Nettó aetl­ar að tí­falda net­versl­un­ina

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Fram­kvaemda­stjóri versl­un­ar­sviðs Sam­kaupa seg­ir mik­inn vöxt í net­versl­un með mat­vör­ur fram und­an. Við­skipta­vin­ir kaupi ferskvör­ur á net­inu í jafn­mikl­um maeli og í venju­leg­um versl­un­um. Skoða opn­un á fimm nýj­um af­hend­ing­ar­stöð­um vegna eft­ir­spurn­ar.

Net­versl­un Nettó hef­ur vax­ið ört frá því að henni var hleypt af stokk­un­um fyr­ir rúmu ári í gegn­um mark­aðs­torg­ið aha.is. Fyr­ir­ta­ek­ið stefn­ir á mik­inn vöxt naestu ár­in í takt við auk­in mat­ar­inn­kaup lands­manna á net­inu.

„Hver mán­uð­ur sem líð­ur er staersti mán­uð­ur­inn. Októ­ber verð­ur staersti mán­uð­ur­inn frá upp­hafi, nóv­em­ber verð­ur staersti mán­uð­ur­inn frá upp­hafi og svo koll af kolli. Við er­um að sjá fyr­ir okk­ur að á naestu þrem­ur ár­um muni net­versl­un Nettó tí­fald­ast að staerð,“seg­ir Gunn­ar Eg­ill Sig­urðs­son, fram­kvaemda­stjóri versl­un­ar­sviðs Sam­kaupa.

Sam­kvaemt skýrslu Rann­sókn­ar­set­urs versl­un­ar­inn­ar var ár­svöxt­ur í sölu á mat á net­inu naest­um 170 pró­sent þeg­ar velta á fyrri helm­ingi 2017 er bor­in sam­an við sama tíma­bil 2018. „Mat­vör­ur hafa ver­ið á eft­ir öðr­um vör­um eins og rafta­ekj­um og fatn­aði í net­versl­un en við sjá­um mik­inn vöxt fram und­an. Þetta er svip­að og þeg­ar mað­ur hik­aði við að klára fyrstu flug­miða­kaup­in á net­inu og hringdi í sölu­skrif­stof­una. Þeg­ar þetta er kom­ið í vana verð­ur ekki aft­ur snú­ið.“

Gunn­ar Eg­ill seg­ir að það hafi kom­ið á óvart hversu stór hluti ferskvör­ur eru af mat­ar­kaup­um fólks í net­versl­un Nettó. „Ég hafði bú­ið teym­ið und­ir það að megn­ið af söl­unni yrði hillu­vör­ur. Síð­an kom á dag­inn að þeir sem eru að versla á net­inu haga sér eins og í venju­legri versl­un og treysta okk­ur til að út­vega góð­ar ferskvör­ur,“seg­ir Gunn­ar Eg­ill og baet­ir við að einnig hafi kom­ið á óvart að þeir sem panta á net­inu virð­ast horfa lengra fram í tím­ann en þeir sem fara í versl­an­ir. Sal­an sé hlut­falls­lega meiri. Í upp­hafi var einn af­hend­ing­ar­stað­ur, í Mjódd­inni, en fyrr á þessu ári var strax far­ið í að baeta öðr­um við vegna mik­ill­ar eft­ir­spurn­ar. Þá eru fjór­ir til fimm á teikni­borð­inu.

„Við sáum að marg­ir í vest­ur­hluta borg­ar­inn­ar nýta sér þjón­ust­una í Mjódd­inni og við ákváð­um þá að opna aðra af­hend­ing­ar­að­stöðu úti á Gr­anda. Nú er­um við að skoða það að opna einn til tvo af­hend­ing­ar­staði á höf­uð­borg­ar­svaeð­inu og mögu­leik­ann á að opna á Akur­eyri og í Reykja­nes­bae. Við fá­um sí­fellt fleiri beiðn­ir um að opna á Akur­eyri og í Reykja­nes­bae og við met­um það svo að þessi mark­aðs­svaeði geti ver­ið nógu stór til þess að standa und­ir þjón­ust­unni.“

Unn­ið er að því að setja upp sjálf­virka af­hend­ing­ar­stöð í Mjódd þar sem fólk get­ur sótt pant­að­ar vör­ur í sér­staka skápa. „Hug­mynd­in er sú að þú pant­ar og þú faerð send­an kóða. Þeg­ar þú kem­ur síð­an nið­ur á stað­inn slaerðu inn kóð­ann og skáp­arn­ir opn­ast. Það er einn skáp­ur fyr­ir frysti­vör­ur, ann­ar fyr­ir kaeli­vör­ur og þriðji fyr­ir hillu­vör­ur.“

Þá seg­ir Gunn­ar Eg­ill að það hafi ver­ið áskor­un að sníða lausn fyr­ir eins lít­inn mark­að og Ís­land, og halda verði lágu. „Við ákváð­um að fara þá leið að nýta versl­an­ir Nettó og okk­ar góða starfs­fólk þar til að veita þjón­ust­una í stað þess að vera með miðla­egt vöru­hús. Það er skil­virkni í formi sam­nýt­ing­ar og ger­ir okk­ar einnig kleift að við­halda gaeð­un­um bet­ur en ella. Síð­an höf­um við séð þetta skila sér í ána­egju við­skipta­vina því mið­að við mael­ing­ar hef­ur Nettó aldrei séð eins há­an ána­egjustuð­ul og sést hjá við­skipta­vin­um net­versl­un­ar.“– tfh

Gunn­ar Eg­ill seg­ir að hver mán­uð­ur sem líði sé staersti mán­uð­ur­inn í sölu.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Net­versl­un á vör­um Nettó fer fram gegn­um mark­aðs­torg­ið aha.is.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.