Bitn­ar hart á flug­fé­lög­un­um

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Ha­ekk­andi olíu­verð hef­ur bitn­að hart á Icelanda­ir og WOW air, líkt og öðr­um flug­fé­lög­um, á und­an­förn­um mán­uð­um. Verð á þotu­eldsneyti hef­ur enda haekk­að um allt að helm­ing á ríf­lega einu ári en eldsneyt­is­kostn­að­ur er jafn­an naest­sta­ersti kostn­að­ar­lið­ur flug­fé­laga.

Flug­fé­lög­um hef­ur ekki tek­ist að maeta olíu­verðs­haekk­un­un­um með því að haekka flug­far­gjöld, líkt og von­ir þeirra stóðu til, og hef­ur það leitt til þess að ol­íu­kostn­að­ur sem hlut­fall af tekj­um fé­lag­anna hef­ur auk­ist um­tals­vert á stutt­um tíma. Þannig nam kostn­að­ur­inn um 25 pró­sent­um af heild­ar­tekj­um WOW air í fyrra en sam­ba­eri­legt hlut­fall hjá Icelanda­ir var um 17 pró­sent. Hef­ur hlut­fall­ið haekk­að enn meira á þessu ári.

WOW air er ber­skjald­aðra en Icelanda­ir gagn­vart olíu­verðs­haekk­un­um enda ver fé­lag­ið ekki eldsneytis­kaup sín fyr­ir sveifl­um í olíu­verði. Skúli Mo­gensen, for­stjóri og stofn­andi WOW air, sagði þó í sam­tali við Fin­ancial Ti­mes fyrr í vik­unni að fé­lag­ið hefði ákveð­ið að taka eldsneyt­is­stefnu sína til end­ur­skoð­un­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.