Laun haekk­að al­mennt hrað­ar en tekj­ur

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn - – –

Launa­kostn­að­ur fimmtán skráðra fé­laga hef­ur vax­ið um­fram tekj­ur á síð­ustu fjór­um ár­um. For­stjóri Origo seg­ir það áfram­hald­andi verk­efni að leita leiða til hagra­eð­ing­ar. Seðla­bank­inn seg­ir óljóst hve mik­ið svig­rúm fyr­ir­ta­eki hafa til þess að maeta launa­haekk­un­um.

Launa­kostn­að­ur skráðra fé­laga hef­ur al­mennt vax­ið hrað­ar en tekj­ur og rekstr­ar­hagn­að­ur fé­lag­anna frá ár­inu 2015, sam­kvaemt at­hug­un Mark­að­ar­ins. At­hug­un­in leið­ir í ljós að hlut­fall launa­kostn­að­ar af tekj­um fimmtán fé­laga sem skráð eru á að­all­ista Kaup­hall­ar­inn­ar hef­ur haekk­að á und­an­förn­um fjór­um ár­um en á sama tíma hef­ur launa­kostn­að­ur tólf skráðra fé­laga vax­ið um­fram rekstr­ar­hagn­að þeirra.

Ari Edwald, for­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar, seg­ir að til lengd­ar geti ekk­ert at­vinnu­líf stað­ið und­ir við­líka launa­haekk­un­um og sést hafa und­an­far­in ár.

Finn­ur Odds­son, for­stjóri Origo, seg­ir að það verði „áfram­hald­andi verk­efni á naest­unni“að leita leiða til hagra­eð­ing­ar.

Seðla­banki Ís­lands tek­ur fram í nýju riti um fjár­mála­stöð­ug­leika að „óljóst“sé hversu mik­ið svig­rúm fyr­ir­ta­eki hafi til hagra­eð­ing­ar til þess að maeta launa­haekk­un­um.

„Hagn­að­ur fyr­ir­ta­ekja hef­ur vax­ið á síð­ustu ár­um en veru­lega hef­ur haegt á vext­in­um og vís­bend­ing­ar eru um að draga muni úr hagn­aði þeirra á ár­inu. Stjórn­end­ur staerstu fyr­ir­ta­ekja lands­ins eru al­mennt svart­sýnni nú en þeir hafa ver­ið und­an­far­in ár og fleiri en áð­ur bú­ast við því að hagn­að­ur verði minni í ár en í fyrra,“seg­ir jafn­framt í riti Seðla­bank­ans.

Launa­kostn­að­ur í at­vinnu­líf­inu hef­ur haekk­að skarpt á und­an­förn­um ár­um en sam­kvaemt töl­um frá Hag­stofu Ís­lands námu launa­haekk­an­ir 26,8 pró­sent­um frá júlí 2015 til júlí 2018. Á sama tíma­bili haekk­aði raun­gengi á maeli­kvarða launa um meira en 50 pró­sent sem þýð­ir að launa­kostn­að­ur á Íslandi haekk­aði um meira en 50 pró­sent um­fram launa­kostn­að keppi­nauta er­lend­is.

Ha­erri launa­kostn­að­ur hef­ur þrýst á verð­haekk­an­ir og hafa ýms­ir þjón­ustu­lið­ir, eins og þeir eru skil­greind­ir af Hag­stof­unni, haekk­að um tugi pró­senta í verði á und­an­förn­um þrem­ur ár­um. Eru það síð­ur vinnu­afls­frek­ar at­vinnu­grein­ar sem ráða við mikl­ar launa­haekk­an­ir en sem daemi haekk­aði verð á hót­el-, pó­stog heim­il­is­þjón­ustu á bil­inu 23 til 27 pró­sent frá ág­úst 2015 til ág­úst 2018.

Ólík launa­þró­un er­lend­is

Ari seg­ir að frá því í maí 2015 og fram í júlí 2018 hafi veg­ið með­al­tal samn­ings­bund­inna launa­haekk­ana hjá Mjólk­ur­sam­söl­unni num­ið yf­ir 40 pró­sent­um. „Ég held að það þurfi ekki að hafa mörg orð um að ekk­ert at­vinnu­líf stend­ur und­ir slíkri þró­un til lengd­ar.

Og það er al­veg ljóst að þessi þró­un er í engu samra­emi við það sem tíðk­ast í lönd­un­um í kring­um okk­ar,“nefn­ir hann og bend­ir með­al ann­ars á að raun­gengi krón­unn­ar hafi haekk­að veru­lega und­an­far­in ár sem skaði sam­keppn­is­stöðu fyr­ir­ta­ekja.

Finn­ur bend­ir á að hjá Origo hafi heild­ar­kostn­að­ur vegna launa og tengdra gjalda auk­ist um­tals­vert á und­an­förn­um ár­um í takti við kjara­samn­ings­bundn­ar haekk­an­ir og al­menna launa­þró­un.

„Eðli­lega hef­ur þessi kostn­að­ar­auki mik­il áhrif á okk­ar rekst­ur og hef­ur af­koma und­an­farna fjórð­unga ver­ið und­ir vaent­ing­um. Við höf­um því leit­að leiða til að hagra­eða í okk­ar rekstri, með­al ann­ars í launa­kostn­aði, og er ljóst að það verð­ur áfram­hald­andi verk­efni okk­ar á naest­unni,“nefn­ir Finn­ur.

Ari seg­ir að af fyr­ir­liggj­andi kröfu­gerð­um verka­lýðs­fé­lag­anna megi ráða að marg­ir telji naega inn­ista­eðu fyr­ir fram­haldi á launa­þró­un síð­ustu ára. „Það er ekk­ert laun­ung­ar­mál að ég tel það af og frá. Það er úti­lok­að. Það verð­ur að staldra við og ná and­an­um áð­ur en lengra er hald­ið í ein­hverj­um stór­kost­leg­um breyt­ing­um.“

Hann seg­ist binda von­ir við að dei­lend­ur setj­ist sam­an og fari bet­ur yf­ir þau gögn sem liggja fyr­ir. „Mað­ur trú­ir ekki öðru en að kjara­samn­ing­ar verði byggð­ir á ein­hverj­um for­send­um þar sem menn fara yf­ir töl­ur og bera sam­an baek­ur sín­ar. Það hlýt­ur að vera mik­ið eft­ir af þeirri vinnu mið­að við hvað mik­ið ber í milli í orðra­eð­unni,“seg­ir Ari.

Hann seg­ir ekki síð­ur mik­ilvaegt við þess­ar að­sta­eð­ur þar sem bog­inn hafi ver­ið spennt­ur til hins ítr­asta að stjórn­völd líti til þess hvað þau geti gert til þess að laga starfs­um­hverfi at­vinnu­lífs­ins til þess að auð­velda fyr­ir­ta­ekj­um að standa und­ir kostn­að­ar­haekk­un­um.

„Þeg­ar press­an er svona mik­il er aldrei mik­ilvaeg­ara að fyr­ir­ta­eki fái að hagra­eða og að ekki séu lagð­ar á at­vinnu­grein­ar frek­ari íþyngj­andi byrð­ar nema brýna nauð­syn beri til. Krón­urn­ar koma úr sama vasa að þessu leyt­inu til.

Kröf­ur sem auka kostn­að í rekstri fyr­ir­ta­ekja, hverju nafni sem þa­er nefn­ast, draga úr getu fyr­ir­ta­ekja til þess að standa und­ir haekk­andi launa­kostn­aði.“hor­d­ur@fretta­bla­did.is, krist­inn­ingi@fretta­bla­did.is

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.