Vill skoða leið­ir til að auka áhuga al­menn­ings

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Al­menn­ir fjár­fest­ar virð­ast hálf­veg­is forð­ast að fjár­festa í hluta­bréf­um.

Ás­geir Jóns­son, dós­ent í hag­fra­eði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir að hrun hluta­bréfa­mark­að­ar­ins ár­ið 2008 hafi ver­ið gríð­ar­legt áfall. Svo virð­ist sem markaðurinn hafi ekki al­veg öðl­ast sama trú­verð­ug­leika og áð­ur.

„Al­menn­ir fjár­fest­ar virð­ast hálf­veg­is forð­ast að fjár­festa í hluta­bréf­um,“nefn­ir Ás­geir. „Víða er­lend­is, til daem­is vest­an­hafs, hef­ur al­menn­ing­ur lagt mik­ið fjár­magn í svo­kall­aða vísi­tölu­sjóði sem hafa ver­ið leið­andi í þeim upp­gangi sem ver­ið hef­ur á mörk­uð­um þar. Hér á landi eru slík­ir sjóð­ir hins veg­ar mjög smá­ir og hafa lít­ið staekk­að á síð­ustu ár­um.

Það má segja að fjár­fest­ar hafi frem­ur keypt fast­eign­ir en hluta­bréf eft­ir hrun. Fa­steigna­mark­að­ur­inn hef­ur að ein­hverju leyti tek­ið við af hluta­bréfa­mark­að­in­um sem eins kon­ar sparn­að­ar­leið fyr­ir al­menna fjár­festa.“

Kanna maetti leið­ir til þess að auka áhuga al­mennra fjár­festa á hluta­bréfa­mark­að­in­um. Ás­geir bend­ir með­al ann­ars á að hluta­bréfa­mark­að­in­um hafi á tí­unda ára­tugn­um ver­ið ýtt af stað með skatta­afslaetti. „Það má velta því fyr­ir sér hvort beita eigi slík­um að­ferð­um til þess að auka eft­ir­spurn al­menn­ings eft­ir hluta­bréf­um. Einnig maetti leggja rík­ari áherslu á að kynna vísi­tölu­sjóði fyr­ir fólki sem leið til fjár­fest­ing­ar,“seg­ir hann.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.