Vildi rann­saka sölu Ari­on í Bakka­vör

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn - Hörð­ur AEg­is­son hor­d­ur@fretta­bla­did.is Krist­inn Ingi Jóns­son krist­inn­ingi@fretta­bla­did.is Sölu­and­virði hlut­ar BG12 Seld­ur hlut­ur Mark­aðsvirði Bakka­var­ar Mark­aðsvirði selds hlut­ar BG12 147,0 45,9% 320,1 147,0 160,7 17,0% 943,0 433,1

Meiri­hluti stjórn­ar Ari­on hafn­aði til­lögu full­trúa Banka­sýsl­unn­ar um að sala bank­ans á hlut sín­um í Bakka­vör yrði rann­sök­uð. Til­laga þá­ver­andi vara­for­manns svip­aðs efn­is einnig felld. Banka­sýsl­an seg­ir sömu spurn­ing­ar hafa vakn­að við söl­una og í Borg­un­ar­mál­inu.

Banka­sýsla rík­is­ins krafð­ist þess í des­em­ber í fyrra að innri end­ur­skoð­anda Ari­on banka yrði fal­ið að gera form­lega at­hug­un á sölu bank­ans á hlut sín­um í breska mat­vaela­fram­leið­and­an­um Bakka­vör. Meiri­hluti stjórn­ar bank­ans hafn­aði hins veg­ar til­lögu Kir­stín­ar Þ. Flygenring, þá­ver­andi full­trúa Banka­sýsl­unn­ar í stjórn bank­ans, þess efn­is á fundi sín­um í des­em­ber síð­ast­liðn­um.

Þetta er á með­al þess sem fram kem­ur í minn­is­blaði sem Banka­sýsla rík­is­ins, sem fór þar til í fe­brú­ar fyrr á þessu ári með 13 pró­senta hlut rík­is­ins í Ari­on banka, skrif­aði Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, þann 15. janú­ar síð­ast­lið­inn.

Í minn­is­blað­inu, sem Mark­að­ur­inn fékk af­hent frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu á grund­velli upp­lýs­ingalaga, er jafn­framt upp­lýst um að Guð­rún Johnsen, þá­ver­andi vara­formað­ur stjórn­ar Ari­on banka, hafi á stjórn­ar­fundi bank­ans í nóv­em­ber 2015 greitt at­kvaeði gegn söl­unni í Bakka­vör. Hún lagði síð­an til á fundi stjórn­ar þann 14. nóv­em­ber í fyrra að gerð yrði könn­un á sölu­ferli eign­ar­hlut­ar­ins. Sú til­laga var felld og degi síð­ar var Guð­rúnu tjáð að „breyt­ing­ar vaeru fyr­ir­hug­að­ar á stjórn bank­ans og [henn­ar] að­komu vaeri ekki ósk­að“, eins og það er orð­að í minn­is­blað­inu.

Geng­ið var frá sölu eign­ar­halds­fé­lags­ins BG12 á 45,9 pró­senta hlut í Bakka­vör í janú­ar ár­ið 2016 en Ari­on banki fór með 62 pró­senta hlut í eign­ar­halds­fé­lag­inu. Aðr­ir eig­end­ur BG12 voru að­al­lega líf­eyr­is­sjóð­ir, eins og til daem­is Líf­eyr­is­sjóð­ur versl­un­ar­manna sem átti 14,3 pró­senta hlut og Gildi með 11,6 pró­senta hlut. Kaup­end­ur að hlutn­um voru bra­eð­urn­ir Ág­úst og Lýð­ur Guð­munds­syn­ir, stofn­end­ur Bakka­var­ar, en þeir áttu fyr­ir um 38 pró­sent í mat­vaela­fram­leið­and­an­um, og banda­ríski vog­un­ar­sjóð­ur­inn Baupost. Var kaup­verð­ið ríf­lega 147 millj­ón­ir punda.

Þre­fald­að­ist í virði

Banka­sýsl­an tek­ur fram í minn­is­blað­inu til ráð­herra að í kjöl­far al­menns út­boðs á hluta­bréf­um í Bakka­vör og skrán­ing­ar þeirra í kaup­höll­ina í Lund­ún­um í nóv­em­ber í fyrra hafi kom­ið í ljós að verð­ma­eti eign­ar­hlut­ar BG12 í mat­vaela­fram­leið­and­an­um hafi því sem naest þre­fald­ast. Virði hlut­ar­ins hafi þannig, á tutt­ugu mán­uð­um, far­ið úr 147 millj­ón­um punda í 433 millj­ón­ir punda.

Bend­ir Banka­sýsl­an á að ef verð­ma­eti eign­ar­hlut­ar­ins sem BG12 seldi í janú­ar 2016 hefði ver­ið það sama við söl­una og það var við út­boð­ið í nóv­em­ber 2017, þá gaeti Ari­on banki hafa far­ið á mis við um 19,9 millj­arða króna og rík­is­sjóð­ur orð­ið af um 2,6 millj­örð­um króna. Það er, að sögn Banka­sýsl­unn­ar, svip­uð fjár­haeð og tal­ið er að rík­ið hafi orð­ið af vegna sölu Lands­bank­ans á 31 pró­sents hlut í Borg­un ár­ið 2014, eins og fra­egt er.

Að auki nefn­ir stofn­un­in að það sé „aug­ljóst“að skömmu eft­ir sölu BG12 hafi kaup­end­ur hlut­anna – Ág­úst, Lýð­ur og Baupost – far­ið að huga að sölu þeirra enda taki það um tólf mán­uði að und­ir­búa al­mennt út­boð og skrán­ingu á hluta­bréf­um.

Í minn­is­blað­inu seg­ir Banka­sýsl­an ljóst að stofn­un­in geti þurft að kalla eft­ir svip­uð­um upp­lýs­ing­um frá Ari­on banka og hún ósk­aði eft­ir í Borg­un­ar­mál­inu til þess að meta hvort umra­edd sala hafi ver­ið í samra­emi við lög sem gilda um stofn­un­ina og eig­enda­stefnu rík­is­ins. Ekk­ert varð hins veg­ar af því þar sem Kaupskil, dótt­ur­fé­lag Kaupþings og staersti hlut­hafi Ari­on banka, ákvað í fe­brú­ar síð­ast­liðn­um að nýta sér kauprétt á 13 pró­senta hlut rík­is­ins í bank­an­um en með söl­unni fór rík­ið end­an­lega út úr hlut­hafa­hópn­um.

Ekki ljóst hver stýrði ferl­inu

Þá er tek­ið fram í minn­is­blað­inu að Banka­sýsl­unni hafi þótt nauð­syn­legt að spyrja stjórn­end­ur Ari­on banka nán­ar um söl­una í Bakka­vör á fundi vegna fjórð­ungs­upp­gjörs bank­ans um miðj­an nóv­em­ber í fyrra. „Gat Ari­on ekki svar­að spurn­ing­um um hvert sölu­and­virði hlut­anna hafi ver­ið mið­að við und­ir­liggj­andi rekstr­ar­hagn­að,“seg­ir í minn­is­blað­inu.

„Þá var ekki ljóst hvort að BG12 eða Bakka­vör hafi stýrt sölu­ferl­inu á hlut BG12 í Bakka­vör, en ferl­inu var stýrt af fjár­fest­ing­ar­banka sem um langt skeið hef­ur ver­ið ná­tengd­ur Bakka­vör og er því vel kunn­ug­ur stjórn­end­um fé­lags­ins,“seg­ir Banka­sýsl­an og á þar við breska bank­ann Barclays.

„Þá er alls ekki ljóst hversu op­ið ferl­ið var. Má segja að frá sjón­ar­hóli Banka­sýsl­unn­ar vakni upp sömu spurn­ing­ar og í Borg­un­ar­mál­inu,“seg­ir í umra­eddu minn­is­blaði Banka­sýsl­unn­ar.

Á með­al þeirra upp­lýs­inga sem Banka­sýsl­an seg­ist mögu­lega þurfa að kalla eft­ir er hver hafi haft forra­eði yf­ir sölu eign­ar­hlut­anna, það er Ari­on, BG12 eða Bakka­vör, hver hafi val­ið fjár­fest­ing­ar­banka til að stýra sölu­ferl­inu og hvers vegna slík sölu­að­ferð á eign­ar­hlutn­um hafi orð­ið fyr­ir val­inu í stað al­menns út­boðs á hlutn­um og skrán­ing­ar.

Eins seg­ist stofn­un­in vilja fá upp­lýs­ing­ar um hverj­um hafi ver­ið gef­inn kost­ur á því að bjóða í eign­ar­hlut­inn, hve marg­ir hafi tek­ið þátt í sölu­ferl­inu á mis­mun­andi stig­um þess, hvaða verð­mat hafi ver­ið lagt til grund­vall­ar því að boði end­an­legra kaup­enda hafi ver­ið tek­ið og loks hvort aðr­ir þa­ett­ir hafi haft áhrif á það að til­boð kaup­enda hafi ver­ið tek­ið.

Eign­ar­halds­fé­lag­ið BG12, sem Ari­on banki átti 62 pró­senta hlut í, seldi 45,9 pró­senta hlut sinn í Bakka­vör í árs­byrj­un 2016.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR

Lýð­ur Guð­munds­son.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.