Ad­vania keypti Wise fyr­ir 1.050 millj­ón­ir króna

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Ad­vania keypti fyrr í mán­uð­in­um allt hluta­fé í Wise fyr­ir um 1.050 millj­ón­ir króna, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu sem selj­and­inn, Akva Group, sendi norsku kaup­höll­inni. Nokkr­ir stjórn­end­ur Wise eiga rétt á bón­us­greiðsl­um upp á sam­an­lagt 20 millj­ón­ir króna þeg­ar kaup­in ganga end­an­lega í gegn.

Ad­vania mun greiða Akva 799 millj­ón­ir króna í reiðu­fé og þá hyggst Akva lána fé­lag­inu 250 millj­ón­ir króna. Kaup­in bíða sam­þykk­is Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins en gert er ráð fyr­ir að þau gangi í gegn á fjórða fjórð­ungi síð­asta árs eða fyrsta fjórð­ungi naesta árs.

Ís­lenska hug­bún­að­ar­fyr­ir­ta­ek­ið til­kynnti um kaup­in í byrj­un mán­að­ar­ins en í til­kynn­ing­unni kom ekki fram hvert kaup­verð­ið vaeri. Norra­eni fjár­fest­ing­ar­bank­inn Ber­in­ger Fin­ance var ráð­gjafi Akva Group í við­skipt­un­um.

Wise sel­ur Microsoft Dynamics NAV bók­halds- og við­skipta­hug­bún­að­inn og hef­ur sér­haeft sig í lausn­um fyr­ir með­al ann­ars sveit­ar­fé­lög og sjáv­ar­út­veg. Fé­lag­ið hagn­að­ist um ríf­lega 94 millj­ón­ir króna á síð­asta ári og var velta þess á sama tíma um 1.479 millj­ón­ir króna. – kij

AEg­ir Már Þóris­son, for­stjóri Ad­vania á Íslandi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.