek­ið fram að olíu­fram­leiðsla í Banda­ríkj­un­um hafi auk­ist haeg­ar en al­mennt hafði ver­ið gert ráð fyr­ir. Það hafi átt þátt í haekk­un­un­um á hrá­olíu­verði.

Vinnsla á olíu og jarðgasi hef­ur sem kunn­ugt er tek­ið kipp í land­inu á síð­ustu ár­um, þökk sé nýrri beit­ingu gam­all­ar að­ferð­ar sem felst í svo­nefndu vökv­a­broti (e. frack­ing), og er nú svo kom­ið að Banda­rík­in eru að nálg­ast að vera sjálf­um sér naeg um orku­gjafa. Vís­bend­ing­ar eru þó um að haegst hafi á fram­leiðslu­vext­in­um en þannig spá­ir banda­ríska orku­mála­ráðu­neyt­ið því nú að olíu­fram­boð lands­ins auk­ist um 840 þús­und föt á dag en til sam­an­burð­ar var áð­ur bú­ist við vexti upp á eina millj­ón fata á dag.

Ein ásta­eða þess að OPEC-rík­in hafa ekki auk­ið fram­leiðslu sína, þvert á vaent­ing­ar, er óvissa um áa­etl­aða ol­íu­notk­un í heim­in­um á naestu miss­er­um, sér í lagi ef haeg­ist á vexti heims­hag­kerf­is­ins.

„Krefj­andi áskor­an­ir í sum­um ný­mark­aðs- og þró­un­ar­ríkj­um valda því að horf­ur eru á minni vexti í heims­hag­kerf­inu,“sagði í ný­legri skýrslu OPEC. „Auk­in spenna í við­skipt­um og hert­ari pen­inga­stefna, sam­hliða vax­andi skulda­söfn­un í heim­in­um, eru jafn­framt áhyggju­efni.“krist­inn­ingi@fretta­bla­did.is

Við­skipta­deil­ur Banda­ríkj­anna og Kína gaetu dreg­ið úr eft­ir­spurn eft­ir olíu til lengri tíma lit­ið. NORDICPHOTOS/GETTY

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.