Fall WOW air gaeti þýtt 3 pró­senta sam­drátt

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Mögu­legt fall WOW air gaeti leitt til tveggja til þriggja pró­senta sam­drátt­ar í lands­fram­leiðslu og þrett­án pró­senta falls krón­unn­ar. Þetta leið­ir sviðs­mynda­grein­ing stjórn­valda í ljós. Áföll í rekstri fé­lags­ins ógna ekki fjár­mála­stöð­ug­leika.

Gjald­þrot ís­lenska flug­fé­lags­ins WOW air gaeti þýtt að lands­fram­leiðsla dra­eg­ist sam­an um tvö til þrjú pró­sent og gengi krón­unn­ar veikt­ist um allt að 13 pró­sent á naesta ári. Þetta er á með­al helstu nið­ur­staðna sviðs­mynda­grein­ing­ar sem stjórn­völd unnu í lok sum­ars vegna mögu­legra áfalla í rekstri flug­fé­lags­ins.

Til sam­an­burð­ar spá Hag­stofa Ís­lands og Seðla­bank­inn 2,7 pró­senta hag­vexti á naesta ári og gera ráð fyr­ir að gengi krón­unn­ar hald­ist á sama tíma stöð­ugt.

Starfs­hóp­ur sem var skip­að­ur full­trú­um frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu, for­sa­et­is­ráðu­neyt­inu og Seðla­bank­an­um vann umra­edda sviðs­mynda­grein­ingu, sam­kvaemt heim­ild­um Mark­að­ar­ins.

Í grunnsviðs­mynd grein­ing­ar­inn­ar var gert ráð fyr­ir því, eft­ir því sem heim­ild­ir Mark­að­ar­ins herma, að fall WOW air hefði getað leitt til þess að út­flutn­ing­ur dra­eg­ist sam­an um tíu pró­sent á naesta ári, verð­bólga haekk­aði á sama ári um þrjú pró­sentu­stig og faeri þannig upp í hátt í sex pró­sent og um 1.400 manns baett­ust á at­vinnu­leys­is­skrá. Til sam­an­burð­ar voru ríf­lega 4.500 manns at­vinnu­laus­ir hér á landi í lok ág­úst­mán­að­ar.

Sum­ir sér­fra­eð­ing­ar sem starfs­hóp­ur­inn kvaddi til gagn­rýndu sviðs­mynda­grein­ing­una á þeirri for­sendu að hún van­ma­eti mögu­leg keðju­verk­andi áhrif af gjald­þroti WOW air, sam­kvaemt heim­ild­um blaðs­ins.

Sam­hliða vinnu starfs­hóps­ins unnu full­trú­ar fjög­urra ráðu­neyta að gerð sér­stakr­ar við­bragðs­áa­etl­un­ar vegna hugs­an­legra áfalla sem upp gaetu kom­ið í rekstri fyr­ir­ta­ekja sem tal­in eru kerf­is­lega mik­ilvaeg, þar með tal­ið flug­fé­lag­anna Icelanda­ir og WOW air, en sem kunn­ugt er hafa mikl­ar svipt­ing­ar ver­ið í rekstri umra­eddra fé­laga síð­ustu mán­uði.

Fram kem­ur í fund­ar­gerð fjár­mála­stöð­ug­leika­ráðs, sem raeddi með­al ann­ars stöðu ís­lensku flug­fé­lag­anna á fundi sín­um síð­asta föstu­dag, að það sé mat ráðs­ins að mögu­leg áföll í flug­geir­an­um myndu ekki ógna fjár­mála­stöð­ug­leika.

Með eitt bankalán

Sam­kvaemt fjár­festa­kynn­ingu WOW air, sem út­bú­in var í að­drag­anda skulda­bréfa­út­boðs flug­fé­lags­ins í sum­ar, veitti Ari­on banki fé­lag­inu sex millj­óna evra lán á haust­mán­uð­um síð­asta árs. Lán­ið, sem ber 4,3 pró­senta vexti og er á gjald­daga í sept­em­ber 2020, er eina bankalán WOW air en fyr­ir ut­an lán­ið er ný­leg skulda­bréfa­út­gáfa fé­lags­ins eina lengri tíma mark­aðs­fjár­mögn­un þess.

WOW air tryggði sér fjár­mögn­un upp á sam­tals 60 millj­ón­ir evra, sem jafn­gild­ir 7,9 millj­örð­um króna, í skulda­bréfa­út­boð­inu sem lauk um miðj­an síð­asta mán­uð. Voru þátt­tak­end­ur baeði er­lend­ir og inn­lend­ir fjár­fest­ar. Sam­hliða skulda­bréfa­út­gáf­unni til­kynntu stjórn­end­ur flug­fé­lags­ins um að þeir hefðu ráð­ið Ari­on banka og Arctica Fin­ance til þess að und­ir­búa skrán­ingu hluta­bréfa fé­lags­ins á mark­að, baeði hér­lend­is og er­lend­is.

Rekstr­ar­um­hverfi WOW air, eins og margra annarra evr­ópskra flug­félgaga, hef­ur versn­að til muna und­an­far­ið, einkum vegna mik­ill­ar sam­keppni og haekk­andi olíu­verðs, en sem daemi hef­ur heims­mark­aðs­verð á Brent-hrá­ol­íu haekk­að um 18 pró­sent frá því að skulda­bréfa­út­boð flug­fé­lags­ins hófst um miðj­an ág­úst síð­ast­lið­inn. Í fjár­festa­kynn­ingu fé­lags­ins er upp­lýst um að eins pró­sents haekk­un á verði á flug­eldsneyti hafi neikvaeð áhrif á af­komu fé­lags­ins að fjár­haeð 1,6 millj­ón­ir dala, jafn­virði 184 millj­óna króna.

Ólíkt helstu keppi­naut­um sín­um í Evr­ópu, þar á með­al Icelanda­ir, ver WOW air ekki eldsneytis­kaup sín fyr­ir sveifl­um í olíu­verði. hor­d­ur@fretta­bla­did.is, krist­inn­ingi@fretta­bla­did.is

WOW air tryggði sér fjár­mögn­un upp á sam­tals 60 millj­ón­ir evra í skulda­bréfa­út­boði fé­lags­ins sem lauk í síð­asta mán­uði. Skúli Mo­gensen er for­stjóri og eini hlut­hafi flug­fé­lags­ins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.