Best­sell­er á Íslandi tap­aði 105 millj­ón­um

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Best­sell­er á Íslandi, sem rek­ur með­al ann­ars tísku­vöru­versl­an­irn­ar Vero Moda, Vila, Jack & Jo­nes, Selected og Name It, tap­aði lið­lega 105 millj­ón­um króna í fyrra sam­kvaemt árs­reikn­ingi fé­lags­ins, V.M. ehf.

Til sam­an­burð­ar hagn­að­ist fé­lag­ið um 316 millj­ón­ir króna ár­ið 2016 en sölu­hagn­að­ur rekstr­ar­fjármuna upp á 489 millj­ón­ir króna lit­aði af­kom­una það ár­ið.

Best­sell­er á Íslandi seldi vör­ur fyr­ir sam­an­lagt 1.379 millj­ón­ir króna á síð­asta ári og dróst sal­an sam­an um 9,6 pró­sent frá fyrra ári. Álagn­ing af vöru­söl­unni nam taep­um 816 millj­ón­um króna í fyrra en hún var um 893 millj­ón­ir króna ár­ið 2016.

Rekstr­artap fé­lags­ins nam 7 millj­ón­um á síð­asta ári bor­ið sam­an við rekstr­ar­hagn­að upp á 152 millj­ón­ir ár­ið 2016.

Fé­lag­ið átti eign­ir upp á 1.295 millj­ón­ir króna í lok síð­asta árs en þar af námu veltu­fjár­mun­ir 1.105 millj­ón­um. Skuld­irn­ar námu um 1.267 millj­ón­um króna og þar af voru skamm­tíma­skuld­ir 684 millj­ón­ir króna.

Var eig­ið fé fé­lags­ins ríf­lega 28 millj­ón­ir króna í lok árs­ins og eig­in­fjár­hlut­fall­ið því um 2,2 pró­sent.

V.M. er í eigu fjár­fest­inga­fé­lags­ins Vörðu Capital sem er að staerst­um hluta í eigu Jónas­ar Hag­an Guð­munds­son­ar og Gríms Garð­ars­son­ar. Í árs­reikn­ingn­um er tek­ið fram að fjár­fest­inga­fé­lag­ið sé til­bú­ið til þess að styðja við áfram­hald­andi rekst­ur V.M. með eig­in­fjár­fram­lagi sem nauð­syn­legt er til að tryggja rekstr­ar­haefi fé­lags­ins. – kij

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.