Telja rann­sókn Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins ólög­ma­eta

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Lyf og heilsa ger­ir marg­vís­leg­ar at­huga­semd­ir við rann­sókn Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins á samruna­máli apó­teka­keðj­unn­ar og Apó­teks MOS í Mos­fells­bae og tel­ur að hlutla­egn­is­skylda, rann­sókn­ar­regla og jafnra­eðis­regla stjórn­sýslu­laga hafi ver­ið fót­um troðn­ar. Áskil­ur keðj­an sér sér­stak­lega rétt til þess að hafa uppi skaða­ba­et­ur vegna þess tjóns sem hún tel­ur að máls­með­ferð­in hafi leitt til.

Þetta er á með­al þess sem fram kem­ur í bréfi sem stjórn­end­ur Lyfja og heilsu skrif­uðu Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu 11. októ­ber síð­ast­lið­inn. Eft­ir­lit­ið ógilti sem kunn­ugt er kaup­in í síð­ustu viku en það var nið­ur­staða þess að samruni umra­eddra apó­teka myndi valda við­skipta­vin­um þeirra veru­legu sam­keppn­is­legu tjóni. Telja má víst að ákvörð­un­in verði kaerð til áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála.

Í bréfa­skrift­um Lyfja og heilsu og Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins kem­ur með­al ann­ars fram að apó­teka­keðj­an telji ein­sýnt að rann­sókn máls­ins hafi ráð­ist af fyr­ir­fram mót­aðri af­stöðu eft­ir­lits­ins til kaup­anna, þar sem gögn sem ekki henti mála­til­bún­aði þess hafi ver­ið huns­uð.

„Lyf og heilsa tel­ur ljóst að frummat Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins byggi á rann­sókn þar sem vís­vit­andi hafi ver­ið lit­ið fram hjá raun­gögn­um sem fé­lag­ið hafi þó ít­rek­að vak­ið at­hygli á. Telji fé­lag­ið liggja í aug­um uppi að vaeri hlutla­egni gaett við rann­sókn­ina, blasi það við að samrun­inn sé ekki til þess fall­inn að raska sam­keppni,“seg­ir í bréfi Lyfja og heilsu.

Stjórn­end­ur Apó­teks MOS eru jafn­framt ósátt­ir við fram­göngu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins og segja í bréfi til eft­ir­lits­ins að „með­ferð máls­ins virð­ist án for­da­ema sé lit­ið til annarra samruna­mála sem Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hef­ur haft til með­ferð­ar og úr­skurð­að í ný­lega“.

Í bréfi Apó­teks MOS er jafn­framt rak­ið að eig­andi apó­teks­ins sé kom­inn á eft­ir­launa­ald­ur og eigi eft­ir þrjú ár af starfs­aldri sín­um sem lyf­sölu­leyf­is­hafi.

Til þess að liðka fyr­ir kaup­un­um lagði Lyf og heilsa til að Apó­tek MOS yrði rek­ið í svo til óbreyttri mynd til tveggja ára en Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið taldi sátta­til­lög­una ekki duga til þess að eyða sam­keppn­is­hamlandi áhrif­um kaup­anna. – kij

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið ógilti í síð­ustu viku kaup apó­teka­keðj­unn­ar Lyfja og heilsu á Opnu ehf. sem rek­ur Apó­tek MOS í Mos­fells­bae. FRÉTTABLAÐIÐ/HANNA

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.