Ólík­legt að Banda­ríkja­dal­ur gefi eft­ir á naest­unni

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Styrk­ing Banda­ríkja­dals gagn­vart ís­lensku krón­unni á síð­ustu mán­uð­um hef­ur jákvaeð áhrif á ferða­þjón­ustu hér á landi að mati að­al­hag­fra­eð­ings Kviku banka sem tel­ur ólík­legt að styrk­ing­in gangi til baka á naest­unni.

Ís­lenska krón­an hef­ur veikst um taep 18 pró­sent gagn­vart Banda­ríkja­dal frá lok­um mars á sama tíma og krón­an hef­ur veikst um taep níu pró­sent gagn­vart evru.

„Stóra skýr­ing­in er sú að það hafa orð­ið skil í þró­un pen­inga­mála beggja vegna Atlants­hafs­ins. Banda­ríski seðla­bank­inn hef­ur haekk­að vexti og haett magn­bund­inni íhlut­un en lít­ið hef­ur gerst í Evr­ópu,“seg­ir Kristrún Frosta­dótt­ir, að­al­hag­fra­eð­ing­ur Kviku banka.

Kristrún seg­ir þró­un­ina jákvaeða fyr­ir út­flutn­ings­grein­ar og þá sér­stak­lega ferða­þjón­ustu. „Banda­ríkja­menn hafa drif­ið áfram ferða­þjón­ust­una að und­an­förnu. Ef krón­an veikist vegna inn­lendra þátta, og doll­ar­inn styrk­ist í ofanálag, þá eykst kaup­mátt­ur Banda­ríkja­manna á Íslandi.“

Hins veg­ar verði inn­flutn­ing­ur á banda­rísk­um vör­um og ferð­ir til Banda­ríkj­anna dýr­ari. Þá hafi vaxta­haekk­an­ir banda­ríska seðla­bank­ans orð­ið til þess að draga úr vaxtamun á milli Banda­ríkj­anna og Ís­lands. „Minnk­un vaxtamun­ar gaeti dreg­ið úr eft­ir­sókn banda­rískra fjár­festa í ís­lenska vexti og þar með inn­fla­eði á verð­bréfa­mark­að­inn.“

Kristrún seg­ir að styrk­ingu Banda­ríkja­dals megi einnig rekja til vandra­eða í ný­mark­aðs­ríkj­um á borð við Ar­g­entínu og Tyrk­land. Þar hafi fjár­magn flaett úr landi og í doll­ara­eign­ir.

„Ákveð­inn spírall get­ur skap­ast, þar sem fjár­magn leit­ar í doll­ara­eign­ir vegna vanda ný­mark­aðs­ríkja sem styrk­ir doll­ar­ann, en styrk­ing­in ýt­ir enn frek­ar und­ir vanda ríkj­anna því þau skulda að miklu leyti í doll­ar. Ég held að það sé ólík­legt að styrk­ing­in á doll­arn­um gangi til baka á naest­unni þar sem mik­ið fjár­magn get­ur enn leit­að frá ný­mark­aðs­ríkj­un­um og vaxta­haekk­an­ir eru ekki á dag­skrá í Evr­ópu.“– tfh

Minnk­un vaxtamun­ar gaeti dreg­ið úr eft­ir­sókn banda­rískra fjár­festa í ís­lenska vexti og þar með inn­fla­eði á mark­að­inn.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.