Virk­um fjár­fest­um faekk­ar

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Dag­leg með­al­velta á verð­bréfa­mark­aði hef­ur dreg­ist sam­an um naerri 30% frá 2013. Helsta ásta­eð­an fram­an af var minnk­andi velta á skulda­bréfa­mark­aði, en leið­rétt fyr­ir vísi­tölu neyslu­verðs hafa skulda­bréfa­við­skipti það sem af er ári ekki ver­ið jafn lít­il síð­an 2000. Ef skoð­að­ar eru töl­ur frá 2017 og það sem af er 2018, hvort held­ur sem er í hluta­bréf­um eða skulda­bréf­um, er sam­drátt­ur­inn um 20% milli ára. Líta má svo á að dag­leg með­al­velta skráðra verð­bréfa á Íslandi sé einn maeli­kvarði á við­skipta­vilja mark­aðs­að­ila. Fleiri við­skipti, og þar með auk­in velta, gefa til kynna fjöl­breytt­ari skoð­ana­skipti mark­aðs­að­ila, og er auk þess einn maeli­kvarði á selj­an­leika. Mark­aðs­verð end­ur­spegl­ar því und­ir­liggj­andi áhaettu bet­ur ef velt­an er meiri.

Eina ár­ið frá 2013 þar sem velt­an jókst á milli ára í báð­um verð­bréfa­flokk­um var 2015, eða um 30%. Nýfjár­fest­ing er­lendra að­ila í verð­bréf­um var kraft­mik­il það ár, en

er­lend nýfjár­fest­ing nam um 60 millj­örð­um, um 90% af þeirri upp­haeð fór í skulda­bréf. Heild­ar­upp­haeð ný­fjár­fest­ing­ar minnk­aði í 40 millj­arða ár­ið eft­ir, en þá fór að bera meira á hluta­bréfa­fjár­fest­ing­um. Sama ár var til­kynnt um inn­fla­eðis­höft á fjár­magn sem áð­ur hafði leit­að á skulda­bréfa­mark­að­inn. Á fyrstu 8 mán­uð­um þessa árs leit­uðu að­eins 100 millj­ón­ir af er­lendu inn­fla­eði inn á skulda­bréfa­mark­að­inn, á sama tíma komu um 11 millj­arð­ar inn á hluta­bréfa­mark­að­inn. Ljóst er að veru­lega hef­ur haegt á er­lendu inn­fla­eði inn á verð­bréfa­mark­að.

Það er varla til­vilj­un að sam­drátt­ur í er­lendu inn­fla­eði hafi far­ið sam­an með minnk­andi veltu. Er­lend­ar rann­sókn­ir benda til þess að velta sé meiri á mörk­uð­um með er­lent inn­fla­eði. Það kann að skýr­ast af því að eðli er­lendra fjár­festa er ann­að en inn­lendra. Staerstu fjár­fest­arn­ir hér á landi eru líf­eyr­is­sjóð­ir sem hreyfa sig mun sjaldn­ar en aðr­ir þeg­ar kem­ur að fjár­fest­ing­ar­ákvörð­un­um. Þá hafa sjóð­irn­ir ein­beitt sér í aukn­um maeli síð­astu miss­eri að er­lend­um fjár­fest­ing­um og sjóðs­fé­lagalán­um, sem dreg­ur úr fjár­magni sem leit­ar á ís­lensk­an verð­bréfa­mark­að. Sam­hliða hafa inn­lend­ir verð­bréfa- og fjár­fest­inga­sjóð­ir far­ið minnk­andi. Þetta hef­ur haft þau áhrif að velta inn­lendra stofnana­fjár­festa hef­ur minnk­að.

Hlut­fall er­lendra fjár­festa á hluta­bréfa­mark­aði er taep­lega 19% um þess­ar mund­ir, en hlut­fall­ið var rúm­lega 25% ár­ið 2017 eft­ir ága­et­is aukn­ingu milli ára. Fór það haest ár­ið 2007 þeg­ar hlut­fall­ið var taep­lega 39%, ekki ósvip­að og á Norð­ur­lönd­un­um í dag. Minnk­andi hlut­fall er­lendra fjár­festa hef­ur þannig dreg­ið úr hlut­falli virkra fjár­festa á mark­aðn­um, sam­hliða því sem stór­ir inn­lend­ir fjár­fest­ir hafa dreg­ið úr við­skipt­um sín­um. Þá hef­ur hluta­bréfa­eign al­menn­ings lít­ið breyst frá 2010, þeg­ar hlut­fall­ið minnk­aði í 4,5%, en meiri virkni fylg­ir oft á tíð­um minni fjár­fest­um. Hlut­fall­ið var rúm­lega 13% að með­al­tali 2002-2007. Minni velta á hluta­bréfa­mörk­uð­um get­ur þó einnig ver­ið birt­ing­ar­mynd þess að dreg­ið hafi úr áhuga fjár­festa sök­um lé­legr­ar ávöxt­un­ar. Upp­gjör þó nokk­urra fyr­ir­ta­ekja hafa vald­ið von­brigð­um að und­an­förnu auk þess sem staerð hluta­bréfa­mark­að­ar­ins og fjöldi skráðra fyr­ir­ta­ekja er um­hugs­un­ar­efni. Marg­ir fjár­fest­ar treysta sér að­eins til að eiga ákveð­ið hlut­fall í hverju fyr­ir­ta­eki sök­um áhaettu. Því er fyr­ir öllu að fá fjöl­breytt­ari fjár­festa­flóru inn á ís­lensk­an verð­bréfa­mark­að.

Fjölga þarf virk­um fjár­fest­um ef tryggja á eðli­lega verð­mynd­un á fjár­mála­mörk­uð­um hér á landi. Víða er­lend­is er lit­ið á að­komu er­lendra fjár­festa sem styrk­leika­merki – til marks um traust þeirra á hag­kerf­inu. Auk þess fylg­ir slík­um fjár­fest­um agi, þar sem er­lend­ir sjóð­ir starfa oft­ast naer eft­ir ströng­um fjár­fest­ing­ar­skil­yrð­um. Þannig get­ur að­koma þeirra stutt við fram­þró­un fjár­mála­kerf­is­ins hér á landi. Að sama skapi þarf að leita leiða til virkja bet­ur inn­lenda fjár­festa. Banka- og fjár­mála­kerf­ið þarf að koma bet­ur til móts við ein­staka fjár­festa með lausn­um sem henta nýj­um fjár­fest­ing­ar­veru­leika. Nán­ar verð­ur fjall­að um slík­ar lausn­ir í naestu grein­um á veg­um Kviku og Júpíter.

Ávöxt­un­ar­krafa ít­alskra rík­is­skulda­bréfa rauk upp eft­ir að Moo­dy’s laekk­aði láns­haef­is­ein­kunn lands­ins og hót­aði að faera ein­kunn­ina nið­ur í rusl­flokk. Ákvörð­un mats­fyr­ir­ta­ek­is­ins vakti mikla at­hygli í land­inu, eins og sést á for­síð­um allra helstu dag­blað

Ragn­ar Dyer fram­kvaemda­stjóri Júpiter

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.