Áhaetta fyr­ir aðra en rík­ið að taka

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn - Hörð­ur AEg­is­son hor­d­ur@fretta­bla­did.is

For­stjóri FME seg­ir mið­ur að traust á banka­kerf­inu hafi ekki auk­ist þrátt fyr­ir þa­er miklu breyt­ing­ar sem gerð­ar hafa ver­ið á reglu­verk­inu. Mik­ilvaegt að kaup­end­ur Ari­on banka rísi und­ir því trausti sem þeim hef­ur ver­ið sýnt. Eðli­legra að aðr­ir en rík­ið taki á sig áhaett­una af banka­starf­semi. Eng­in stemn­ing í sam­fé­lag­inu til að rýmka heim­ild­ir fyr­ir haerri bón­us­greiðsl­um.

All­ar þa­er breyt­ing­ar sem gerð­ar hafa ver­ið á reglu­verki fjár­mála­fyr­ir­ta­ekja til að tryggja að at­burð­irn­ir fyr­ir tíu ár­um muni ekki end­ur­taka sig í bráð hafa því mið­ur ekki skil­að sér í sama maeli í auknu trausti al­menn­ings í garð banka­kerf­is­ins,“seg­ir Unn­ur Gunn­ars­dótt­ir, for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME), í við­tali við Mark­að­inn.

„Við er­um enn að heyra og lesa grein­ar um að ekk­ert hafi í raun breyst. Bank­arn­ir heita sum­ir hverj­ir sömu nöfn­un­um, hafa ein­hvern veg­inn sömu ásýnd í huga al­menn­ings og fólk held­ur því, kannski skilj­an­lega, að það hafi lít­ið breyst á þess­um tíu ár­um. Það er auð­vit­að ekki rétt,“út­skýr­ir Unn­ur, „því um­gjörð­in um starf­semi bank­anna, baeði hér á landi og er­lend­is, hef­ur tek­ið stakka­skipt­um með þeim breyt­ing­um sem hafa ver­ið gerð­ar til að sníða af þá al­var­legu van­kanta sem komu í ljós þeg­ar fjár­málakrepp­an skall á með full­um þunga á Vest­ur­lönd­um haust­ið 2008.“

Sta­erstu breyt­ing­ar sem gerð­ar hafa ver­ið á reglu­verki fjár­mála­stofn­ana í kjöl­far al­þjóð­legu fjár­málakrepp­unn­ar lúta að hert­um kröf­um um eig­ið fé. Hafa þa­er haekk­að frá því að þurfa að vera að lág­marki 8 pró­sent í yf­ir eða um 20 pró­sent í því skyni að bank­ar geti stað­ið af sér mögu­lega stór efna­hags­áföll. Því hef­ur ver­ið hald­ið fram, með­al ann­ars af tals­mönn­um bank­anna, að Ís­lend­ing­ar hafi geng­ið þjóða hvað lengst við inn­leið­ingu á sér­stök­um eig­in­fjárauk­um á und­an­förn­um ár­um og sömu­leið­is beitt meira íþyngj­andi að­ferð­um við út­reikn­ing á áhaettu­vog­um til að meta eig­in­fjár­þörf bank­anna. Af­leið­ing­in sé sú að þeir þurfi að binda um tvö­falt meira eig­ið fé held­ur en þekk­ist al­mennt hjá evr­ópsk­um bönk­um.

Sp­urð út í þessa gagn­rýni seg­ir Unn­ur það ekki vera rétt að kröf­ur hér á landi séu um­fram það sem al­mennt þekk­ist á Norð­ur­lönd­un­um. „Ís­lensku bank­arn­ir eru vissu­lega vel fjár­magn­að­ir og gaeði eigna þeirra hafa auk­ist mik­ið. En ef við lít­um til ná­granna okk­ar á Norð­ur­lönd­un­um þá gera bank­ar þar sér al­veg grein fyr­ir því að kröf­ur eft­ir­lits­að­ila um 20 pró­sent eig­in­fjár­hlut­föll, þeg­ar allt er tal­ið sam­an, eru komn­ar til að vera. Fyrstu ár­in eft­ir hrun þurftu ís­lensku bank­arn­ir að búa við haerri kröf­ur um eig­ið fé en þekkt­ist ann­ars stað­ar en núna liggja þa­er á bil­inu 19 til 22 pró­sent. Við höf­um vissu­lega geng­ið nokk­uð hratt fram við inn­leið­ingu á sveiflu­jöfn­un­ar­auk­an­um, sem er núna 1,75 pró­sent, en hann á að taka mið af stöðu hagsveifl­unn­ar og út­lána­sveifl­unn­ar á hverj­um tíma.“

Þá bend­ir Unn­ur á að það séu ásta­eð­ur fyr­ir því að tal­ið hef­ur ver­ið nauð­syn­legt að gera rík­ar þjóð­hags­var­úð­ar­kröf­ur til ís­lenskra banka. „Við höf­um hald­ið því fram, byggt á okk­ar grein­ing­um, að það sé fyr­ir hendi ákveð­in Ís­lands­áhaetta, sem kem­ur með­al ann­ars til vegna sma­eð­ar lands­ins og ein­haefni í at­vinnu­lífi, sem birt­ist í því hvað hagsveifl­urn­ar eru alltaf krapp­ar og hafa mik­il áhrif á allt efna­hags­líf­ið. Þetta þýð­ir að bank­arn­ir eru af þeim sök­um við­kvaemari en ella fyr­ir aukn­um van­skil­um, sem ger­ist mjög hratt þeg­ar það verð­ur nið­ur­sveifla, og því er þarna um að raeða und­ir­liggj­andi áhaettu­þa­etti sem hafa al­menn áhrif á út­lánaga­eði eigna þeirra.“

Finna jafn­vaegi í skatt­lagn­ingu

„Sveiflu­jöfn­un­ar­auk­inn er ein­mitt hugs­að­ur þannig að haegt sé að laekka hann í því skyni að örva út­lána­vöxt bank­anna þeg­ar að­sta­eð­ur kalla á slíkt í hag­kerf­inu. Það er því ver­ið að leita leiða til þess að búa svo um hnút­ana að eig­in­fjár­kröf­urn­ar séu ekki þannig út­faerð­ar að þa­er valdi því að það verði of mik­ill sam­drátt­ur

Unn­ur bend­ir á að Dan­ir hafi á sín­um tíma tal­ið sam­ein­ingu seðla­bank­ans og fjár­mála­eft­ir­lits fela í sér of mikla sam­þjöpp­un valds. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.