Launa­hlut­fall­ið hvergi haerra inn­an OECD

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Hlut­fall launa af verð­ma­eta­sköp­un at­vinnu­lífs­ins nem­ur ríf­lega 62 pró­sent­um og er það haesta hér á landi á með­al OECD-ríkj­anna. Það þýð­ir að hvergi inn­an að­ild­ar­ríkja OECD renn­ur staerri hluti þess virð­is­auka, sem verð­ur til við at­vinnu­starf­semi, til laun­þega en á Íslandi.

Í ný­legri skýrslu Gylfa Zoega hag­fra­eði­pró­fess­ors er tek­ið fram að umra­ett hlut­fall sé nú nála­egt hápunkti ár­anna fyr­ir hrun sem bendi til þess að hagn­að­ur sé ekki mik­ill í sögu­legu sam­hengi.

Verg­ar þátta­tekj­ur at­vinnu­lífs­ins, sem eru hér skil­greind­ar sem verg lands­fram­leiðsla, fyr­ir ut­an hið op­in­bera og fjár­mála­kerf­ið, að frá­dregn­um óbein­um skött­um, skipt­ast í laun og fjár­magn.

Mið­að við töl­ur Hag­stofu Ís­lands má gera ráð fyr­ir að hlut­fall launa og launa­tengdra gjalda af verg­um þátta­tekj­um fari yf­ir 62 pró­sent hér á landi í ár en til sam­an­burð­ar er launa­hlut­fall­ið um 59 pró­sent í Sví­þjóð, 57 pró­sent í Kan­ada og 40 pró­sent á Grikklandi, svo fá­ein daemi séu tek­in.

Hlut­fall fjár­magns­ins, það sem fyr­ir­ta­eki hafa til ráð­stöf­un­ar til með­al ann­ars greiðslu vaxta, tekju­skatta og af­skrifta, er sem því nem­ur minna eða taep­lega 37 pró­sent hér á landi. Bend­ir haerra launa­hlut­fall til þess að launa­greiðsl­ur séu að aukast hrað­ar en arð­semi rekstr­ar og hlut­ur fyr­ir­ta­ekja í virðs­auk­an­um fari því sam­hliða minnk­andi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.