Lög­leið­ing hóp­fjár­mögn­un­ar með sölu hluta­bréfa

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Hóp­fjár­mögn­un með sölu hluta­bréfa er nú orð­in að raun­haef­um kosti við fjár­mögn­un sma­erri fyr­ir­ta­ekja.

Fvið­skipta­stjóri Nas­daq Ice­land yr­ir um tveim­ur ár­um var gerð af­ar mik­ilvaeg breyt­ing á regl­um um sölu verð­bréfa til al­menn­ings, svo­köll­uð al­menn út­boð, sem fá­ir hafa nýtt sér og furðu lít­ið hef­ur far­ið fyr­ir. Kalla maetti al­menn út­boð eins kon­ar hóp­fjár­mögn­un með sölu verð­bréfa.

Breyt­ing­in fól í sér að und­an­þág­ur frá kröf­um sem gilda að jafn­aði um al­menn út­boð, svo sem varð­andi að­komu fjár­mála­fyr­ir­ta­ekis og gerð svo­kall­aðr­ar lýs­ing­ar, voru rýmk­að­ar til muna. Umra­edd­ar kröf­ur eru til þess falln­ar að haekka kostn­að við al­menn út­boð að svo miklu leyti að sma­erri fyr­ir­ta­eki, sem segja má að geti haft mest­an hag af slíkri fjár­mögn­un, voru því sem naest úti­lok­uð frá því að nýta sér þenn­an mögu­leika án und­an­þágu.

Áð­ur fyrr áttu umra­edd­ar und­an­þágu­heim­ild­ir ein­ung­is við ef fjár­haeð þess sem afl­að var í út­boði var und­ir 100 þús­und­um evra, jafn­virði um 12,8 millj­óna ís­lenskra króna mið­að við nú­ver­andi gengi. Var sú fjár­haeð tal­in það lág að hún gaeti taep­lega gagn­ast nein­um. Með áð­ur­nefnd­um breyt­ing­um var fjár­haeð­in haekk­uð í tvaer og hálfa millj­ón evra, jafn­virði 320 millj­óna króna, sem gjör­breyt­ir þeirri stöðu.

Höf­und­ur bók­ar­inn­ar „Equity Crowd­fund­ing: The Complete Gui­de for St­artups and Grow­ing Comp­anies“hef­ur geng­ið svo langt að tala um „lög­leið­ingu“hóp­fjár­mögn­un­ar með sölu hluta­bréfa (e. legalizati­on of equity crowd­fund­ing) þeg­ar hann raeð­ir sam­svar­andi breyt­ing­ar á reglu­verki annarra Evr­ópu­þjóða, sem voru í flest­um til­fell­um gerð­ar tals­vert fyrr. End­ur­spegl­ar þetta orða­lag þá stað­reynd að hóp­fjár­mögn­un með sölu hluta­bréfa er nú orð­in að raun­haef­um kosti við fjár­mögn­un sma­erri fyr­ir­ta­ekja, svo sem í tengsl­um við skrán­ingu þeirra á First North mark­að­inn.

Það er því full ásta­eða til að vekja enn og aft­ur at­hygli á þess­um mögu­leika.

Bald­ur Thorlacius

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.