Attestor sel­ur og Eat­on Vance kaup­ir í Ari­on

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

8% er haekk­un á verði hluta­bréfa í Ari­on banka frá því í út­boði bank­ans í júní síð­ast­liðn­um.

Breski vog­un­ar­sjóð­ur­inn Attestor Capital seldi um 0,3 pró­senta eign­ar­hlut í Ari­on banka í síð­asta mán­uði og fór í lok mán­að­ar­ins með 8,58 pró­senta hlut í bank­an­um. Sjóð­ur­inn hef­ur selt hátt í 0,9 pró­sent af hluta­fé bank­ans eft­ir að bank­inn var skráð­ur á hluta­bréfa­mark­að í júní. Attestor Capital hef­ur hald­ið áfram að minnka hlut sinn það sem af er þess­um mán­uði, sam­kvaemt heim­ild­um Mark­að­ar­ins.

Sjóð­ir á veg­um banda­ríska eign­a­stýr­ing­ar­fyr­ir­ta­ek­is­ins Eat­on Vance Mana­gement juku lít­il­lega við hlut sinn í Ari­on banka í sept­em­ber og áttu í lok mán­að­ar­ins sam­an­lagt 1,78 pró­senta hlut, sam­kvaemt lista yf­ir staerstu hlut­hafa bank­ans. Til sam­an­burð­ar nam sam­an­lagð­ur hlut­ur sjóð­anna 1,64 pró­sent­um í lok ág­úst og um 1,2 pró­sent­um í kjöl­far skrán­ing­ar bank­ans.

Attestor Capital hef­ur unn­ið mark­visst að því að minnka hlut sinn í bank­an­um á und­an­förn­um mán­uð­um en vog­un­ar­sjóð­ur­inn hef­ur selt hátt í 3,9 pró­sent af hluta­fé bank­ans frá því í vor.

Hluta­bréfa­verð Ari­on banka nam 81,2 krón­um á hlut við lok­un mark­aða í gaer og var um 8,3 pró­sent­um haerra en í út­boði bank­ans þeg­ar Kaupþing og Attestor seldu um 29 pró­senta hlut á geng­inu 75 fyr­ir sam­tals um 39 millj­arða króna. – kij

Attestor hef­ur selt hátt í 4 pró­senta hlut frá því í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.