Unnt að nota sím­ann sem greiðslu­kort

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Lands­bank­inn verð­ur fyrsti bank­inn á Íslandi og þriðja fjár­mála­fyr­ir­ta­ek­ið í Evr­ópu til að inn­leiða nýja greiðslu­lausn VISA sem fel­ur í sér að haegt verð­ur að greiða fyr­ir vör­ur og þjón­ustu með sím­an­um ein­um og sér. Tölu­verð reynsla er af þess­ari lausn í Banda­ríkj­un­um.

„Með því að ná í korta­app­ið get­ur þú not­að sím­ann al­veg eins og þú sért með kort­ið í hend­inni um all­an heim,“seg­ir Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Lands­bank­ans, í sam­tali við Mark­að­inn, en hún hef­ur sjálf próf­að app­ið und­an­farn­ar vik­ur. „Þetta get­ur ein­fald­að líf­ið á marg­vís­leg­an hátt, til daem­is þeg­ar mað­ur fer út að hlaupa og skil­ur vesk­ið eft­ir heima.“

Korta­app­ið var gert að­gengi­legt í Google Play Store í byrj­un októ­ber og er nú í próf­un­um. Skrá þarf korta­upp­lýs­ing­ar í app­ið en óþarfi er að opna app­ið til að greiða. Ein­ung­is

Þetta get­ur ein­fald­að líf­ið á marg­vís­leg­an hátt, til daem­is þeg­ar mað­ur fer út að hlaupa og skil­ur vesk­ið eft­ir heima.

þarf að opna sím­ann og leggja hann að pos­an­um. Þrem­ur sek­únd­um eft­ir að faersl­an fer í gegn faer við­kom­andi til­kynn­ingu um við­skipt­in í sím­ann.

Lilja Björk seg­ir að Lands­bank­inn hafi sett stafra­ena þró­un í for­gang og að sam­starf­ið við VISA komi sér vel í þeim efn­um.

„Við slá­um nokkr­ar flug­ur í einu höggi með því að vera í sam­starfi við stórt fyr­ir­ta­eki sem sér um þró­un og út­breiðslu á al­þjóða­vísu. Þá get­um við nýtt hönn­uði og þró­un­art­eymi okk­ar í önn­ur stafra­en verk­efni. Eft­ir að við inn­leidd­um nýtt grunn­kerfi í fyrra höf­um við getað sett auk­inn kraft í að búa til stafra­en­ar lausn­ir fyr­ir við­skipta­vini.“

Fyrst um sinn verð­ur að­eins haegt að hlaða app­inu nið­ur í Androidsím­um. Það verð­ur ekki að­gengi­legt í iPho­ne-sím­um fyrr en Apple opn­ar fyr­ir Apple Pay á Íslandi. – tfh

Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Lands­bank­ans. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.