Sekt­ar Lands­bank­ann um hálfa millj­ón á dag

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Lands­bank­inn hef­ur þurft að greiða Fjár­mála­eft­ir­lit­inu 23 millj­ón­ir króna í sekt frá því í sept­em­ber. Eft­ir­lit­ið sekt­ar bank­ann um hálfa millj­ón á dag til þess að knýja á um að hann selji hlut sinn í Eyri. Bank­inn seg­ist vinna að lausn máls­ins.

16

Fjár­mála­eft­ir­lit­ið hef­ur frá því um miðj­an síð­asta mán­uð sekt­að Lands­bank­ann um hálfa millj­ón króna á dag til þess að knýja á um að bank­inn selji 22 pró­senta hlut sinn í Eyri In­vest, staersta ein­staka hlut­hafa Mar­els. Bank­inn hef­ur haft hlut­inn til sölu með op­in­ber­um haetti frá því í maí ár­ið 2016 án þess að við­un­andi til­boð, að hans mati, hafi borist.

Frá því að Fjár­mála­eft­ir­lit­ið hóf að leggja dag­sekt­ir á Lands­bank­ann þann 15. sept­em­ber síð­ast­lið­inn hafa sekt­irn­ar num­ið sam­an­lagt 23 millj­ón­um króna. Í svari bank­ans við fyr­ir­spurn Mark­að­ar­ins seg­ir að bank­inn hafi lengi reynt að selja bréf­in í Eyri In­vest og ákvörð­un Fjár­mála­eft­ir­lits­ins geri það enn brýnna en áð­ur.

„Bank­inn er að meta mögu­leg við­brögð í fram­haldi af ákvörð­un Fjár­mála­eft­ir­lits­ins,“seg­ir jafn­framt í svar­inu.

Eyr­ir In­vest fer með 25,9 pró­senta hlut í Mar­el, lang­sam­lega staersta fé­lag­inu í Kaup­höll­inni, og er óbeinn eign­ar­hlut­ur Lands­bank­ans í háta­eknifyr­ir­ta­ek­inu met­inn á rúm­lega 16 millj­arða króna. Til við­bót­ar á fjár­fest­inga­fé­lag­ið 43,4 pró­senta hlut í Eyri Sprot­um, sem fjár­fest­ir í ný­sköp­un­ar­fyr­ir­ta­ekj­um, og þriðj­ungs­hlut í Efni Media, sem sel­ur vör­ur og þjón­ustu í gegn­um net­ið og sam­fé­lags­miðla.

Hreið­ar Bjarna­son, fram­kvaemda­stjóri fjár­mála hjá Lands­bank­an­um, sit­ur í stjórn Eyr­is In­vest fyr­ir hönd bank­ans.

Eign­ar­hald Lands­bank­ans í Eyri In­vest telst fela í sér tíma­bundna starf­semi í skiln­ingi laga um fjár­mála­fyr­ir­ta­eki, enda er um að raeða fé­lög í óskyld­um rekstri, og hef­ur Fjár­mála­eft­ir­lit­ið á und­an­förn­um ár­um veitt bank­an­um fresti til þess að minnka hlut sinn í fjár­fest­inga­fé­lag­inu.

Fjár­mála­eft­ir­lit­ið hef­ur sagt í fyrri til­kynn­ing­um að geti fjár­mála­fyr­ir­ta­eki ekki stað­ið við gefna fresti og ekki liggi fyr­ir fullna­egj­andi rök, að mati eft­ir­lits­stofn­un­ar­inn­ar, fyr­ir veit­ingu við­bótar­frests muni stofn­un­in beita dag­sekt­um og/eða stjórn­valds­sekt­um til þess að knýja á um að­gerð­ir.

Bréf­in snar­haekk­að í verði

Í svari Lands­bank­ans er tek­ið fram að bank­inn hafi boð­ið eign­ar­hlut­inn, sem þá nam 23,3 pró­sent­um af hluta­fé Eyr­is In­vest, til sölu í opnu sölu­ferli í maí ár­ið 2016. Fimm til­boð bár­ust og var þeim öll­um hafn­að þar sem þau þóttu óvið­un­andi að mati bank­ans.

Á þeim tíma var óbeinn hlut­ur bank­ans í Mar­el – í gegn­um Eyri In­vest – met­inn á taep­lega 12 millj­arða króna mið­að við þá­ver­andi gengi bréfa fé­lags­ins en síð­an þá hafa bréf­in haekk­að um taep­lega 50 pró­sent í verði.

Í skýrslu banka­ráðs Lands­bank­ans, sem fylg­ir fjórð­ungs­upp­gjöri bank­ans sem birt var í síð­ustu viku, kem­ur fram að Fjár­mála­eft­ir­lit­ið muni leggja dag­sekt­ir á bank­ann þar til hann hef­ur „orð­ið við úr­bóta­kröfu um að ljúka tíma­bund­inni starf­semi“í Eyri In­vest, eins og það er orð­að. Er bank­inn sagð­ur vinna sem fyrr að lausn máls­ins.

Rekst­ur Mar­els hef­ur geng­ið af­ar vel á und­an­förn­um miss­er­um og skil­aði háta­eknifyr­ir­ta­ek­ið met­tekj­um upp á 297 millj­ón­ir evra á öðr­um árs­fjórð­ungi. Juk­ust tekj­urn­ar um 22 pró­sent á milli ára. Hagn­að­ur Mar­els nam 29,5 millj­ón­um evra á fjórð­ungn­um og jókst um 59 pró­sent frá fyrra ári.

Hagn­að­ur Eyr­is In­vest nam 110 millj­ón­um evra í fyrra, sam­kvaemt árs­reikn­ingi fjár­fest­inga­fé­lags­ins, og jókst um 163 pró­sent á milli ára. Var arð­semi eig­in fjár 34 pró­sent á ár­inu. Heild­ar­eign­ir fé­lags­ins námu ríf­lega 560 millj­ón­um evra í lok síð­asta árs bor­ið sam­an við 465 millj­ón­ir evra í lok árs 2016.

Fyr­ir ut­an Lands­bank­ann eru staerstu hlut­haf­ar Eyr­is In­vest Þórð­ur Magnús­son stjórn­ar­formað­ur með 19 pró­senta hlut og Árni Odd­ur Þórð­ar­son, son­ur hans og for­stjóri Mar­els, með 16 pró­senta hlut. hor­d­ur@fretta­bla­did.is, krist­inn­ingi@fretta­bla­did.is

Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir banka­stjóri. Bank­inn seg­ir ekk­ert við­un­andi til­boð hafa borist í hlut hans. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.