Tug­millj­arða hlut­ur í HS Orku til sölu

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Kanadíska orku­fyr­ir­ta­ek­ið Inner­gex kann­ar nú sölu á 53,9 pró­senta hlut sín­um í HS Orku. Form­legt sölu­ferli hófst fyrr í þess­um mán­uði. Á með­al eigna HS Orku er 30 pró­senta hlut­ur í Bláa lón­inu. BMO og Stöpl­ar hafa um­sjón með söl­unni.

Kanadíska orku­fyr­ir­ta­ek­ið Inner­gex hef­ur ákveð­ið að bjóða til sölu taep­lega 54 pró­senta eign­ar­hlut sinn í HS Orku. Form­legt sölu­ferli hófst um miðj­an þenn­an mán­uð, sam­kvaemt heim­ild­um Mark­að­ar­ins, en gróf­lega áa­etl­að gaeti virði hlut­ar­ins ver­ið í kring­um þrjá­tíu millj­arð­ar króna. Á með­al eigna fyr­ir­ta­ek­is­ins er 30 pró­senta hlut­ur í Bláa lón­inu.

Inner­gex eign­að­ist hlut­inn í HS Orku í byrj­un þessa árs þeg­ar það gekk frá kaup­um á öllu hluta­fé kanadíska orku­fé­lags­ins Alterra. HS Orka er þriðji staersti raf­orku­fram­leið­andi lands­ins og jafn­framt eina orku­fyr­ir­ta­ek­ið á Íslandi sem er í eigu einka­fjár­festa.

Fram kem­ur í fjár­festa­kynn­ingu vegna sölu­ferl­is­ins, sem Markaðurinn hef­ur und­ir hönd­um og ber heit­ið Proj­ect Thor, að áa­etl­að­ur hagn­að­ur HS Orku fyr­ir fjár­magnsliði, af­skrift­ir og skatta (EBITDA) á ár­inu 2019 sé 31 millj­ón Banda­ríkja­dala, jafn­virði um 3,7 millj­arða króna. Gert er ráð fyr­ir að EBITDA fé­lags­ins muni hins veg­ar naerri tvö­fald­ast og verða um 60 millj­ón­ir dala á ár­inu 2023.

Ráð­gjaf­ar Inner­gex í sölu­ferl­inu eru kanadíski bank­inn Bank of Montreal og ís­lenska ráð­gjaf­ar­fyr­ir­ta­ek­ið Stöpl­ar Ad­visory, en fram­kvaemda­stjóri og ann­ar eig­andi þess er Jón Ótt­ar Birg­is­son.

Aðr­ir hlut­haf­ar HS Orku eru sam­lags­hluta­fé­lag­ið Jarð­varmi, sem er í eigu fjór­tán ís­lenskra líf­eyr­is­sjóða, með 33,4 pró­senta hlut og fag­fjár­festa­sjóð­ur­inn ORK með 12,7 pró­senta hlut. Sviss­neska fjár­fest­ing­ar­fé­lag­ið DC Renewable Energy gekk frá kaup­um á hlut ORK í byrj­un þessa mán­að­ar en kaup­in eru hins veg­ar ekki frá­geng­in þar sem enn er beð­ið eft­ir því hvort stjórn Jarð­varma muni nýta sér for­kaups­rétt sinn að hlutn­um.

DC Renewable Energy AG er í eigu Bret­ans Ed­munds Tru­ell sem hef­ur lengi unn­ið að því að koma á saestreng á milli Ís­lands og Bret­lands. Breskt syst­ur­fé­lag þess er Atlantic SuperConn­ecti­on sem hef­ur síð­ustu ár unn­ið að fjöl­mörg­um grein­ing­um á fýsi­leika þess að leggja saestreng á milli Ís­lands og Bret­lands. Sam­kvaemt heim­ild­um Mark­að­ar­ins hef­ur sviss­neska fjár­fest­inga­fé­lag­ið áhuga á að baeta enn frek­ar við hlut sinn í HS Orku og kaupa rúm­lega helm­ings­hlut Inner­gex í fé­lag­inu. Sem vaent­an­leg­ur hlut­hafi í HS Orku mun fé­lag­ið hafa for­kaups­rétt að þeim hlut komi til þess að hann verði seld­ur en sam­kvaemt sam­þykkt­um HS Orku hafa hlut­haf­ar, að fé­lag­inu sjálfu frá­gengnu, for­kaups­rétt að hlut­um í fyr­ir­ta­ek­inu við eig­enda­skipti í hlut­falli við hluta­fjár­eign sína.

Á með­al eigna HS Orku er sem fyrr seg­ir 30 pró­senta hlut­ur í Bláa lón­inu en í fjár­festa­kynn­ing­unni kem­ur fram að gert sé ráð fyr­ir 1,4 millj­ón­um gesta í lón­ið á ár­inu 2019 og að þeir muni greiða að með­al­tali um 52 evr­ur, jafn­virði um sjö þús­und króna á nú­ver­andi gengi, hver í að­gangs­eyri. Eign­ar­hlut­ur fyr­ir­ta­ek­is­ins í Bláa lón­inu var sett­ur í sölu­ferli um miðj­an maí á síð­asta ári og var það sjóð­ur í stýr­ingu Blackst­one, eins staersta fjár­fest­ing­ar­sjóðs heims, sem átti haesta til­boð­ið, eða um 11 millj­arða króna. Ekk­ert varð hins veg­ar af söl­unni eft­ir að stjórn Jarð­varma ákvað að beita neit­un­ar­valdi sínu, á grund­velli hlut­hafa­sam­komu­lags um minni­hluta­vernd, og hafna til­boð­inu.

Hagn­að­ur HS Orku, sem á og rek­ur orku­ver í Svartsengi og á Reykja­nesi, í fyrra nam 4.588 millj­ón­um króna og jókst um lið­lega 1.500 millj­ón­ir á milli ára. Þá juk­ust rekstr­ar­tekj­ur um 430 millj­ón­ir og voru rúm­lega 7.530 millj­ón­ir á ár­inu 2017. Heild­ar­eign­ir HS Orku námu 48,4 millj­örð­um í árs­lok 2017 og eig­ið fé fé­lags­ins var um 35,5 millj­arð­ar. hor­d­ur@fretta­bla­did.is

HS Orka á og rek­ur orku­ver í Svartsengi og á Reykja­nesi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.